Úrval - 01.06.1956, Page 20
18
ÚRVAL
heimilisfangið „Brauer Strasse
17“ á miða og lagði hann inn
í nisti, sem ég ber stundum.
Hann: En hvaða heimilisfang
var þetta?
Hún: Ekkert sérstakt. Það
var bara götunúmer sem mér
datt í hug. Ég hefði eins getað
skrifað Volta Strasse eða
Bemauer Strasse eða einhverja
aðra götu. Það skipti ekki máli.
Mér datt bara fyrst í hug Brau-
er . . . Maðurinn minn fann mið-
ann í nistinu eins og ég hafði
ætlast til. Upp frá þeim degi
var hann gjörbreyttur.
Hann: A hvem hátt?
Hún: Áhugi hans á mér vakn-
aði að nýju. Hann hlustaði af
áhuga á allt sem ég sagði. Þegar
ég fór út vildi hann vita hvert
ég ætlaði. Þegar ég kom heim
vildi hann vita hvert ég hefði
farið. Og ég lét sem mér fynd-
ist þessi áhugi hans eðlilegur.
Ég fylltist sælli gleði að finna
að allar hugsanir hans snerust
nú aftur um mig. Hann byrjaði
að raka sig reglulega, valdi sér
hálsbindi af mikilli vandvirkni,
kom snemma heim af skrifstof-
unni, var þakklátur í hvert
skipti sem einhver uppáhalds-
réttur hans var á borðum
og dáðist að hverjum nyjum
kjól eða kápu, sem ég keypti.
Hann: Allt út af einu heimil-
isfangi sem skrifað var í . . . já,
það er sannarlega auðteymdur
asninn á eyrunum.
Hún: Sagan er ekki búin. Dag
nokkum kom hann seinna heim
en venjulega. Þó að hann væri
brosandi og raulaði fyrir munni
sér og léti sem hann væri í
ágætu skapi var það skráð í
svip hans svo greinilega sem
verða mátti að hann væri að
koma frá Brauer Strasse 17 og
að hann hefði staðið fyrir fram-
an litla gula húsið og grandskoð-
að hvern glugga, fullur heiftar
og afbrýðisemi.
Hann: Nú — húsið var þá
gult?
Hún: Já, en þú þarft ekki að
setja upp neinn hæðnissvip. Ég
vissi vel hvað ég sagði þegar
ég talaði um litinn á húsinu . . .
Jæja, upp frá þessum degi átti
ég eiginmann sem ekkert varð
að fundið. Ég er viss um að
hann fór til hússins í Brauer
Strasse á hverjum degi, en um-
hyggja hans fyrir mér átti sér
engin takmörk, hann færði mér
gjafir og uppfyllti allar óskir
mínar næsturn áður en ég bar
þær fram. Ég var hamingju-
söm Og stundum lét ég hann
borga dýru verði þá meðferð
sem ég hafði áður orðið að þola.
Nú var það ég sem fékk höfuð-
verk.
Hann: Bravó!
Hún: Já, það var í rauninni
vel af sér vikið. Ég er enn í dag
harðánægð með sjálfa mig,
þegar þess er gætt að með 'einu
heimilisfangi tókst mér að
breyta afskiptalausum eigin-
manni í aðdáunarfullan og á-
kafann elskhugá . . . En nú
kemur fáránlegasti þáttur sög-