Úrval - 01.06.1956, Page 107

Úrval - 01.06.1956, Page 107
LUCIENNE FRÆNKA 105 föður sinn og tengdaföður sem fræg- an málara, eða að leiða til borðs hjá sér mann sem hefur eytt ævinni við að leggja saman tölur í vínbúð. Ég er ekki snobb, eins og þú veizt, en ég skil þetta. Það er sómi að því að vera ekkja Pauls, en að vera kona Monsieur Vidére . .. .“ Hún lauk ekki við setninguna. „Eigi að síður,“ bætti hún við eftir stundar umhugs- un, „er ég þessum manni þakklát, því að hann hefur gert mér greiða sem ég get aldrei endurgoldið. Ég held,“ sagði hún og teygði sig eftir flöskunni, „að við ættum að skála fyrir honum." Heimboð til Ameriku. Áður en ég hélt heim eftir meira en ársdvöl í Frakklandi, var ég eina viku hjá Lucienne. Við eyddum tím- anum mikið i að rifja upp gamlar endurminningar og bollaleggja um framtíðina. Við skemmtum okkur vel og hlógum oft dátt að ýmsum spaugiiegum atvikum, sem á daga okkar höfðu drifið. En þegar við ræddum um framtíðina, bar skugga á sem hvorug okkar gat máð burt. Allar líkur bentu til að við myndum ekki sjást framar. Þessi vitneskja hvildi á okkur eins og mara, hvernig sem við reyndum að varpa henni af okkur. Vináttumerkin, sem hún sýndi mér þessa daga, snertu mig djúpt. Fyrsta morguninn eftir komu mína fann ég við diskinn minn tvær skó- sylgjur úr silfri, sem skreytt höfðu fætur hennar fyrir fimmtíu árum. Annan daginn fann ég blævæng úr silki, sem hún hafði borið i óperunni; þriðja daginn smellta púðurdós. Þeg- ar ég fann fjórða daginn lítil út- saumskæri úr gulli, andmælti ég þessari hóflausu gjafmildi. En hún vísaði andmælum minum á bug á- sakandi og óþolinmóð. „Má ég ekki gera það sem veitir mér ánægju?" spurði hún ólundarleg. „Ætlarðu að neita mér um það?“ Svo breytti hún um svip. „Taktu við þessum hlutum með sama hug og þeir eru gefnir. Þeir eru minnisgripir úr lífi okkar Pauls frænda þíns. Hver ann- ar en þú getur metið þá að verðleik- um ? 1 augum Súsönnu eru þeir ekki annað en minjagripir gamallar, tilfinningasamrar konu. Og henni kynni jafnvel að finnast það hlægi- legt ef ég færi að arfleiða dóttur hennar að þeim. Nei, ma petite, þú átt að fá þá. Líklega væri réttast að ég losaði mig við ýmislegt fleira. Kannski verður ekki langt þangað til ég verð að láta undan Pierre og Súsönnu og fara á þetta maison de retraite „Er það svo hræðileg tilhugsun?" spurði ég. „Margir myndu kjósa að fá að eyða síðustu árum ævinnar f slíku heimili." „Ég vildi heldur deyja," sagði hún lágt, næstum hvíslandi, og hjálpar- leysið, hin nakta örvænting, sem skein úr augum hennar, var meira en ég gat afborið. „Lucienne frænka,“ sagði ég, „mundirðu vilja koma til Ameríku og eiga heima hjá mér?“ Mér hafði aldrei flogið þetta í hug fyrr, en eftir að ég hafði nú sagt það, fannst mér hugmyndin ágæt. Vantrú, ráðleysi, tilhlökkun — allar þessar andstæðu tilfinningar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.