Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 110

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL Þsettir hennar höfðu skýrzt og skilizt að. Holdleikinn, sem ég veit nú að verið hafði kjarni hennar, var orð- inn þáttur út af fyrir sig, þáttur sem iðka mátti af köldu og yfirlögðu ráði. Þegar ég kom inn í herbergið, lá Mary hreyfingarlaus og róleg í rúm- inu. „Dick Wyndham hefur sagt þér það?" spurði hún. Eg settist á rúmstokkinn og tók í hönd hennar, en ég fann ekki til neinnar geðshræringar, aðeins undar- legs kuldadofa. ,,Já,“ sagði ég. Hún leit undan, eins og blygðunar- fullt barn. „Mér þykir þetta leiðin- legt.“ „Það er allt í lagi,“ sagði ég. „Hann hefur sagt þér að hann ætlaði með mig til New York?“ ,, Já. „Ég vil ekki að þú komir með. Þegar ég er búin að jafna mig, get- um við hitzt aftur.“ „Auðvitað, elskan mín.“ „Það verður öðruvísi . .. . nú veiztu þetta. Það verður aldrei eins aftur.“ „Jú,“ sagði ég þvert um huga minn. „Þetta breytir í raun og veru engu.“ „Kannski ekki.“ Hún dró að sér höndina og reis upp við dogg. „Tajctu nú saman dótið þitt. Ég þarf að vera ferðbúin eftir einn eða tvo klukku- tíma. Það er bezt þú verðir farinn þegar læknirinn kemur aftur.“ Ég klæddi mig í flýti, fór ekki í steypibað og rakaði mig ekki einu sinni, líklega af því að ég kærði mig ekki um að sjá sjálfan mig i spegli. Þegar ég kom aftur inn í herbergið, var hún komin í slopp og farin að láta niður í tösku. Hún sagði: „Auð- vitað veiztu að þetta er allt Nicole að kenna." „Já.“ „Hún hefur gert þetta einu sinni áður, af afbrýðisemi." Þegar ég hafði lokað töskunni minni, kom hún til mín og lagði hand- leggina um háls mér. „Ég hef farið illa með þig,“ sagði hún lágri röddu. „Geturðu fyrirgefið mér?“ „Það er ekkert að fyrirgefa." „Vertu þá sæll í þetta sinn. Ég skrifa þér fljótlega. Kysstu mig.“ Ég kyssti hana, og það var al- veg eins og áður, og ég vissi þá að ég mundi aldrei geta sleppt henni, að ég mundi alltaf koma aftur, því að vilji minn hafði verið lamaður. Og ég skildi hið undarlega samband Mary og Nicole. Það var Nicole sem útvegaði henni morfínið. Þessvegna gat hún aldrei sent Nicole burt fyrir fullt og allt. Örlagastefið, óraunveruleikinn, grá þokan, sem virtist hjúpa allt, fylgdi mér alla leiðina heim. Ósjálfrátt tók ég stefnuna heim, hversvegna veit ég ekki, nema að það virtist vera eini staðurinn, sem ég gat farið til. Ég var þá eftir allt saman að koma heim, nákvæmlega eins og Enid hafði áætlað, nákvæmlega eins og grátkon- urnar höfðu sagt fyrir í ráðlegging- um sínum. Kannski höfðu þær, þegar öllu var á botninn hvolft, rétt fyrir sér að því er flesta menn varðaði, og hvað var ég annað en Mr. Smith sem fengið hafði sinn fjörkipp á miðj- um aldri, og lifði i þeirri trú að aídrei hefði neitt þessu líkt komið fyrir neinn annan mann? Ég tók leigubíl heim frá flugvell- inum. Ég hafði ekki hirt um að senda Enid skeyti og segja henni að ég kæmi fyrr heim en ég hefði gert ráð fyrir. Og nú kæmi ég heim klukk- an fimm síðdegis, öllum á óvart. Mér flaug í hug, að þannig skeði það víst oftast að menn stæðu konurnar sinar að þvi að vera sér ótrúar, en sú hugmynd, að ég kæmi að Enid með karlmanni, fannst mér hlægileg. Og auðvitað kom ég ekki að nein- um karlmanni. Ég kom að Enid þar sem hún var að spila bridge við þrjár konur úti á svölunum. Þegar hún sá mig koma út úr leigubílnum, lagði hún frá sér spilin, gekk til móts við mig í augsýn kvennanna og hrópaði: „Elskan min, þetta var óvænt!" og áður en ég vissi af, hafði hún kysst mig ákaft á munninn og ósjálfrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.