Skinfaxi - 01.03.2021, Síða 26
26 S K I N FA X I
„Við vinnum hörðum höndum að því að bjóða börnum og unglingum
að koma og æfa með okkur. En í augnablikinu er starfið aðeins fyrir 18
ára og eldri,“ segir Júlía Oddsdóttir, formaður félagsins Roller Derby
á Íslandi.
Roller derby, eða hjólaskautaat upp á íslensku, er hröð snertiíþrótt
þar sem keppt er á hjólaskautum á sporöskjulaga braut. Greinin á sér
langa sögu. Keppt var í henni í fyrsta sinn í Chicago í Bandaríkjunum
árið 1935. Hún nam ekki land hér fyrr en skautarinn Ice Sickle stofnaði
félagið árið 2011, en Ice Sickle er atnafn Guðnýjar Jónsdóttur, sem
hafði æft með liðinu Atlanta Roller Girls í Bandaríkjunum.
Konur eru hugmyndasmiðir
Júlía Oddsdóttir, formaður félagsins Roller Derby á Íslandi, segir hjóla-
skautaat vera í grunninn kvennaíþrótt. „Konur komu íþróttinni af stað í
Bandaríkjunum. Hér á landi var það sama uppi á teningnum, en tuttugu
áhugasamar konur stofnuðu félagið hér. En starfið fór ansi hægt af stað.
Við áttum erfitt með að útvega búnað og aðstöðu til æfinga. Við æfðum
í bílakjöllurum, GoKart höllinni og ýmsum sölum innan og utan höfuð-
borgarsvæðisins,“ heldur Júlía áfram. Á sama tíma viðuðu félagsmenn
að sér meiri fróðleik um íþróttina, sóttu ráðstefnur, æfingabúðir og
mót erlendis.
Allir sem þora
velkomnir í
hjólaskautaat
Alltaf er gaman þegar nýjar íþróttagreinar skjóta upp kollinum.
Hjólaskautaat er án efa ein af nýju greinunum. Hún hefur engu
að síður verið stunduð á Íslandi í tíu ár. Stefnt er að því að fjölga
iðkendum svo að hægt verði að keppa við innlend lið.