Úrval - 01.06.1956, Qupperneq 97
LUCIENNE FRÆNKA
95
■og þurrkaði augnn. „Fyrirgefðu geðs-
hræringu mína, en nú kem ég að
hinni hræðilegu stund. Pierre hafði
verið venju fremur kátur þetta kvöld
og við Paul vorum mjög ánægð,
héldum, að hann væri nú loks búinn
að sigrast á sorg sinni. Hann bauö
okkur báðum góða nótt með kossi
og fór síðan upp í herbergið sitt.
Fáum mínútum síðar heyrðum við
skot og óp. Ég þakka guði fyrir, að
við vorum svona nærri. Skotið geig-
aði, en hann hefði kannski reynt
aftur, ef Paul hefði ekki tekið rjúk-
andi skammbyssuna úr hendi hans.
Hár hans var sviðið, en kúlan hafði
lent í veggnum fyrir aftan hann.
í>etta var sannkallað kraftaverk."
Hún bar aftur vasaklútinn upp að
augunum. „Við kölluðum á lækni,
kunningja okkar, sem skoðaði Pierre
og fann brunaskeinu í hársverðinum.
Hann rakaði hárið kringum hana og
batt um. Til þess að sefa taugar
hans gaf hann honum svefnlyf og
sagði okkur að láta hann liggja í
rúminu nokkra daga. Við báðum
lækninn að halda þessu leyndu og
hann hét því. En skaðinn var til
allrar óhamingju þegar skeður. Eða
kannski varð það til góðs. Vegir
guðs eru órannsakanlegir."
Ég þagði og beið þess að heyra
hverjir hefðu verið vegir guðs í þetta
skipti.
„Pierre," hélt hún áfram eftir
nokkra þögn, „hafði skrifað einum
vini sínum kveðjubréf og sagt hon-
um, að hann ætlaði að stytta sér
aldur. Þegar hann kom ekki í skól-
ann daginn eftir, komst allur bekk-
urinn I uppnám. Nokkrir stúdentar
stukku úr kennslustund og komu
rakleitt hingað. Þeir fundu Pierre
í rúminu, fölan og máttvana, með
reifað höfuð. Þú mátt trúa, að þetta
hafði sín áhrif. Málið var nú ekki
lengur aðhlátursefni í augum stú-
dentanna. Það var harmleikui' um
mann, sem hafði reynt að svifta sig
lífi út af ást til konu. Þegar Pierre
kom í skólann aftur með alpahúfu
til þess að hylja sárið, var honum
tekið sem hetju, er risið hafði upp
úr gröf sinni."
„Hann hefur líklega notið þess,"
sagði ég, með hálfum hug þó.
Lucienne firtist ekki við orð mtn.
„Það er trúlegt," samsinnti hún.
„En ef þú skilur hve mjög honum
sárnaði skop þeirra, þá muntu skilja
hve miklu það skipti fyrir hann að
fá þannig uppreisn æru sinnar. Hér
er það sem mér finnst Paul sýna
ósanngimi. Hann segir að nú sé kom-
inn tími til að Pierre hætti að leika
þétta harmsögulega hlutverk sitt og
taki af alvöru til við námið."
„Hefur hann vanrækt námið?"
„Nei," sagði Lucienne og það gætti
stolts í röddinni. „Hann Pierre okk-
ar er ekki allur þar sem hann er
séður. Hann er rómantískur, en hann
er jafnframt mjög raunsær og met-
orðagjam. Hann lætur ekki tilfinn-
ingamar stjórna gerðum sinum nema
að vissu marki. Hann er hreykinn
af frama sínum í skólanum og von-
ast til að eiga framtíð fyrir sér
í diplomatíinu þegar hann hefur tek-
ið doktorspróf sitt í lögum. Hann
kemst áfram, það er ég viss um.
Hann er fluggreindur og séður.
Frakkland þarf á slíkum mönnum að