Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 24

Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 24
22 tíRVAL nokkum á stofugangi: „Ég held næstmn að það sé rólegra og vistlegra hér en á venjulegu sjúkrahúsi." Ein sjúkrasaga, sem ekki er neitt einsdæmi, er vel til þess fallin að gefa lesendunum hug- mynd um hverju largactil getur áorkað. Það er saga sjúklings — við skulum kalla hana Maríu — sem kom á geðveikrahælið árið 1931 eða fyrir 25 árum, þá 21 árs. í bernsku var hún dugleg og tápmikil telpa, kann- ski nokkuð dul og feimin, en hún kom sér allsstaðar vel, því að hún var áreiðanleg og vand- virk. Kannski fullvandlát í hrein- lætissökum og fullnostursöm við vinnu sína, svo að stundum gat verið dálítið þreytandi. Þegar hún stálpaðist, fór að bera á önuglyndi og sérvizku hjá henni og undarlegar trúarhugmyndir tóku að ásækja hana. Tvítug komst María í kynni við karlmann. Talað var um gift- ingu og menn töldu að hún mundi nú fá um annað að hugsa. En maðurinn dró sig í hlé — ef til vill hafði hann orðið þreyttur á henni eða kannski var hann reikull í ráði — og nú varð mikil breyting á Maríu. Hún fór að ímynda sér að hún væri ofsótt og illa talað um hana á bak. Að lokum fannst henni að um hreint samsæri gegn sér væri að ræða, án þess þó að hún gæti gert sér grein fyrir hvað ætti að gera henni. Rétt áður en komið var með Maríu á hælið, varð hún alveg rugluð; hún hafði nakin tekið sér stöðu upp við vegg og sagzt vera frels- arinn krossfestur, og varð engu tauti komið við hana. Þegar komið var með hana á hælið, var hún óð, hún braut rúður, hrækti og sparkaði og tætti allt sem hönd á festi, s. s. sængur- ver og lök og virtist hafa á- nægju af því að þyrla kringum sig tætlunum. Það var erfitt að tala við hana og ógerlegt að komast í nokkurt tilf inningasam- band við hana. Sjúkdómurinn var auðgreindur, það var hug- klofnun. Hafði áður orðið vart við samskonar geðbilun í ætt hennar. Stundum varð að mata hana og þrífa að öllu leyti. Með hverju árinu sem leið varð hún erfið- ari. Það varð að spenna hana niður í rúmið með belti og auk þess oft að setja bönd á hend- ur hennar og fætur, þar sem hún var hættuleg sér og öðrum. Að lokum var hún alveg hætt að anza tali, nema stöku sinn- um, þegar hún tvinnaði saman verstu blótsyrði og klúryrði tungunnar. Nauðsynlegt var að vara nýjar hjúkrunarkonur og lækna við að koma of nærri rúminu hennar, ef henni skyldi hafa tekizt að losa annan hand- legginn eða fótinn, því að hún var eldsnör ef því var að skipta. Að minnsta kosti tvær hjúkr- unarkonur urðu svo illa fyrir barðinu á Maríu, að bær voru frá vinnu í marga mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.