Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 31
Sýning á leikritinu „La Bonde“ eftir Arthur
Schnitzler verður aineriskum leikgagnrýn-
uiuia tilefni til hugieiðinga lun —
Kynlíf á leiksviði„
Grein úr „Theatre Arts“,
eftir Maurice Zolotow.
EGAR ég lít til baka yfir
leikárið, held ég að sú leik-
sýning, sem færði mér mesta
ánægju, hafi verið sýningin á
La Ronde*) hinum fræga gam-
anleik austurríska læknisins og
leikritahöfundarins Arthurs
Schnitzler. Hið síkvika líf og
tvíbenta háð textans naut sín
ágætlega í leikstjórn José
Quintreo og leikendurnir voru
allir sem einn innblásnir frönsk-
um joie de vivre — lífsfögnuði,
einkum Betty Miller, sem lék
unga eiginkonu. í fjórða atriði
átti hún stefnumót við ungan
mann, feiminn og taugaóstyrk-
an ungling. 1 fimmta atriði er
lystilegt samspil þessarar sömu
eiginkonu og eiginmanns henn-
ar, þegar hann gaf sér tíma frá
kaupsýsluönnum til að sinna
hjónabandsskyldum sínum. Ung-
frú Miller var töfrandi sem ást-
mey og beiskhæðin sem eigin-
kona. Mestu gullhamrar sem ég
*) Hefur verið kvikmynduð og’
sýnd hér á landi undir nafninu
„Hringekja ástarinnar". Naut mynd-
in mikilla vinsælda hér og mun mörg-
um kunn. -— Þýð.
get slegið henni er að segja, að
mér væri sönn gleði að fá að
njóta hennar í hvoru hlutverk-
inu sem er — ef siðgæði og
smekkur nútímans leggðu bless-
un sína yfir jafnósiðlegt athæfi.
La Ronde er einstætt verk í
öllum leikbókmenntum nútím-
ans. Hún sýnir beint fyrir aug-
um vorum það sem amerísk leik-
rit eru sífellt að gefa í skyn, án
þess að komast nokkurn tíma
að efninu. Vér fáum að heyra
samtöl elskenda áður en holdið
tekur völdin; síðan eru ljósin
slökkt á meðan holdið ræður
ríkjum; og að lokum erum
vér áheyrendur að eftirmælum
ástarleiksins. í því atriði tjá all-
ar persónumar þá hryggð sem
títt gerir vart við sig undir
þessum kringnmstæðum —
nema unglingspilturinn, sem
fyrr er nefndur.
Karl og kona hér í Banda-
ríkjunum, sem eru að því komin
að gefa sig á vald holdsins fýsn-
um, halda að sjálfsögðu ekki
uppi svona langdregnum sam-
ræðum rétt á undan. Okkur
finnst það mesta vandræða-