Úrval - 01.06.1956, Qupperneq 110

Úrval - 01.06.1956, Qupperneq 110
108 ÚRVAL hún og sneri sér að Lucienne, ,,að þú mundir sakna þessara heimsókna á hverjum morgni? Og hvað mund- irðu gera við tímann?" ,,Ég mundi finna mér eitthvað til dundurs," sagði Lucienne. „Ég gæti saumað, lesið eða hlustað á útvarp." „TJtvarp á framandi tungu," sagði frú Chatelaine. „Þú mundir ekki skilja orð. Hefurðu hugleitt það ?“ Hún sneri sér að mér. „Pyrirgefið, mademoiselle, að við tölum svona hreint út úr pokanum, en þetta er al- varlegt skref fyrir frænku yðar og hún má ekki flana að neinu. Við kunnum vel að meta þá höfðingslund yðar að bjóða frænku yðar að búa hjá yður, en sem vinir hennar verðum við fyrst og fremst að hafa hamingju hennar í huga. Þess ber að gæta, að hún er farin að reskjast og það er erfitt fyrir manneskju á hennar aldri að byrja nýtt líf í öðru landi." „Vissulega," samsinnti ég. Prú Dubois kom fram með fleiri mótbárur. „Málið er atriði sem þú verður að taka til alvarlegrar íhug- unar. Það snertir andlega velferð þina. Það verður enginn prestur, sem þú getur talað við á móðurmáli þínu. Hvernig ætlarðu að hlýða á messu?" Hún sneri sér að mér. „Eða er kannski frahskur prestur í bænum sem þér eigið heima í, mademoi- selle ?“ „Nei, madavie, það held ég áreið- anlega ekki," sagði ég. „Þarna sérðu," sagði hún sigri- hrósandi við Lucienne. „Og svo er annað. Þú hefur alltaf sagt, að þú vildir láta grafa þig í Pére Lachaise í París hjá manninum þínum sáluga. Þú getur ekki ætlazt til að frænka þín fari að senda lík þitt til Prakk- lands þegar þú ert dáin." „Við skulum ekki tala um dauð- ann,“ sagði frú Martin hvatlega. „Það er annað mikilvægara þessa stundina. Skoðun mín er, ef mér leyfist að láta hana í ljós, að það væri mjög misráðið af þér að yfir- gefa okkur. Þú mundir vissulega njóta margra veraldlegra þæginda, en hjarta þitt mundi vera fullt af söknuði." „Ef skoðanir okkar og ráð skipta þig einhverju máli," sagði frú Du- bois að lokum, „þá held ég megi hiklaust segja, að við erum allar á móti þessari ráðagerð." Hún leit á vinkonur sínar. „Er það ekki rétt?" Þær kinkuðu kolli. Lucienne leit á þær og hiýtt augnaráð hennar stað- næmdist við hverja um sig. Svo sneri hún sér að mér. „Þú hefur nú heyrt álit þeirra, væna mín," sagði hún og það va.r angurbliða í röddinni. „1 stundar- hrifningu gleymdum við að hug- leiða þessi smáatriði, sem þó skipta svo miklu máli. Við megum ekki rasa um ráð fram. En hvað sem öllu líð- ur,“ bætti hún við og leit með stoltu brosi yfir hópinn við borðið, „þá býðst manni ekki svona tækifæri á hverjum degi." „Nei, það segirðu satt," samsinntu hinar hátíðlega. Við sátum klukkutíma enn og ræddum vandamálið, sem ekki var nú lengur neitt vandamál. Það fór ekki framhjá mér, að Lucienne naut i ríkum mæli þess sem fram fór, því að í hvert skipti sem áhuginn á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.