Úrval - 01.06.1956, Síða 15
FÓLKSFJÖLGUNARVANDAMÁLIÐ I HEIMINUM
13
enda þótt land þeirra sé við bak-
dyr Asíu. Hin þrjú þéttbýlu
stórlönd Asíu — Indland, Kína
og Japan — hafa áratugum
saman mænt löngunaraugum til
landrýmisins í Ástralíu; ef
möndulveldin hefðu unnið styrj-
öldina, myndu Japanir án efa
hafa stofnað til stórfellds land-
náms í Ástralíu.
En hið mikla landrými ei' að
mestu leyti hillingar með tilliti
til landnáms. Hin óbyggðu svæði
Ástralíu munu um ófyrirsjáan-
legan tíma verða eyður á landa-
kortinu. Þrír f jórðu hlutar Ást-
ralíu eru eyðimörk eða hálfgerð
eyðimörk. Sem stendur eru að-
eins 2,5% af landi Ástralíu
ræktað. Að vísu eru uppi áætl-
anir um miklar áveitufram-
kvæmdir og talið er víst, að
auka megi frjósemi lélegs lands
með því að bæta í jarðveginn
aröldum (trace elements) og
gnægð áburðar. En þeir sem
bjartsýnastir eru telja, að 7,5%
sé hámark þess lands, sem unnt
verði að rækta.
Ástralía er strjálbýl að tvennu
leyti: þar gæti búið fleira fólk
og fólksfjölgun mundi bæta
efnahag landsmanna. Hve mikil
fjölgun er óvíst. Sumir telja, að
í Ástralíu geti búið 50 milljónir
manna, en ég tel 25 til 30 millj-
ónir nær sanni. Og það er minna
en ársfjögun í löndum Asíu. Er
af því ljóst, að landnám í Ástr-
alíu getur aldrei orðið frambúð-
arlausn á fólksfjölgunarvanda-
máli Asíulanda.
Auðliiidir jarðar.
Hér að framan hef ég gert
nokkra grein fyrir fólksfjölgim-
arvandamálum einstakra landa
eins og þau komu mér fyrir
augu á ferð minni um Austur-
lönd. Aðhverfa þeirra er auð-
legð og auðlindir hinna ýmsu
ianda, og ég verð að segja nokk-
ur orð um hinn alvarlega mun,
sem er á neyzlu einstakra þjóða
og heimshluta. Meðaldagsneyzla
Indverja (1590 hitaeiningar) er
helmingi minni en t. d. Banda-
ríkjamanna og íra. Og munur-
inn á forréttindastéttum for-
réttindaþjóðanna og fátækustu
stéttum fátækustu þjóðanna er
auðvitað miklu meiri — næstum
ferfaldur. Þegar vér athugum
aðrar auðlindir, verður munur-
inn enn meiri. Tökum orku-
neyzluna; hún er tvöfalt meiri
á hvern einstakling í Banda-
ríkjunum en Bretlandi og 20
sinnum meiri en á Indlandi.
Bandaríkjamenn nota 80 sinnum
meii'a járn á hvern íbúa en Ind-
verjar og nærri tveimur og hálf.
um sinnum meiri blaðapappír en
Englendingar. Olíunotkun þeirra
er nærri tveir þriðju af olíu-
framleiðslu heimsins.
Þegar staðreyndir eins og
þessar ná að seytla inn í vitund
heimsins, fer ekki hjá því að
þær muni raska samvizkuró
hans. Svona ójöfnuður hlýtur
hverjum manni að finnast óþol-
andi. Forréttindaþjóðirnar eru
byrjaðar að kenna vott sam-
vizkubits. Þessi sektarvitund