Úrval - 01.06.1956, Side 62
Hve mikil eru tónverk meistaranna aö vöxtum?
Grein úr „Wochenpost“,
eftir Ernst Máyerhofer.
AÐ kann ef til vill að virð-
ast næsta andlaus iðja að
dunda við að mæla sköpunar-
verk meistaranna á mælistiku
tölvísinnar, leggja á þau mál-
band skraddarans, ef svo mætti
segja. En stundum leyfist manni
að gera að gamni sínu, og í
krafti þess skulum við leika
okkur að því hér á eftir að finna
út „lífssummu" nokkurra helztu
tónskálda heimsins að svo miklu
leyti sem hún er fólgin í verkum
þeirra. Þessi ,,talnaleikur“ er á
ýmsan hátt gimilegur til fróð-
leiks.
Hér er jafnframt um að ræða
mat og útreikninga, sem eru
að því leyti athyglisverðir, að
þeir sýna okkur hve talnalega
rangar hugmyndir okkar geta
verið þegar við höfum aðeins
fyrir augiun snilligáfu meistar-
anna og mikileik andlegra verka
þeirra. Þar við bætist, að sumir
þeirra virðast hafa verið gæddir
óskiljanlega miklum sköpunar-
mætti, auk þess sem margir
þeirra lifðu nógu lengi til þess
að láta eftir sig að því er virð-
ist endalausan ópus. Þessvegna
verður manni gjarnan sú skyssa
á að ætla, að þurfa mundi drjúg-
an skerf úr lífi manns til að
hlusta á öll verk Mozarts eða
Beethovens einu sinni. Sannleik-
urinn er hinsvegar sá, að miklu
skemmri tíma tekur að „pæla
í gegnum" öll tónverk meistar-
anna heldur en í gegnum heild-
arverk skálda eða rithöfunda.
Eitthvert frjósamasta og af-
kastamesta tónskáld sem uppi
hefur verið var Johann Seb-
astian Bach. Mikill Bach-aðdá-
andi tók sér eitt sinn fyrir hend-
ur að sanna tölulega hve geysi
afkastamikill Bach var með því
að reikna út hve langan tíma
tæki að leika viðstöðulaust öll
hans verk, nótt jafn sem dag.
Því er ekki að leyna, að útkom-
an olli aðdáandanum nokkrum
vonbrigðum: nákvæmlega tutt-
ugu og sjö og hálfan sólarhring
mundi það taka að leika öll
verk Bachs, ef ekkert hlé
yrði gert og fyrirmælum tón-
skáldsins um hraða nákvæm-
lega fylgt. Sem árangur 64 ára
ævistarfs virðist þetta í fljótu
bragði ekki mikið. Til saman-
burðar mældi þessi Bach-að-
dáandi verk Goethe á sama