Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
finningar mínar á pappírinn, fór allt
í handaskolum fyrir mér. Það var
alveg sama, hve lengi ég sat við
skriftir, ég komst ekkert áfram, og
og seinna brenndi ég allt sem mér
hafði tekizt að skrifa.
Ég gat ekki skilið handritið við
mig, því að þá hefði einhver á heim-
ilinu getað fundið það og lesið. Ég
þorði jafnvel ekki að rifa það í tætl-
ur og kasta því í öskutunnuna, því
að ef til vill hefði einhver, kannski
öskukarlinn, farið að setja það sam-
an af rælni. Það fjallar nefnilega
um líf okkar Enid, og um líf alls
fólksins í Oakdale.
Allt, sem ég skrifaði, var hlaðið
sprengiefni, því að ég skrifaði það
í raun og veru fyrir sjálfan mig og
mér til hugarhægðar. Eg varð að
skrifa allt.
Ég vildi festa það allt á pappírinn,
því að ef mér tækist það, var ég þess
fullviss, að það myndi hætta að angra
mig, hætta að eyðileggja hamingju
mína og hamingju Enid og barnanna.
Ég hafði engan áhuga á starfi
minu framar. Ég gat ekki haldið á-
fram að byggja það upp og auka
tekjur mínar með því að færa út
tryggingarstarfsemi mína. Ég var
ruglaður og ég var þreyttur, og það
er ekki eðlilegt að maður á fertugs-
aldri sé orðin þreyttur.
Það var ekkert líkamlegt. Ég var
gallhraustur. Ég var þreyttur í höfð-
inu og þjakaður á sálinni. Ég held
að það hafi að sumu leyti stafað af
því, að ég fékk aldrei að vera einn,
þvi að í þeim heimi sem ég lifði í
virtist enginn vilja vera einn. Það
virtust meira að segja allir óttast
það. Það vildu allir snæða saman, eða
leika golf saman, eða fara í klúbb-
inn. Og í úthverfunum, þar sem öll
íbúðarhúsin stóðu þétt saman, þar
sem tvö hundruð feta breið lóð var
öll landareignin, þar var aldrei hægt
að vera eina einustu kvöldstund einn.
Annaðhvort fórum við í eitthvert boð
eða samsæti eða einhver kom til
okkar, leit inn ,,af því að hann hafði
ekki annað við kvöldið að gera.“ Og
jafnvel þegar ég var heima, þá voru
þau þar alltaf, Enid og börnin, Ronnie
og Esther.
Þau voru öll þeirrar skoðunar, að
ekki væri hægt að skemmta sér ríema
margt fólk væri samankomið og út-
varpið x gangi.
Stundum liðu svo vikur, að ég var
ekki einn eitt augnablik, því að jafn-
vel eftir að ég var háttaður, lá Enid
við hliðina á mér x hinu rúminu, og
leiddi mér fyrir sjónir þá staðreynd,
jafnvel þó að hún mælti ekki orð af
vörum, að við værum hamingjusöm
og vel efnum búin hjón, sem gætum
verið öðrum til fyrirmyndar.
Hún var staðráðin í því, að hjóna-
band okkar skyldi vera fyrirmyndar
hjónaband. Hún var ákveðin í því,
jafnvel meðan hún svaf. Það mátti
segja, að hún væri stöðugt að leika
ákveðið hlutverk — hlutverk ástúð-
legrar eiginkonu og móður, sem var
gift manni, er dáði hana og gat ekki
lifað án hennar. Hún hafði talið sér
trú um, að ég væri miklu hamingju-
samari vegna þess að hún væri hjá
mér.
En þegar ég komst að raun um, að
ég gat ekki notið friðar og einveru
fyrr en eftir miðnætti og fór að læsa
mig inni í leikherberginu til þess að
vinna að þessu verki, sem ég varð
að ljúka, þá varð hún auövitað óróleg.
Stundum held ég að henni hafi
gramizt þessi uppreist mín, sem eyði-
lagði hina mikilfenglegu hugmynd
hennar og draumsjón í enn ríkara
mæli heldur en þó að ég hefði verið
henni ótrúr og hún hefði komizt að
því. Með því að flýja hana og leita
einverunnar hafði ég svikið hana og
það hlutverk sem hún hafði ætlað
sér og mér. Stundum, þegar mér fór
að ganga heldur betur við það sem
ég var að gera, heyrði ég fótatak
hennar yfir höfði mér og allt var
eyðilagt. 1 fyrstu hélt ég að þetta
væri tilviljun, en nú er ég kominn á
þá skoðun, að hún hafi haldið að hún
gæti þvingað mig til uppgjafar með