Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 87
BÓKIN:
LUCIENNE FRÆNKA
EFTIR
ROSE C. FELD
—•—
Bók sú, sem hér birtist nokkuð stytt, er eftir bandaríska blaða-
konu. Hún átti föðurbróður, sem var listmálari, hafði flutzt til
Frakklands, kvænzt franskri konu og setzt að i París. Rúmlega
tvítug tók hún sér ársfrí frá störfum og hélt til Parísar, eins og
þá var tizka meðal ungra Amerikumanna, sem dreymdi um að
gerast rithöfundar. Þar kynntist hún Paul föðurbróður sinum,
Lucienne, konu hans og Pierre einkasyni þeirra. Um þessi kynni
fjallar bókin Lucienne frcenka, og mest þó um Lucienne, eins og
nafnið bendii' til. Lýsing höfundar á þessari frönsku fjölskyldu er
afburðaskýr; lesandinn kynnist henni svo vel, að hann hlýtur að
sjá hana ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sinum, og það eru sannar-
lega ánægjuleg kynni. En jafnframt því að kynnast þessari fjöl-
skyldu fær hann glögga innsýn í hugsunarhátt, lifsviðhorf og skoð-
anir frönsku þjóðarinnar. Þetta er einmitt höfuðkostur bókarinnar:
að kynni okkar af þessari einu fjölskyldu glöggva skilning okkar og
þekkingu á þjóðinni sem hún er hluti af, gegnum hið sérstaka
opnast okkur útsýn yfir hið almenna. Og það fer hér eins og oft
ella, að aukin þekking vekur aukinn skilning og samúð.