Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2021, Page 21

Skinfaxi - 01.03.2021, Page 21
 S K I N FA X I 21 Guðmunda Ólafsdóttir er ný í varastjórn UMFÍ. Hún hefur tengst íþróttastarfi í mörg ár, bæði sem sjálfboðaliði og starfsmaður síðastliðin 20 ár. Guðmunda er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akra- ness (ÍA), nýs sambandsaðila UMFÍ. Hún hefur lokið MBA-námi frá Háskóla Íslands þar sem lokaverkefni hennar var stefnumótun KR í heild fyrir árin 2019–2024. Guðmunda hefur setið í aðalstjórn KR, stýrt verkefni um eflingu kvennastarfs innan KR og margt fleira. Guð- munda er fædd á svæði HSH, uppalin á svæði USAH, en hefur starfað lengst á svæði ÍBR. Sigurður Óskar Jónasson ritari var kjörinn í varastjórn UMFÍ árið 2015 og sat þar í tvö kjörtímabil. Frá árinu 2019 hefur hann átt sæti í aðalstjórn UMFÍ og verið ritari stjórnar. Sigurður Óskar er frá Ungmennafélaginu Mána, aðildarfélagi Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) í Hornafirði. Hann sat í stjórn Ungmenna- félags Mána 2005–2020 og hefur gegnt embætti gjaldkera hjá USÚ frá árinu 2011. Eins og gengur hefur Sigurður gegnt flestum hlutverkum í stjórnum þeirra félaga sem hann hefur átt sæti í – nema gjaldkerastöðunni. Ragnheiður Högnadóttir meðstjórnandi formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ er frá Ungmennafélaginu Kötlu í Vík í Mýrdal, sem er aðili að Ungmennasambandi Vestur- Skaftafellssýslu (USVS). Hún sat í varastjórn UMFÍ 2013–2015 og í aðalstjórn 2015–2019 sem meðstjórnandi. Í kjölfar þingsins árið 2019 varð Ragnheiður varaformaður UMFÍ. Ári síðar hafði hún svo sætaskipti við Jóhann Steinar Ingimundarson, hætti sem varafor- maður og tók við sem formaður framkvæmda- stjórnar UMFÍ. Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi sat í varastjórn UMFÍ 2009–2011. Árið 2013 var hann kjörinn í aðalstjórn sem meðstjórn- andi og hefur gegnt því hlutverki til dagsins í dag. Gunnar er frá sambandssvæði Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hann gegndi embætti formanns UÍA árin 2012–2021. Lárus B. Lárusson tók sæti í varastjórn UMFÍ 2017. Lárus er frá sambandssvæði Ungmennasambands Kjalar- nesþings (UMSK), nánar tiltekið frá Gróttu á Seltjarnarnesi, og hefur setið í stjórn UMSK frá árinu 2014. Lárus hefur töluverða reynslu af nefndarsetum, en hann sat í bæjarstjórn Seltjarnarness í tólf ár og var formaður íþrótta- og tómstundaráðs í átta ár. Auk þess sat hann í fjölda nefnda og ráða fyrir hönd Seltjarnar- ness á starfstíma sínum. Jafnframt átti Lárus sæti í landsliðsnefnd kvenna hjá Handknatt- leikssambandi Íslands (HSÍ) í fjögur ár. Gissur Jónsson hefur átt sæti í varastjórn UMFÍ frá árinu 2019. Hann hefur alla sína tíð starfað hjá ungmenna- félögum í Suðurkjördæmi. Gissur er uppalinn á sambandssvæði Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) en hefur alið manninn á svæði Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) hin síðari ár. Gissur er í góðum tengslum við gras- rót hreyfingarinnar þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.