Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2021, Side 18

Skinfaxi - 01.03.2021, Side 18
18 S K I N FA X I Sannur félagi í matar- og kaffitímum Það var skemmtileg tilviljun að Ingvar Sverrisson skyldi vera valinn mat- maður þingsins. Ingvar er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), en hann og aðrir fulltrúar bandalaga sátu fyrsta þing sitt, þar sem um- sókn þeirra um aðild að UMFÍ var samþykkt árið 2019. Guðríður Adnegaard formaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) afhenti Ingvari viðurkenninguna og sagðist hafa fylgst vel með því hvernig hann bar sig í matar- og kaffitímum. „Ég hafði sannast sagna áhyggjur af því í einum kaffitímanum að hann fengi ekki nóg kaffi og sætabrauð. En þá virtist hann bara vera að fullvissa sig um að allir væru búnir að fá sér einu sinni þegar hann lét til skarar skríða. Fyrir kvöldmatinn reyndist hann svo vera búinn að hita sig vel upp, því hann var búinn að sporðrenna hitaeiningum sem áreiðanlega jafngilda 2–3 samlokum. En það sem skiptir máli er að hann var að allan tímann og var duglegur. Hann reyndist sannur félagi, sótti brauð fyrir aðra þegar vantaði á borðið, tók líka vel til matar síns og gekk snyrtilega frá öllum áhöldum. Gott ef hann smurði ekki fyrir nokkra þingfulltrúa líka,“ sagði hún og afhenti Ingvari forláta farandbikar, ask sem fer annað hvert ár til þeirra sem verðskulda nafnbótina „matmaður þingsins“. Hefð hefur verið fyrir því síðan árið 1979 á þingum UMFÍ að velja mat- mann UMFÍ. Askurinn sem matmaður fær er afhentur í lok síðustu mál- tíðar þings UMFÍ þeim þingfulltrúa eða stjórnarmanni UMFÍ sem að mati dómnefndar er þess verðugastur að geyma gripinn til næsta þings. Við valið er m.a. horft til framgöngu í matar- og kaffitímum þingsins, beitingar hnífapara, stíls, borðsiða og fleiri þátta. Dómnefnd er skipuð forseta þingsins og fyrrverandi matmanni. Ingvar tók við heiðurstitlinum af Guðmundi L. Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Hann var mat- maður sambandsþings UMFÍ árið 2019. Ingvar Sverrisson, matmaður þingsins, með askinn góða. Kristján og Anna nýir heiðursfélagar UMFÍ Tveir nýir félagar bættust við í hóp heiðursfélaga UMFÍ á þinginu á Húsavík. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður UMFÍ, samfagnaði þeim, en hún var gerð að heiðursfélaga UMFÍ á sambands- þingi fyrir tveimur árum. Nýju heiðursfélagarnir, sem jafnframt hlutu heiðurskross UMFÍ, voru þau Anna Ragnheiður Möller og Kristján Elvar Yngvason. Bæði hafa þau verið virk innan ungmennafélagshreyfingarinnar um áratuga skeið. Anna var formaður Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og sat í stjórn UMFÍ í 10 ár. Kristján var um árabil formaður Ungmennafélags- ins Mývetnings, formaður Glímusambandsins og margt fleira, auk þess var hann formaður Héraðssambands Þingeyinga. Samhliða þessu sat hann í stjórn UMFÍ í 14 ár, þar af nokkur ár um leið og Anna. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, ásamt Kristjáni Elvari Yngvasyni og Önnu Ragnheiði Möller. Sambandsþing UMFÍ

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.