Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 9
. . . OG HUGLEIÐINGAR SÁLFRÆÐINGS
7
vanstilltara er, hefur tíðum
meiri þörf samúðar en „góða
barnið“. Það mundi vafalaust
hafa bætandi áhrif á f jölskyldu-
friðinn, ef foreldrarnir gæfu
meiri gaum að þörfinni á blíðu
og samúð, sem býr að baki van-
stillingarinnar.
Víst er erfitt að eiga unglinga
sem flækjast úti á kvöldin og
raska matarrónni með rifrildi
sínu. Og vissulega er foreldrum
ekki láandi, þótt þau missi
stundum þolinmæðina — og
kemur raunar ekki að sök.
Huggunin er sú, að allt á sinn
endi. Afi og amma geta sjálf-
sagt sagt margt um áhyggjur
sínar út af börnum sínum, sem
þrátt fyrir allt urðu að nýtum
mönnum.
Heimilislaus í foreldrahúsum?
Eftir Birgittu v. Hofsten.
Það er svo mikið talað um
„flótta“ unga fólksins úr föður-
garði til stórborganna, að
manni kemur mjög á óvart að
heyra, að flestir unglingar —-
% piltanna og % stúlkn-
anna milli 17 og 26 ára — búa
í föðurgarði þangað til þeir gift-
ast. Þeir fara beint úr föðurhús-
um inn á eigið heimili, þar sem
þeir velja sjálfir sófann og á-
kveða sjálfir hvar skápurinn á
að standa og hvernig hann á
að vera.
Eigið heimili — var þá heimili
foreldranna ekki einnig þeirra
heimili? Ef til vill á sinn hátt,
en þó finnst mörgum unglingum
þeir vera heimilislausir í for-
eldrahúsum. Hugsið málið sjálf
— hvað er það sem veldur því
að okkur fullorðna fólkinu finnst
svo nauðsynlegt að eiga eigið
heimili? Er það ekki m. a. það
að við verðum að eiga stað þar
sem við þorum að vera eins og
við eigum að okkur, sem við
finnum að við ráðum alveg yfir?
Við þörfnumst bletts á jörðinni
þar sem við megum hagræða öllu