Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
ég óttast, er að hinn skotglaði Hómer
skjóti þá, eða jafnvel einhvern okkar.
*
Tvö undanfarin kvöld hef ég verið
að lesa það, sem ég er búinn að
skrifa, og sá lestur olli mér sárum
vonbrigðum. Eg hef reynt að segja
frá öllu, en mér hefur mistekizt það.
Það virðist allt svo rmdarlega ófull-
nægjandi, sú rnynd sem það gefur
er af innhverfum, önuglyndum, vina-
fáum manni, en það er aðeins hluti
af myndinni. Það er önnur hlið á
henni, næstum alger andstæða, eins
og um tvær persónur væri að ræða.
1 kvöld ákvað ég að reyna að lita
á sjálfan mig eins og ég hlýt að
vera í augum annarra, ekki aðeins
í augum vina og kunningja heima
í Oakdale, heldur ókunnugra manna,
sem ég hitti á förnum vegi eða í
lest. Af þessari viðleitni varð mér
ljóst, að margir erfiðleikar minir
stafa af klofningi í persónuleikanum,
að margar af þeim röngu hugmynd-
um, sem kunningjarnir gerðu sér um
sambúð okkar Enid, væru af sömu
rótum. Þeir höfðu ekki séð sannleik-
ann, en það var ekki þeim að kenna,
heldur af því að ekki var hægt að
dæma rétt eftir útlitinu.
Hve margir skyldu þjást af þessum
sama persónuklofningi ? Ef til vill
hef ég á minn hátt verið jafnfalsk-
ur og Enid. Eg sé nú, að hún gat
aðeins dæmt út frá ytri persónuleika
mínum, því að hún hafði aldrei feng-
ið að sjá eða eiga hlutdeild í þeirn
innri persónuleika, sem ég hef veriö
að lýsa.
Gerum ráð fyrir að við hittumst
í setustofu í hraðlest. Þú færð strax
þá hugmynd, að ég sé efnaður, íhalds-
samur og ánægður kaupsýslumaður
nálægt miðjum aldri. Hamingju-
sarnur maður, sennilega unglegur eft-
ir aldri, maöur sem gengiö hefur í
góðan háskóla og er nú þegar í stjórn-
um ýmissa fyrirtækja og áhugasam-
ur um velferð bæjar sins.
Þú hefur kannski orð á því aö
lestin sé á eftir áætlun eða hve allt
gengur á afturfótunum í Washington,
og vonbráðar eru hafnar samræður
yfir giasi af víni. Talið berst að fjöl-
skyldunum og menntun barnanna.
Náunginn (ég) segi þér, að hann
sé vel giftur, að konan hans starfi
mikið í félagslífi bæjarins án þess
þó að vanrækja heimilið, að börnin
tvö (drengur og stúlka) séu heilbrigð
og gangi i ágæta skóla. Þú kemst
að því að hann býr í fallegri útborg
sem nefnist Oakdale, á tnjög arð-
samt vátryggingarfélag, sem hann
vonar að sonurinn taki við á sínum
tíma svo að hann geti tekið sér dá-
litla hvíld og notið lífsins. Og þeg-
ar leiðir ykkar skiljast, hugsar þú:
„Þarna er ágætt dæmi um það sem
Ameríka hefur fóstrað. Þetta er það,
sem kalla mætti venjulegan miðstétt-
ar amerikumann. Ekkert land getur
sýnt betri framleiðslu."
Og heima í Oakdale muntu komast
að því að Wolcott Ferris, sem býr
á Bosquet Road 818, er einhver bezti
náungi sem þú hefur kynnzt. Hann
er ágætur golfleikari, skemmtilegur
við glas, skynsamur og góður kaup-
sýslumaður. Konan hans er lagleg,
snyrtilega klædd, góð húsmóðir og
athafnasöm í félagslífi bæjarins.
Hann er ör á fé til góðgerðarstarf-
semi og kann að skemmta sér í hópi
félaga. TJpp á síðkastið hefur hann
kannski ögn dregið af sér, drukkið
svolitið minna, komið sjaldnar í
klúbbinn, tekið sjaldnar þátt í þess-
um venjulegu hádegisverðum kaup-
sýslumanna og borið við önnum. En
þetta er ekkert óvenjulegt. Þegar
menn reskjast er ekki nema eðli-
legt að þeir hægi svolítið á sér.
Slunginn kaupsýslumaður, Wolcott
Ferris.
Þannig hygg ég, að ég komi öðr-
um fyrir sjónir, bæði ókunnugum
og kunningjum. Ég er ekki viss ura
að hve miklu leyti ég á sjálfur sök
á persónuklofningnum og að hve
miklu leyti hann er tilkominn fyrir
áhrif umhverfisins, allar götur aftur
í bernsku. Víst er, að klofningurinn