Skinfaxi - 01.03.2021, Qupperneq 36
36 S K I N FA X I
R
áðstefna International Sport and
Cultural Association (ISCA) fór fram
í Brussel í Belgíu um miðjan nóvem-
ber og sóttu hana starfsfólk og for-
maður UMFÍ. ISCA eru alþjóðleg samtök
ýmissa grasrótarsamtaka á sviði íþrótta, al-
menningsíþrótta og menningar. UMFÍ hefur
unnið náið með ISCA um árabil. Þátttakendur
ráðstefnunnar komu frá fjölmörgum löndum
beggja vegna Atlantsála. Sérfræðingur WHO
sagði helsta verkefni stjórnvalda landa heims
að gefa fólki kost á fjölbreyttri hreyfingu.
COVID-19, hreyfingarleysi, breytt samskipti
og aðrar afleiðingar heimsfaraldursins voru í
kastljósi fundarins. Áherslan var á tengingu
fólks og félaga, endurbyggingu og aðgerð-
um til að koma öllu á hreyfingu á nýjan leik.
ISCA hafa sjálf ekki farið varhluta af veirufar-
aldrinum, enda hefur hann raskað starfi þeirra
verulega í þau tvö ár sem hann hefur herjað á
heimsbyggðina. Slagorð ráðstefnunnar voru
einkennandi fyrir stöðuna og afleiðingar far-
aldursins. Þau voru: Endurtenging (Recon-
nect) – endurbygging (Rebuild) – endurræs-
ing (Restart).
Mogens Kirkeby, forseti ISCA, sagði eftir-
mál COVID skelfileg. Faraldurinn hefði staðið
í vegi fyrir samneyti fólks og það væri þvert á
það sem íþróttir stæðu fyrir. Nú þyrfti að leggja
allt kapp á að hvetja fólk til að hreyfa sig sam-
an á nýjan leik eftir einveru og aukinn ein-
manaleika síðastliðin tvö ár.
Þetta var gert með hvatningarorðum og
kynningu á ýmsum leiðum fyrir stjórnendur
félagasamtaka til að blása lífi í starfið, auka
samstarf við hagsmunaaðila og búa til nýjar
tengingar, fá hugmyndir að nýrri hreyfingu
og fá fleiri til að hreyfa sig.
Nýtt líf í breyttum heimi
Eftirtektarvert var hversu stór hluti af ráðstef-
nunni var tileinkaður flóttamannavanda í álf-
unni. Ljóst var af efni vinnuhópa og samræð-
um við ráðstefnugesti að vandinn er mun
stærri og umfangsmeiri á meginlandi Evrópu
en hér á landi. Birtingarmynd vandans er ein-
faldlega í mýflugumynd á Íslandi.
Þrátt fyrir á margan hátt ósambærileg
stærðarhlutföll eru vandamálin í hnotskurn
þau sömu, það er að ná til nýrra íbúa og höfða
til þeirra sem vilja verða virkir þátttakendur í
samfélaginu, svo sem með íþróttaiðkun.
Á meðal ráðstefnugesta voru Khalida Popal,
ein af hvatakonum fyrir stofnun kvennalands-
liðs Afganistan í knattspyrnu. Hún flúði reynd-
ar land árið 2011 og hefur síðan þá verið bú-
sett í Danmörku ásamt fleiri knattspyrnukon-
um. Það var lýsandi fyrir vandann að á sama
tíma og Popal stóð á sviði ráðstefnunnar í
Brussel og lýsti lífi sínu sem fótboltakona á
flótta var hópur ungra fótboltakvenna að lenda
í Bretlandi. Konurnar höfðu flúið frá Afganist-
an eftir að talibanar hrifsuðu völdin þar á ný
og aðstoðaði Popal við flutninginn.
Hreyfing er lykill að
betri heilsu
Ráðstefnu ISCA var skipt upp í nokkrar vinnu-
stofur og enn fleiri vinnuhópa þar sem kast-
ljósinu var beint að því hvernig hægt væri að
Fjölga þarf tækifærum til hreyfingar