Úrval - 01.06.1956, Page 20

Úrval - 01.06.1956, Page 20
18 ÚRVAL heimilisfangið „Brauer Strasse 17“ á miða og lagði hann inn í nisti, sem ég ber stundum. Hann: En hvaða heimilisfang var þetta? Hún: Ekkert sérstakt. Það var bara götunúmer sem mér datt í hug. Ég hefði eins getað skrifað Volta Strasse eða Bemauer Strasse eða einhverja aðra götu. Það skipti ekki máli. Mér datt bara fyrst í hug Brau- er . . . Maðurinn minn fann mið- ann í nistinu eins og ég hafði ætlast til. Upp frá þeim degi var hann gjörbreyttur. Hann: A hvem hátt? Hún: Áhugi hans á mér vakn- aði að nýju. Hann hlustaði af áhuga á allt sem ég sagði. Þegar ég fór út vildi hann vita hvert ég ætlaði. Þegar ég kom heim vildi hann vita hvert ég hefði farið. Og ég lét sem mér fynd- ist þessi áhugi hans eðlilegur. Ég fylltist sælli gleði að finna að allar hugsanir hans snerust nú aftur um mig. Hann byrjaði að raka sig reglulega, valdi sér hálsbindi af mikilli vandvirkni, kom snemma heim af skrifstof- unni, var þakklátur í hvert skipti sem einhver uppáhalds- réttur hans var á borðum og dáðist að hverjum nyjum kjól eða kápu, sem ég keypti. Hann: Allt út af einu heimil- isfangi sem skrifað var í . . . já, það er sannarlega auðteymdur asninn á eyrunum. Hún: Sagan er ekki búin. Dag nokkum kom hann seinna heim en venjulega. Þó að hann væri brosandi og raulaði fyrir munni sér og léti sem hann væri í ágætu skapi var það skráð í svip hans svo greinilega sem verða mátti að hann væri að koma frá Brauer Strasse 17 og að hann hefði staðið fyrir fram- an litla gula húsið og grandskoð- að hvern glugga, fullur heiftar og afbrýðisemi. Hann: Nú — húsið var þá gult? Hún: Já, en þú þarft ekki að setja upp neinn hæðnissvip. Ég vissi vel hvað ég sagði þegar ég talaði um litinn á húsinu . . . Jæja, upp frá þessum degi átti ég eiginmann sem ekkert varð að fundið. Ég er viss um að hann fór til hússins í Brauer Strasse á hverjum degi, en um- hyggja hans fyrir mér átti sér engin takmörk, hann færði mér gjafir og uppfyllti allar óskir mínar næsturn áður en ég bar þær fram. Ég var hamingju- söm Og stundum lét ég hann borga dýru verði þá meðferð sem ég hafði áður orðið að þola. Nú var það ég sem fékk höfuð- verk. Hann: Bravó! Hún: Já, það var í rauninni vel af sér vikið. Ég er enn í dag harðánægð með sjálfa mig, þegar þess er gætt að með 'einu heimilisfangi tókst mér að breyta afskiptalausum eigin- manni í aðdáunarfullan og á- kafann elskhugá . . . En nú kemur fáránlegasti þáttur sög-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.