Úrval - 01.06.1956, Side 13
FÖLKSFJÖLGUNARVANDAMÁLIÐ 1 HEIMINUM
þjóð eins og Indverjar gerir tak-
mörkun fólksfjölgunar að
stefnumáli sínu. En því miður
er árangurinn enn sáralítill og
útlendum athuganda koma mál-
in þannig fyrir sjónir, að fram-
kvæmd stefnunar sé frekar slæ-
leg.
Aðferðum til getnaðarvarna,
sem notaðar eru á Vesturlönd-
um, er erfitt að koma við á Ind-
landi, sumpart vegna kostnað-
ar og sumpart vegna þrengsla
og skorts á hreinlætistækjum á
flestum indverskum heimilum.
Þar við bætast áhrifin frá Gand-
hi. Eins og hann segir sjálfur
frá í ævisögu sinni, bergði.hann
óspart á nautnum kynlífsins
eftir að hann kvæntist. Af óbeit
á þessari nautnasýki sjálfs sín
og öllu því sem hann kallaði
vísindalega efnishyggju, lagðist
hann eindregið gegn notkun
hverskonar getnaðarverja og
mælti hátíðlega með bindindi
sem lausn á fólksfjölgunar-
vandamáli Indlands!
Ákjósanlegasta lausnin væri
uppgötvun þess sem almenning-
ur (sérfræðingum til mikillar
skapraunar) kallar ,,pilluna“ —
ódýrt, meinlaust efni til inn-
töku, sem kæmi í veg fyrir getn-
að meðan hún verkaði, annað-
hvort með því að koma í veg
fyrir egglos eða frjóvgun eggs-
ins. Ýms líkleg efni hafa verið
rannsökuð, þar á meðal nokkur
jurtaefni, sem frumstæðar þjóð-
ir hafa notað. Ekkert þeirra
hefur þó reynzt öruggt. En
þekking vor á æxlun og lífefna-
fræði hefur fleygt svo fram síð-
ustu áratugina, að ég efast ekki
ekki um, að lausnin finnist —-
því fyrr, því meira fé sem lagt
verður af mörkum til slíkra
rannsókna.
Indónesía.
Á Jövu, sem er 130.000 km2
að stærð, eru 50 milljónir manna.
Hún er þéttbýlust allra stóreyja
heimsins, um það bil tvöfalt
þéttbýlli en Bretland. Samt er
Java næstum eingöngu akur-
yrkjuland. Hún er mjögfrjósöm,
en þó er ræktað land aðeins sjötti
hluti úr hektara á hvern íbúa,
og á allmiklum hluta þess eru
ræktaðar útfutningsvörur, svo
að flytja verður inn hrísgrjón.
Fólksfjölgunin er 1,5% á ári.
Lausnin virðist nærtæk: að
flytja fólkið til Borneó og Súm-
atra, sem eru miklu strjálbýlli.
En það er erfitt að fá fólkið
til að flytja og margir land-
nemanna hafa gefizt upp og snú-
ið heim aftur eða setzt að í fá-
tækrahverfum stórborganna á
strönd Súmatra. Sannleikurinn
er sá, að hvorki útflutningur
fólks til nálægra eyja né tækni-
legar og efnalegar framfarir
munu geta séð fyrir nema hluta
af fjölguninni. Takmörkun fæð-
inga verður að koma til, en því
miður bólar ekki á því, að stjóm
landins hafi komið auga á þá
nauðsyn.
Á Bali er þéttbýlið helmingur