Úrval - 01.06.1956, Síða 34
32
ÚRVAL
flækjur, sem fylgja því þegar
hjón kenna holdlega þrá hvort
eftir öðru. Spyrjið hann hvort
eins sé ástatt í hjónabandi hans,
og hann mun viðurkenna, að
kynlífið sé öllum erfið raun. Oft
verða erfiðleikarnir og áhyggj-
urnar út af því meiri í hjóna-
bandinu — þegar virðing og ást-
riki blandast lostanum.
Hinn undarlega djúpstæði
munur, sem er á viðhorfi Ame-
ríkumanna. og Suðurevrópubúa
til kynlífsins speglast á ljósan
hátt í tveim leikritum, sem nú
er verið að sýna á Broadway.
Ég á við leikrit Arthur Millers,
A View from the Bridge, og
La guerre de Troie n’aura pas
lieu (Það verður ekkert Tróju-
stríð) eftir franska skáldið Jean
Giraudoux. Þetta eru ekki að-
eins góð leikrit — heldur áhrifa-
mikil listaverk, skrifuð af mik-
illi íþrótt, frábærlega vel leikin
og stjórnað af samúðarfullum
skilningi og ríkri hugkvæmni.
í leikhúsi horfum við allajafna
á það sem fram fer á sviði ut-
an frá, ef svo mætti segja. En
örsjaldan ber það við, að áhorf-
andinn er þátttakandi í þvi sem
fram fer, kennir sjálfur þau geð-
brigði, sem leikendurnir túlka á
sviðinu. Þessi sjaldgæfa nautn
fellur manni í skaut við að horfa
á sýningu tveggja fyrrgreindra
leikrita og fyrir það er ég inni-
lega þakklátur.
A View from the Bridge, er
einþáttungur og sýndur með
öðrum einþáttungi eftir Miller,
A Memory of T.wo Mondays;
verður sá síðari eigi gerður að
umtalsefni hér. Grein þessi f jall-
ar um kynlíf á leiksviði, og það
er ást og kynlíf sem Miller tekur
á mjög áhrifaríkan hátt til með-
ferðar í A View from the Bridge.
Það f jallar um tökubarn og fóst-
urföður þess. Barnið er telpa
og þegar hún þroskast, vekur
hún hjá honum lostafullar til-
finningar, sem jafnframt bland-
ast kvíða. Það er athyglisvert,
að höfundurinn lætur elskhuga
stúlkunnar vera ítalskan, rétt
eins og hann geti ekki hugsað
sér að láta boðbera heilbrigðs,
upprunalegs viðhorfs til kynlífs-
ins vera Ameríkumann. Það eru
aðeins fáeinar setningar um
blíðu og ást í leikritinu, og varla
nokkur um unað kynlífsins. En
um andstyggð þess er farið
mörgum orðum — fósturfaðir-
inn talar um það sem „saurg-
un“, eins og vera ber um sann-
an Ameríkumann. Ást piltsins
og stúlkunnar er saurug, af-
skræmd, sjúkleg. Orð hans við
lögfræðinginn, sem hann leitar
ráða hjá til að reyna að koma
í veg fyrir að þau giftist, eru
svo þungur áfellisdómur, að
mann grunar, að þau eigi sér
djúpan hljómgrunn í tilfinninga-
lífi höfundarins sjálfs.
Skoðuð í þessu Ijósi fá tvö
eldri leikrit Millers, Deiglan og
Sölumaður deyr, nýjan grunn-
tón. Stúlkan, sem í Deiglunni
er sökuð um fordæðuskap, stúlk-
an, sem hetjan, kvæntur maður,