Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 39
SAMYRKJUÞORP I ISRAEL
37
er elzti hluti borgarinnar. Það
var eins og að koma í annan
heim. Umferð ökutækja var þar
lítil, en fjöldi verzlana á göt-
um úti og háreisti mikil. Á
einum stað, mitt í þessum aust-
urlenzka bæjarhluta, sá ég
hraustlega, sólbrúna gyðinga-
verkamenn með nýtísku vinnu-
vélar við byggingu mikils verzl-
unarhúss.
Eftir tveggja daga viðdvöl í
Tel Aviv fór ég til Weitzmann-
stofnunarinnar nokkru fyrir
sunnan borgina. Þar fékk ég
almennar upplýsingar um upp-
haf og skipulag samyrkju-
þorpanna.
Mér var tjáð, að hinir ara-
bísku íbúar landsins hefðu rek-
ið mjög frumstæðan landbúnað.
Bústofninn var sauðfé og geit-
ur, nautgripir engir og beiti-
löndin rýr. Á stöku stað var
ræktað durrakorn, hveiti, ses-
amolía og á nokkrum plantekr-
um voru ræktaðar appelsínur,
sítrónur og bananar. Gyðingar
byrjuðu með sama búskapar-
lagi þegar þeir tóku að flytjast
til landsins um 1880. Allt frá
dögum Krists hafði landbúnað-
urinn verið í stöðugri hnignun,
og uppblástur smám saman
breytt miklum hluta landsins í
eyðimörk. Og enn eru miklar
eyðimerkur í landinu, t. d.
Negeveyðimörkin syðst. En
brátt hófust gyðingar handa um
endurbætur á búskapnum. Þeir
keyptu sér kýr frá Hollandi og
kvnbættu með þeim arabíska
kúastofninn, útveguðu sér harð-
gerðar hveititegundir frá Mar-
okkó og Ástralíu, gerðu áveit-
ur og tóku upp áburðarnotkun.
í hinu nýja Israelsríki getur
nú að líta hina ólíkustu búskap-
arhætti: einyrkjabúskap, fjöl-
skyldubúskap, plantekrubúskap
í einkaeign þar sem rekin er
ávaxtarækt með aðkeyptu
vinnuafli, og samyrkjubú af
ýmsum stærðum. Frjáls sam-
keppni ríkir og skilyrði eru
þarna hin ákjósanlegustu til að
kynnast náið og gera saman-
burð á ólíkum búskaparhátt-
um.
ísrael líkist Danmörku í at-
vinnulegu tilliti. Þjóðin verður
að lifa á því sem gróður jarð-
ar gefur og skortir hráefni til
iðnaðar. Landið er skóglítið, þó
að nýgróðursettum eucalyptus-
lundum f jölgi óðum. Landsvæði
sem áður voru óbyggileg vegna
mýrarköldu hafa nú verið
þurrkuð og moskítóflugunni út-
rýmt, og þar hafa risið upp
blómlegar byggðir. I Nahalal
skammt frá Nazaret bjó ég í
nokkra daga hjá bændafjöl-
skyldu, sem átti bú sitt sjálf.
Súsanna, amman á bænum,
hafði byrjað þarna búskapinn
með manni sínum og gat sagt
frá erfiðleikum fyrstu áranna,
þegar mýrarkaldan herjaði í
mannfólkinu. En sá tími var nú
löngu liðinn, og barnabörnin
eða ókunnugir áttu erfitt með
að ímynda sér, að þessi blóm-
lega sveit hefði einu sinni verið