Úrval - 01.06.1956, Side 114
112
ÚRVAL
þín það fram einungis vegna þess,
að hún heldur að það sé betra fyrir
mig' en að fara á maison de retraite.“
„En það er löngu útrætt mál,“
sagði hann æstur. „Við höfum fall-
izt á að þú verðir kyrr þar sem
þú ert."
„Já,“ sagði Lucienne og leit fast
á hann. „Þú féllst á það af því að
ég lét koma krók á móti bragði.
Ég hótaði að giftast eignalausum
öldungi, ef þú héldir fast við kröfu
þina að ég færi á þetta heimili."
Eg sá, að Pierre bjóst til að segja
eitthvað, en hún þaggaði niður í hon-
um með því að lyfta hendinni. Það
var virðuleiki og festa í rödd hennar
þegar hún hélt áfram. „Hlustaðu nú
á, Pierre, og þú líka, Súsanna. Ég
á ykkur báðum mikla þakkarskuld
að gjalda. Ég hef frá upphafi vitað,
að pabbi ykkar lét ekkert eftir sig,
og að hver eyrir sem ég hef eytt er
frá ykkur kominn. Ég veit að ef
þið viljið, getið þið neytt mig til
að yfirgefa heimili mitt. Ég gæti
nú sagt, að ef til þess kæmi, mundi
ég biðja frænku þína að taka mig
á heimili sitt, en ég ætla ekki að
segja það, af því að ég fer aldrei
til Ameríku." Rödd hennar brast lít-
ið eitt. „Eli bien, mes petites,“ sagði
hún að lokum, „nú hafið þið öll spil-
in á hendinni."
Það varð dauðaþögn eftir þessi orð
Lucienne. Svo heyrði ég stól ýtt til
og sá í gegnum tármistruð augun
hvar Pierre gekk til móður sinnar.
Undurblítt lyfti hann andliti hennar
og kyssti hana á báðar kinnar.
„Elsku mamma," sagði hann lágt.
„Chére petite mamma." Og svo bætti
hann við með áhrifaríkum tilburð-
um, sem hann hafði tekið í arf frá
móður sinni: ,,Ég sver þér, og kalla
guð og Rose til vitnis, að við skul-
um aldrei svo mikið sem minnast á
þetta maison de retraite. Þú skalt fá
að vera þar sem þú ert þangað til
þú deyrð!"
Súsanna, sem hafði verið að snýta.
sér í laumi, kinkaði kolli til sam-
þykkis.
„Skál fyrir mömmu," sagði hann.
„Megi hún lifa glöð og ánægð í
mörg ár enn!" Það brá fyrir bliki
í augum hans um leið og hann setti
glasið sitt niður.
„Og nú ætla ég að gera játningu,
mamma," sagði hann. „Þegar ég fór
að hugsa nánar um þetta uppátæki
þitt að giftast, fann ég á mér að
það var ekki annað en herbragð hjá
þér. Ég sagði Súsönnu frá þessu
hugboði mínu, en hún vildi ekki trúa
því. Hún þekkir þig ekki eins vel
og ég.“ Móðir og sonur sendu hvort
öðru íbyggið, ástúðlegt augnatillit.
„En segðu mér, mamma," hélt
hann áfram, „hvað hefðirðu gert, ef
ég hefði samþykkt giftingu þína?"
Lucienne hló, og það var öryggi
og fögnuður í hlátrinum. „Góði
minn," sagði hún, „ég hefði sótt
lækni og sent þig rakleitt til Cha-
renton. Þangað," bætti hún við til
skýringar fyrir mig, „sendum við þá,
sem ekki eru alveg með öllum
mjalla."
0-0-0