Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Síða 12

Skinfaxi - 01.03.2021, Síða 12
12 S K I N FA X I Námskeið um svefn, lýðheilsu og verkefni sem ná til nýrra Íslendinga Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ veitir styrki fyrir félags- og íþróttastarf ungmennafélags- hreyfingarinnar m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Í nóvember veitti Fræðslu- og verk- efnasjóður 108 styrki upp á rúmar tíu milljónir króna. fara af stað með verkefnið í janúar/febrúar. Okkur langar að hafa alla vegana tvo fyrirlestra fyrir hvern hóp, þ.e. tvo fyrir börn og tvo fyrir fullorðna og jafnvel hafa einhverja eftirfylgni eftir fyrirlestrana.“ Fyrirlestrarnir verða unnir í samvinnu við skólann á svæðinu og munu þeir fara fram þar. „Við erum enn í startholunum svo við erum ekki komin með neinn fyrirlesara en það í vinnslu,“ segir Þóra Sigríður sem er mjög spennt fyrir þessu góða og þarfa verkefni. Ungmennafélagið Æskan á Sval- barðseyri hlaut styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóð fyrir fyrirlestur- inn Sátt/ur í eigin skinni. „Okkur langar mjög til að efla lýðheilsu og leggja sérstaka áherslu á svefn, sjálfsstyrkingu, heilsu og mataræði félagsmanna. Það er mikil umræða í samfélaginu um akkúrat þetta málefni og okkur finnst vanta meiri fræðslu um málefnið fyrir börn í skólanum og fyrir fullorðna. Við teljum þetta því mjög þarft verkefni og teljum tímasetninguna á því góða,“ segir Þóra Sigríður Torfadóttir, formaður Ungmennafélagsins Æskunnar. „Fyrirlesturinn verður bæði fyrir börn og fullorðna og planið er að Ungmennafélagið Æskan: Fyrirlesturinn – Sátt/ur í eigin skinni Þóra Sigríður Torfadóttir, formaður Ungmennafélagsins Æskunnar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.