Úrval - 01.06.1956, Qupperneq 48
-16
TJRVAL
sem dró þrjátíu og þríggja ára
gamlan mann til dauða í
Babýlon að kvöldi 13. júní árið
323 f. Kr., og það þarf enga
spádómsgáfu til að segja fyrir
um það, að mannkynssagan
hefði tekið aðra stefnu, ef þess-
um manni hefði auðnast að lifa
20 til 30 árum lengiu’. Maður-
inn var Alexander fr-á Make-
dóníu, sem hlotið hefur nafnið
Alexander mikli.
Alexander var einna af vold-
ugustu drottnunim veraldarinn.
ar og hafa fáir komizt til jafns
við hann. Hann óx svo að segja
upp á mörkum tveggja heima,
og maður veltir gjarnan þeirri
spumingu fyrir sér, hvort hann
hafi verið slíkt mikilmenni
vegna þess, að hann fæddist á
svo hagstæðum tíma, eða hvort
örlögin hafi skapað slíkan snill-
ing á þessum tímamótum, til
þess að hann gæti hrundið þeirri
breytingu i framkvæmd, sem í
aðsigi var. Allar aðstæður stuðl-
uðu að þvi að Alexander yrði
mikilmenni: Faðir hans, Filip-
pus Makedóníukóngur var mikill
þjóðhöfðingi, og einn mesti
spekingur sem uppi hefur verið,
Aristóteles, varð kennari Alex-
anders þegar í æsku.
Alexander fæddist árið 356 f.
Kr. Hann var um tvítugt, þegar
Filippus faðir hans var myrtur,
og honum vom fengin æðstu
völd í hendur. Arfurinn, sem
Alexander tók eftir föður sinn,
var ekkert smáræði. Grikkland
hafði háð frelsisstríð og tapað
þvi. Grikkir höfðu beðið loka-
ósigurinn fyrir Filippusi í or-
ustuimi hjá Kæroneu, en Alex-
ander hafði tekið virkan þátt
í þeirri orustu, enda þótt hann
væri ekki nema 16 ára gamall.
Eftir ósigurinn neyddust Grikk-
ir til að viðurkenna yfirráð
Makedóníu.
Alexander átti við tvö alvar-
leg vandamál að glíma. Gríska
ríkishugmyndin hafði orðið að
lúta í lægra haldi, og samkvæmt
uppeldi og hugsunarhætti Alex-
anders hlaut einvaldsstjórnarfar
að koma í staðinn. Hitt vanda-
málið var að sigra erfðafjendur
Vesturlanda, Persa, ryðja
grískri menningu braut austur
á bóginn og sameina síðan Vest-
urlönd og Austurlönd í eitt vold-
ugt heimsveldi. Alexander hugð-
ist jafnvel innlima Indland í ríki
sitt, en Indland var þá talið
útvörður menningarinnar i
austri.
Alexander hóf sigurför sina
með því að leggja Litlu-Asíu
undir sig á skömmum tima, en
síðan Sýrland og Egyptaland.
Hann reisti borgina Alexandríu,
sem síðar varð miðstöð hinnar
grísk-austurlenzku menningar.
Á næstu árum gersigraði hann
Persa, fór sigursæla herför til
Afghanistan og Norður-Ind-
lands og færði út yfirráðasvæði
sitt alla leið til Indusfljóts.
Síðan heldur Alexander aftui’
vestur á bóginn, til konungs-
borgarinnar Súsa, þar sem hann
á táknrænan hátt gerir fyrstu