Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 101

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 101
MR. SMITH 99 Þegar hún settist tók ég eftir að hún hellti ekld vínblöndu heldur sherry í glasið sitt. Hún sagði: „Ég skal segja þér dálítið, en það er leyndarmál. Lögfræðingurinn minn er að reyna að fá riftað skuldbind- ingunni sem bindur mig hér hálft árið. Ég veit ekki hvort það tekst, •og ég býst raunar ekki við að það muni breyta miklu um lifnaðarhætti mína. Sennilega kæmi ég hingað jafnt eftir sem áður. En mér er illa við að vera bundinn við ákveoinn stað." Með þverrandi dagsbirtunni varð útsýnið yfir borgina mildara og mýkra. Eg fékk aftur í glasið og í þriðja sinn og það færðist yfir mig vellíðan. Mér varð liðugra um tungu- tak, og þó ég muni ekki um hvað við töluðum, hljótum við að hafa tal- að mikið. Allt í einu sagði Mary: „Ö, ég var búin að gleyma bílnum! Eg ætla að biðja Alexander að láta sækja hann. Eg kem undir eins aftur." Þegar hún var farin sagði Nicole: „Hún er yndisleg kona." Og ég svar- aði: „Já. Við höfum ekki sézt lengi. Það var næstum eins og tvær ókunn- ugar manneskjur hittust." „Hún er sérstaklega hlý í viðmóti," sagði Nicole, „og ákaflynd. Við höf- um ferðast mikið saman." Það var skrítið að þegar hún lýsti Mary skyldi hún nota tvö orð sem mér hefðu aldrei dottið I hug í sam- bandi við hana. En kannski hafði hún rétt fyrir sér. Ég hafði aldrei kynnzt Mary náið, og hún var vissu- lega nógu elskuleg núna. Þegar Mary kom aftur sagði hún: „Af hverju borðarðu ekki með okkur ? Við Nicole erum bara tvær. Okkur þætti mjög vænt um það.“ „Nei, þakka þér fyrir. Það er komið fram yfir matmálstíma minn og ég hef ekki einu sinni hringt heim." Mig langaði til að vera kyrr, en eitthvað hélt aftur af mér ef tií vill fannst mér ég ekki alveg eiga heima hér — ekki ennþá. Þá sagði Mary: „Hefur þú nokk- um tíma gert þér lióst, Wolcott, að þú hefur tiltakánléga fallegar hendur?" Eg hló. „Ónei, ég hef aldrei hugs- að um þær öðruvísi en sem hendur." Allt í einu varð ég vandræðalegur eins og alltaf þegar mér eru slegnir gullhamrar, einkum ef kona gerir það. Hún færði sig framar í stóln- um og hallaði sér áfram. „Má ég líta á þær?" Ég rétti fram hendurnar með lóf- ana upp, hikandi og hálfvandræða- legur. „Nei, aðra í einu," sagði hún og hló. „Þá hægri fyrst, ég hef gam- an af að lesa í lófa." Augu hennar urðu allt í einu skær og tindrandi og stillileg framkoma hennar gjör- breyttist og þó hafði hún aðeins dreypt á sherryglasinu. Þegar hún tók hönd mína milli handa sér skeði eitthvað sem var upphafið að öllu saman. Einskonar straumur fór um mig allan og eitthvað inni í mér sagði: „Þama er tækifærið! Þarna biður reynslan! Þama er allt! Þarna er undankomuleið! Nú getur eitt- hvað skeð hjá þér.“ Hún þrýsti hönd mina létt og sagði: „Nicole sjáðu! Þetta er athyglis- verð hönd!" Hún leit framan í mig, hreinskilnislega og einkar vingjarn- lega. „Þetta er kvalin hönd," sagði hún og horfði beint í augu mér. „Hvað er það sem kvelur þig?" „Það veit ég ekki," sagði ég. „Ég veit ekki til að ég sé kvalinn." En ég skal játa að mér varð dálítið ó- rótt. Ég fann roða hlaupa fram í kinnar mér og leit undan. „Ertu hamingjusamur?" spurði hún. „Svona eins og gengur og gerist, býst ég við." Svo hló hún, og það var ákafi í hlátrinum. „Hvort sem væri kemur mér það raunar ekki við. Við skul- um gleyma þessu. Eitt glas áður en þú ferð." Hún sleppti hönd minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.