Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 3
11. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK <> MARZ—APRlL 1952
Nokkrar svlpmyndir úr sambúð
nnglinga og foreldra og hug-
leiðingar inn þær.
Æskan og foreldrarnir
Úr „Vi husmödrar“.
Inngangsorð.
Noklcrar dauðlegar manneskjur —
með sárar eða Ijúfar minningar frá
æsku sinni — sitja umhverfis lang-
borð og rœða saman. Tilgangurinn
með samræðunum er ekkert smá-
rœði: að hjálpa œskunni til betra
lífs! Þetta var sænska œskuvemdar-
nefndin sem nýlega lauk störfum.
Þótt álitið sem nefndin skilaði vœri
langt og ítarlegt, var margt sem
ekki var þar með, þvt að ýmislegt
sem raunar skiptir máli á ekki heima
í opinberu nefndaráliti.
Það sem hér fer á eftir eru hug-
leiðingar og athuganir nokkurra
þeirra sem unnu fyrir nefndina varð-
andi ýmis atriði, sem við vitum að
eru vandamál á fjölmörgum heimil-
um þar sem œskufólk er. ,J?atent-
lausnir*‘ á vandamálunum verða ekki
gefnar hér. Hver og einn verður að
þreifa sig áfram til sannleikans,
finna veruleika sinn. En eitt vitum
við að er óyggjandi: það er erfiður
tími þegar líkaminn er að vaxa og
þroskast. Þegar kenndirnar taka að
þræða nýjar, brennheitar slóðir. Þeg-
ar drengurinn eða stúlkan sem við
hlúðum að fyrir skömmu standa
frammi fyrir okkur, lokuð inni i sjálf
sig, þögúl, með þrjózku í augum.
Við viljum segja eitthvað, en finnum
ekki rétt orð. Við viljum hjálpa —
en vitum ekki hvað við eigum að
gera. Við emm líka svo hrœdd um að
illa fari fyrir baminu — enginn veit
betur en við hve óþroskað það er
á margan hátt.
Foreldramir hafa ýmis tiltœk ráð
til að létta unglingunum þessa
þröngu leið. Við getum nefnt um-
burðarlyndi, glaðværð, nœrgœtni. En
eitt ■— og ef til vill það mikilvæg-
asta — heitir kærleikur. Hinn rétti
kœrleikur, ekki sá sem bindur, heft-
ir unglinginn á þroskaferli hans til
sjálfstœðis.
Eitt er mikilvœgt að hafa í huga:
að nú á tímum er bœði auðveldara
og erfiðara að vera ungur en áður
fvrr. _.
— Birgitta v. Hofsten