Úrval - 01.06.1956, Page 94
ÚRVAL
$2
ÞaS var orðið áliðið þegar við
Jcomum úr kirkjugarðinum og með
nýleg veikindi mín sem afsökun
stakk ég upp á þvi að við fengjum
okkur apéritif. Ég fór með hana á
veitingahús, sem seldi ameríska
drvkki og spurði hana hvort hún
vildi cocktail.
„Hvaða tegund?" spurði hún. ,,Þú
sagðir mér að það væru til marg-
ar tegundir."
„Hverja sem þú vilt," sagði ég og
lýsti samsetningu þeirra, sem ég
þekkti bezt. Hún valdi Side Car, af
því að tvær tegundir í honum voru
frönsk vín. Við fyrsta sopann færðist
undrunarsvipur yfir andlit hennar.
„Þetta er eins og barnadrykkur,"
sagði hún. „Það er gott á bragðið
en ekki mjög sterkt." Hún saup aft-
ur á. „Þetta er fyrirtak." Hún brosti.
„Ég hef heyrt að Ameríkumenn verði
ölvaðir af cocktail. Skrítið."
Bg þekkti áhrifin af Side Car og
hvatti hana til að borða ólifur með,
en hún var alltaf að tala um hvað
þetta væri merkilega mildur og á-
hrifalítill drykkur. Þegar hún var
ÍDúin úr glasinu, spurði ég hana fyr-
ir kurteisissakir hvort hún vildi
meira og hún sagði já. Hún var
komin niður i hálft síðara glasið
þegar ég sá, að áhrifin voru farin
að segja til sin. Siáöldrin i augum
hennar urðu stór og tindrandi og
bros hennar tendraðist hlýju og
vináttu.
„Segðu mér, ma petite/‘ sagði hún
og ávarpaði mig í fyrsta skipti með
þessu gæluorði, „fannst þér fjöl-
skyldugrafreiturinn fallegur ?“
Ég lýsti aðdáun minni með öllum
þeim frönsku lýsingarorðum, sem ég
kunni og hún kinkaði ánægð kolli.
,,Þú veizt það ekki," sagði hún,
„en þegar þú varst sem veikust,
hvarflaði að okkur, að ef þú dæir
mundir þú verða fyrst til að hvíla
þar."
Ég gat engu orði komið upp fyrir
undrun.
„Jú," sagði hún. „Okkur frænda
þínum þykir orðið mjög vænt um
þig. Það er rúm fyrir fjóra í graf-
reitnum og við erum ekki nema þrjú,
Paul, Pierre og ég. Við hugsuðiun
oft hvað yrði um fjórða legstaðinn.
Við héldum fjölskylduráðstefnu og
komumst að þeirri niðurstöðu, að
okkur þætti nógu vænt um þig til
þess að vilja hafa þig hjá okkur
alla tíð."
Ég' þakkaði henni með hrærðum
hug, en hún vildi ekki hlusta á mig
og beit í ólífu til að leyna geðs-
hræringu sinni. „Hann er ekki eins
ónýtur og ég hclt, þessi cocktail,“
sagði hún. Við brostum hvor til ann-
arrar og það var ástúð, og skiln-
ingur í því brosi.
Þegar hún hafði lokið við síðustu
ólífuna, gaf hún til kynna að hún
vildi fara. Þó að hún gengi örugg-
um, virðulegum skrefum til dyranna,
tók ég undir handlegg hennar og
þrýsti hann innilega. Hti stóð leigu-
bíll og ég kallaði til hans.
„Þetta er crise,“ sagði ég og
minntist orða hennar um leigubíl&'.
Oui, uia petite, c‘est une crise
sagði hún um leið og hún settist við
hlið mér. Það dillaði í henni hlát-
urinn. „C‘est une crise américaine.“