Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
Þsettir hennar höfðu skýrzt og skilizt
að. Holdleikinn, sem ég veit nú að
verið hafði kjarni hennar, var orð-
inn þáttur út af fyrir sig, þáttur
sem iðka mátti af köldu og yfirlögðu
ráði.
Þegar ég kom inn í herbergið, lá
Mary hreyfingarlaus og róleg í rúm-
inu. „Dick Wyndham hefur sagt þér
það?" spurði hún.
Eg settist á rúmstokkinn og tók
í hönd hennar, en ég fann ekki til
neinnar geðshræringar, aðeins undar-
legs kuldadofa. ,,Já,“ sagði ég.
Hún leit undan, eins og blygðunar-
fullt barn. „Mér þykir þetta leiðin-
legt.“
„Það er allt í lagi,“ sagði ég.
„Hann hefur sagt þér að hann
ætlaði með mig til New York?“
,, Já.
„Ég vil ekki að þú komir með.
Þegar ég er búin að jafna mig, get-
um við hitzt aftur.“
„Auðvitað, elskan mín.“
„Það verður öðruvísi . .. . nú veiztu
þetta. Það verður aldrei eins aftur.“
„Jú,“ sagði ég þvert um huga minn.
„Þetta breytir í raun og veru engu.“
„Kannski ekki.“ Hún dró að sér
höndina og reis upp við dogg. „Tajctu
nú saman dótið þitt. Ég þarf að vera
ferðbúin eftir einn eða tvo klukku-
tíma. Það er bezt þú verðir farinn
þegar læknirinn kemur aftur.“
Ég klæddi mig í flýti, fór ekki í
steypibað og rakaði mig ekki einu
sinni, líklega af því að ég kærði mig
ekki um að sjá sjálfan mig i spegli.
Þegar ég kom aftur inn í herbergið,
var hún komin í slopp og farin að
láta niður í tösku. Hún sagði: „Auð-
vitað veiztu að þetta er allt Nicole
að kenna."
„Já.“
„Hún hefur gert þetta einu sinni
áður, af afbrýðisemi."
Þegar ég hafði lokað töskunni
minni, kom hún til mín og lagði hand-
leggina um háls mér. „Ég hef farið
illa með þig,“ sagði hún lágri röddu.
„Geturðu fyrirgefið mér?“
„Það er ekkert að fyrirgefa."
„Vertu þá sæll í þetta sinn. Ég
skrifa þér fljótlega. Kysstu mig.“
Ég kyssti hana, og það var al-
veg eins og áður, og ég vissi þá að
ég mundi aldrei geta sleppt henni,
að ég mundi alltaf koma aftur, því
að vilji minn hafði verið lamaður.
Og ég skildi hið undarlega samband
Mary og Nicole. Það var Nicole sem
útvegaði henni morfínið. Þessvegna
gat hún aldrei sent Nicole burt fyrir
fullt og allt.
Örlagastefið, óraunveruleikinn, grá
þokan, sem virtist hjúpa allt, fylgdi
mér alla leiðina heim. Ósjálfrátt tók
ég stefnuna heim, hversvegna veit
ég ekki, nema að það virtist vera
eini staðurinn, sem ég gat farið til.
Ég var þá eftir allt saman að koma
heim, nákvæmlega eins og Enid hafði
áætlað, nákvæmlega eins og grátkon-
urnar höfðu sagt fyrir í ráðlegging-
um sínum. Kannski höfðu þær, þegar
öllu var á botninn hvolft, rétt fyrir
sér að því er flesta menn varðaði,
og hvað var ég annað en Mr. Smith
sem fengið hafði sinn fjörkipp á miðj-
um aldri, og lifði i þeirri trú að aídrei
hefði neitt þessu líkt komið fyrir
neinn annan mann?
Ég tók leigubíl heim frá flugvell-
inum. Ég hafði ekki hirt um að senda
Enid skeyti og segja henni að ég
kæmi fyrr heim en ég hefði gert
ráð fyrir. Og nú kæmi ég heim klukk-
an fimm síðdegis, öllum á óvart. Mér
flaug í hug, að þannig skeði það
víst oftast að menn stæðu konurnar
sinar að þvi að vera sér ótrúar, en
sú hugmynd, að ég kæmi að Enid
með karlmanni, fannst mér hlægileg.
Og auðvitað kom ég ekki að nein-
um karlmanni. Ég kom að Enid þar
sem hún var að spila bridge við þrjár
konur úti á svölunum. Þegar hún sá
mig koma út úr leigubílnum, lagði
hún frá sér spilin, gekk til móts við
mig í augsýn kvennanna og hrópaði:
„Elskan min, þetta var óvænt!" og
áður en ég vissi af, hafði hún kysst
mig ákaft á munninn og ósjálfrátt