Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2021, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.03.2021, Qupperneq 27
 S K I N FA X I 27 Eftir langt og strangt ferli viðurkenndi Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) hjólaskautaat árið 2018. Í kjölfarið fékk félagið inngöngu í Íþróttabanda- lag Reykjavíkur (ÍBR) undir nafninu Hjólaskautafélagið. Í dag eru um 60 meðlimir í Hjólaskautafélaginu, deildarliðið Ragnarök og landslið. Árið 2020 samdi félagið við Reykjavíkurborg um afnot af gömlu verk- smiðjuhúsnæði Björgunar við Sævarhöfða. Það er nú æfingahúsnæði félagsins og kallast hinu augljósa nafni Hjólaskautahöllin. Þurfa að keppa við eigið lið Júlía segir félagið ungt og enn í mótun. „Við erum reyndar aðeins með eitt lið í hjólaskautaati hér á Íslandi og þurfum þess vegna að búa til okkar eigin lið eða bíða eftir því að keppa við erlend. En sífellt eru fleiri karlar að bætast í hóp þeirra sem æfa hjólaskautaat. Draumurinn er samt að stofna bæði karlalið og blandað lið innan félagsins,“ segir hún. „Æfingar eru af tvennu tagi, nýliðaæfingar og liðsæfingar. Á meðan fólk er að vinna í skauta- og derby-hæfni stundar það nýliðaæfingar en færist svo upp í liðsæfingar þegar hæfni er til staðar og ef vilji er fyrir hendi. Hvor hópur æfir tvisvar í viku í tvo tíma í senn,“ heldur hún áfram. Júlía segir að hjólaskautaat geti vissulega verið dýr íþrótt. Kostnað- urinn felst í dýrum hjólaskautum og hlífðarbúnaði við hæfi. „Við viljum að sem flestir geti æft hjá Hjólaskautafélaginu. Til að svo geti orðið býður félagið meðlimum upp á langtímaleigu á skautum og búnaði. Það er líka hægt að leigja búnað fyrir stök skipti á opnu gólfi og diskótekum. Allir þurfa samt að koma með eigin hjálm,“ segir hún. Júlía segir stuðning ÍBR hafa skipt sköpum við stofnun félagsins. „Þegar við unnum að því að koma upp húsnæðinu okkar leituðum við til ÍBR til að athuga hvort það vildi styrkja starfsemina okkar, sem það gerði. Það var stór þáttur í því að húsið okkar komst á koppinn. Við erum líka með frábæra styrktaraðila, eins og Lindex og Pepsi Max,“ segir hún. Júlía segir að þótt félagið sé það eina á Íslandi og aðeins fyrir 18 ára og eldri geti allir sem vilji komið í heimsókn og skautað á opnum gólfum um helgar. Mánaðarlega eru svo haldin hjólaskautadiskó. „Allir 18 ára og eldri eru velkomnir á nýliðaæfingu hjá okkur 15. janúar. Nánari upplýsingar um okkur má finna á www.rollerderby.is og Roller Derby Iceland á Facebook,“ segir Júlía að lokum. Texti: Gerða Jóna Ólafsdóttir. Myndir: Hlíðar Berg, Richard Lafortune, Joe Mac og Eyjólfur Garðarsson. Fimmtán í liði Í hjólaskautaati eru tvö fimmtán manna lið sem keppa í nokkrum tveggja mínútna lotum og kallast hver lota djamm (e. jam). Í hverju djammi eru fimm skautarar úr hvoru liði inni á brautinni í einu, djammari og fjórir varnarmenn. Hlutverk djammara er að skora stig en hlutverk varnar- manna er að verjast því að djammari andstæðings komist framhjá varnarmönnunum. Hann þarf líka að hjálpa sínum djammara að komast framhjá andstæðingnum. Í hjólaskautaati er keppt er eftir ströngum reglum og í Hjólaskautafélaginu er keppt eftir reglusetti Women‘s Flat Track Derby Association (WFTDA) eins og langflestar hjólaskautaatsdeildir heims gera, en Hjólaskautafélagið varð fullgildur meðlimur WFTDA snemma árið 2019.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.