Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 10
m
Þýddar skáldsögur
BARATTAN
VIÐ HEIMSDROTTNA
MYRKURSINS
Frank E. Peretti
ASTIN
KEMUR
JANETTE OKE
BARÁTTAN VIÐ
HEIMSDROTTNA MYRKURSINS
Frank E. Peretti
Æsispennandi saga um átök í há-
skólabænum Ashton. Þar eigast
við samtök sem stefna að heims-
yfirráðum, ritstjóri bæjarblaðsins
og prestur. En ósýnilegir mönnum
búast englar og árar, andlegir
meistarar og hershöfðingjar undir
hrikalega lokaorrustu um yfirráðin í
Ashton. Mögnuð atburðarás, sem
veitir innsýn í hið dulda.
422 blaðsíður.
Fíladelfía - Forlag.
Verð: 2680 kr.
ÁSTIN KEMUR
Janette Oke
Marta er nítján ára, nýgift og lífs-
glöð. Hún flyst ásamt manni sínum
á landnemaslóðir. Á einum degi
hrynja allir draumarnir, hún verður
ekkja og er knúin til að giftast ein-
stæðum föður. í hrjúfu umhverfi
villta vestursins gerist rómantísk
og heillandi saga, sem heldur
óskiptri athygli lesandans.
204 blaðsíður.
Fíladelfía - Forlag.
Kilja: 1290 kr.
PELLI SIGURSÆLI II
- Unglingsár
Martin Andersen Nexo
í öðru bindi hins mikla skáldverks
síns um Pella sigursæla segir höf-
undurinn frá unglingsárum drengs-
ins. Pelli hefur hleypt heimdragan-
um, er floginn úr hreiðrinu hjá
Lassapabba í fjósinu á stórbýlinu
Steinagerði. Heimurinn er ekki
auðsigraður. Pelli fer í skósmíða-
nám og kemst að raun um að
skepnuskapur mannanna bitnar á
mörgum og ekki síst saklausum
sveitadreng.
246 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 2790 kr.
HERSVEIT HINNA FORDÆMDU
Sven Hassel
Þetta er frægasta bók Sven Hass-
el. Hún fjallar um þýska hermenn
sem teknir voru úr fangelsum í
Þýskalandi og sendir til bardaga-
svæðanna og beint í fremstu víg-
línu. Öllum var sama um þá. En
þrátt fyrir að þeir hefðu ekki verið
til fyrirmyndar á friðartímum þá
höfðu þeir sál og þeir höfðu lang-
anir. Þeir ætluðu ekki að drepast
án þess að berjast til síðasta blóð-
dropa.
280 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 1890 kr.
VÖKULT ER VARGSAUGAÐ
Mary Higgins Clark
Mary Higgins Clark er ótvírætt
einn helstu spennusagnahöfundur
nútímans. Hún velur sér að yrkis-
efni þá afþrigðilegu. Útkoman er
ógnvekjandi, ritsnilldin slík að les-
andanum er haldið föngnum allt til
síðasta orðs. Allar bækur höfund-
arins hafa orðið metsölubækur.
194 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 1890 kr.
DAUÐINN
Á PRESTSSETRINU
Höfundur sem á 500 milljónir aðdáenda
DAUÐINN Á PRESTSSETRINU
Agata Christie
Höfuðsmaðurinn var dauður. Á því
lék enginn vafi. Þarna var hann í
öllu sínu veldi. Hann lá þvert yfir
skrifborðið í andstyggilega óeðli-
legri stellingu. Ég herti upp hug-
ann og gekk til hans. Ég lyfti upp
ískaldri hendi hans, hún féll mátt-
laus niður. Stóra vandamálið var,
að fáeinum stundum áður hafði ég
sagt. „Sá sem drepur höfuðs-
manninn, gerir heiminum stóran
greiða.“ Einhver hafði gert það - á
skrifstofunni minni.
240 blaðsíður.
Skjaidborg hf.
Verð: 1890 kr.
BLÓÐBRÚÐKAUP
Yann Queffélec
Spennandi og tilfinningaþrungið
listaverk um ungan dreng - óvel-
komið líf sem kviknar í kviði þrett-
án ára móður. Fyrstu ár ævinnar
er hann geymdur uppi á háalofti
svo ekki falli blettur á heiður fjöl-
skyldunnar. Síðan hefst hraksaga
hans um heiminn - saga um bar-
áttu barns gegn fordómum og fá-
fræði. Sagan hefur hlotið frægustu
bókmenntaverðlaun Frakka - Gon-
court-verðlaunin. Guðrún Finnboga-
dóttir þýddi.
302 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 1980 kr.
Kilja: 990 kr.
MARTA QUEST
Doris Lessing
Ein frægasta skáldsaga Doris
Lessing og fyrsta bókin í sagna-
bálki hennar um Mörtu, uppreisn-
argjarna sveitastúlku af breskum
ættum í Afríku. Hún tvístígur á
mörkum bernsku og þroska og á
sér drauma um réttlátara samfélag
og frelsi hinnar fullorðnu konu.
Mögnuð þroskasaga sem byggir
að miklu leyti á lífi skáldkonunnar
- þetta er saga nútímakonu í átök-
um við samvisku sína og samtíð.
Birgir Sigurðsson þýddi.
352 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 1980 kr.
Kilja: 990 kr.