Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 86

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 86
84 CTRVAL hurfu þeir smám saman, og nú er svo komið, að samfélagið er stund- um alveg' óþolandi. Því að allt fólk er orðið eins, í trú sinni, leikarasicap sínum og hugsanagangi. Að minnsta kosti afar mínir báð- ir og önnur amma mín, myndu í dag vekja bæði meðaumltun og ótta sem sérvitringa,r. Weber afi minn flúði hingað frá Þýzkalandi, til þess að forðast handtöku og fangelsun, því að hann var einn af foringjum bylt- ingarhreyfingar gegn harðstjórn, sem vildi svipta hann frelsi og misþyrma persónuleika hans, en það gat hann ekki þolað. Hann var hraustmenni og hafði verið dugandi járnsmiður í heima- landi sínu, og allt til dauðadags tal- aði hann með sterkum suður-þýzkum málhreim. Hann eignaðist sjö börn, þar á meðal móður mína, og hann var trúr konu sinni frá þvi að hann kvæntist henni og þar til hún lézt. Þegar hún dó, neitaði hann að flytja til barna sinna og bjó áfram í gamla húsinu, þar sem hann hafði lifað allt sitt líf. Hann vildi ekki vera „upp á aðra kominn“. Hann hafði verið góður borgari og lagt sinn skerf og meira til, samfélaginu til velfarnaðar. Hann óttaðist ekki einveruna. Hann dó áttatíu og eins árs að aldri, og það var víst bezt fyrir hann, því ég minnist þess, að stundum hermdu börnin eftir honum, þegar hann var á gangi á götunni, og frænd- ur mínir kváðust skammast sín fyrir að eiga afa, sem gæti ekki talað al- mennilega ensku. Það gerði hann frá- brugðinn öðrum, og það kom við kvikuna á þeim, sem sífellt reyndu að líkjast öðrum af fremsta megni. En það var líka önnur ástæða, sem átti sér miklu dýpri rætur. 1 nýja heiminum hafði hann fundið frelsið, sem gerði honum kleift að vera mað- ur, að lifa mannsæmandi lífi, vitandi um styrk sinn og hæfileika og full- ur trausts á velvilja nágrannanna. Hann lifði ekki það lengi, að hann sæi frelsið og sjálfstæðið breytast í tilbreytingarlausan hversdagsleika, og fórn andans, sem hann hafði bar- izt fyrir, verða að leiðinlegri feðra- dýrkun, sem var eins spillt og jafn- vel enn banvænni en gamla harð- stjórnin. Afi minn og amma í föðurætt voru af allt öðru sauðahúsi. Föðurafi minn var kominn yfir miðjan aldur, þeg- ar faðir minn fæddist, einn af tólf börnum, og þessvegna fannst mér hann vera fjörgamall, þegar ég kynntist honum sem barn. Hann dó níutíu og þriggja ára gamall, og hafði lifað mestan hluta nitjándu aldar- innar, þegar landið umhverfis Cres- cent breyttist úr hálfgerðri auðn í nýtizku iðnaðarhérað. Hann var hár, grannur og mjög harðger öldungur, sem ávallt virt- ist yngri en hann var, og var í fullu fjöri fram í andlátið. 1 eðli sínu var hann landnemi, en það er ekki hægt að gera landnám að ævistarfi, og hann hafði lagt á margt gjörva hönd. Á yngri árum hafði hann tekið þátt í bardögunum við indíánana á slétt- unum og ferðast víða um landið. Hann var mikill sagnaþulur og ég var ákaflega sólginn í sögur hans. Þær voru betri en nokkrar aðrar sög- ur, sem ég hef lesið, og stundum, þeg- ar ég minnist þessara frásagna, verð ég gripinn djúpum söknuði og sárs- auka, því að landið, sem hann lýsti, er ekki framar til og ég mun aldrei fá tækifæri til að kynnast því. Eg held að fleiri og fleiri af okk- ur þjáist af vaxandi innilokunarótta. Næsta borg er of nálæg, og milli- bilið milli hennar og okkar borgar er þéttsett sumarhúsum eða þesshátt- ar byggingum. Stórborgir, sem mér sem barni virtust vera ævintýralegir og fjarlægir staðir, eru aðeins nokk- urra stunda ferð í burtu, þegar far- ið er með flugvél eða jafnvel bifreið. Okkur líður æ verr undir þessum vélrænu og fyrirframáætluðu aðgerð- um til að minnka heiminn. Föðurafi minn lifði í frjálsum heimi, víðfeðmum og fullum af tak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.