Úrval - 01.06.1956, Síða 30
28
ÚRVAL
konunni um ótal farvegi til
þeirra sem þyrstir eru, og hún
fær sjaldan tíma eða næði til
að fylla bikarinn að nýju.
Skyndilega er lindin þrotin:
brunnurinn er tómur. IJr því að
það er hlutverk konunnar að
gefa, verður hún að geta safn-
að'aftur. En hvernig ?
Sérhver maður, sérhver kona
þó fyrst og fremst, ætti einu
sinni á ári, einu sinni í viku,
einu sinni á dag að vera ein.
Hvílík bylting er hér ekki boð-
uð! Og er hún ekki óframkvæm.
anleg? Nútíminn skilur hvorki
þörf konimnar né mannsins á
því að vera ein.
Eigi að síður er það stað-
reynd, að þýðingarmestu stund-
ir lífsins eru þær þegar maður-
inn er einn. Úr sumum lindum
getum vér aðeins ausið þegar
vér erum ein. Listamaðurinn,
sem skapar eitthvað; rithöfund-
urinn, sem mótar hugsunina í
orð; tónskáldið sem semur lag;
sá guðhræddi sem biðst fyrir —■
þeir vita allir, að til þess að
geta þetta verða þeir að vera
einir. En konan þarfnast einver-
unnar til þess að finna hið eigin-
lega ætlunarverk sitt aftur; þá
sterku taug, sem öll mannleg
tengsl eru ofin úr. Hún verður
að geta fundið þá innri ró, sem
Charles Morgan segir að sé ,,sá
þagnarheimur sálarinnar inni í
miðju annríki andans og líkam-
ans, þar sem ríkir alger kyrrð,
líkt og í nöf hjólsins,sem snýst.“
□---□
Fyrsta talvélin.
Eins og allir vita, var það Edison sem fann upp grammó-
fóninn, eða talvélina, eins og hann var í fyrstu kallaöur.
Eitt sinn er Edison var í samkvæmi, hafði hann lítinn frið
fyrir ungri konu, sem sifellt var að spyrja hann og dást að
uppfinningum hans. Meðal annars dáðist hún mjög að talvél-
inni, sem hún taldi hreint kraftaverk. Edison brosti. „Talvélin
mín er nú ekki sú fyrsta sem búin hefur verið til,“ sagði hann.
„Drottinn bjó til talvél löngu á undan mér, en mín hefur þann
kost fram yfir talvél Drottins, að það er hægt að loka fyrir
hana.“ ■— Die Auslese.