Úrval - 01.06.1956, Side 93
LUCIENNE FRÆNKA
91
til Chartres, kvaðst hún vilja koma
með mér, því að ég væri ekki orðin
nógu frísk til að ferðast ein.
Við fórum með lest til Chartres.
Hún sagði fátt meðan við skoðuðum
dómkirkjuna, en þegar komið var
undir kvöld og ég stakk upp á að
við færum inn í veitingahús og feng-
um okkur citt glas af Dubonnet,
féllst hún á það, sagði að ég væri
föl og mundi hafa gott af einum
apératif. Meðan við dreyptum á hin-
um rauða drykk, spurði hún mig
hvort hann væri nokkuð líkur amer-
ískum cocktail. „Ég hef heyrt svo
margt um þessa cocktaila. Mér er
sagt, að þeir séu mjög hressandi.
Úr hverju eru þeir gerðir?“
Eg sagði henni, að það væru til
margar tegundir, og væru engar tvær
eins á bragðið. „Ég skal einhvern-
tíma kaupa handa þér cocktail,“
sagði ég og hún andmælti ekki.
Á leiðinni heim var hún þögul og
hugsandi, en rétt áður en við kom-
um inn í París sagði hún: „Á morg-
un er la Toussaint, kærirðu þig um
að koma með mér í Pére Lacliaise
kirkjugarðinn ? “
Eg komst að því, að la Toussaint
var Allraheilagramessa. Lucienne
sagði mér, að allir góðir Frakkar
færu í kirkjugarðinn á la Toussaint.
Daginn eftir fórum við i strætis-
vagni að hliði gamla kirkjugarðs-
ins og gengum eftir milulöngum,
dimmum stígum með skreyttum leið-
um og grafhýsum á báðar hliðar.
Allsstaðar var kvikt af gestum, sem
gengu á milli raða hinna látnu, stað-
næmdust hér og þar og dáðust að
myndum og blómsveigum úr málmi,
líkt og vegfarendur sem staðnæmast
við búðarglugga. Loks staðnæmdist
Lucienne fyrir framan rauðan, gljá-
fægðan stein úr marmara.
„Sjáðu,“ sagði hún og benti mér
á nafn frænda míns, sem letrað var
á steininn. Undrunaróp mitt féll í
góðan jarðveg, hún lagði höndina á
öxl mér og það var óvæntur trún-
aður í röddinni þegar hún sagði:
„Hann er fallegur, er það ekki ?"
Ég viðurkenndi það, en kvaðst
ekki almennilega skilja hversvegna
nafn frænda míns væri þegar skráð
á steininn.
„Það er ósköp einfalt," sagði hún.
„Maður verður að vera við öllu bú-
inn. Paul keypti grafreitinn í fyrra.
Þannig vildi til, að myndhöggv-
ari, einn af vinum Pauls, komst meÁ
vildarkjörum yfir marmarastein,
sem hann hugðist nota í styttu er
maður hafði beðið hann að gera.
En þegar til kom, vildi maðurinn
heldur hvitan marmara, og þar sem
myndhöggvarinn hafði nú ekkert að
gera við rauða steininn, bauð hann
Paul steininn fyrir sama verð og
hann fékk hann. Það voru kosta-
kjör.“ Hún horfði aðdáunaraugum á
steininn og áletrunina og bætti svo
við glaðlega: „Það geta legið fjórir
undir þessum steini."
„Fjórir?" endurtók ég og leit á
mjóan grafreitinn.
„Já, fjórir," sagði hún. „Hver ofan
á öðrum. Það er mjög erfitt að fá
grafreiti hér, og því verðum við að
hafa það svona. Þið dreifið þeim
sjálfsagt í Ameríku?"
Ég kinkaði kolli og blygðaðist mín:
fyrir eyðslusemi okkar.