Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 10
m Þýddar skáldsögur BARATTAN VIÐ HEIMSDROTTNA MYRKURSINS Frank E. Peretti ASTIN KEMUR JANETTE OKE BARÁTTAN VIÐ HEIMSDROTTNA MYRKURSINS Frank E. Peretti Æsispennandi saga um átök í há- skólabænum Ashton. Þar eigast við samtök sem stefna að heims- yfirráðum, ritstjóri bæjarblaðsins og prestur. En ósýnilegir mönnum búast englar og árar, andlegir meistarar og hershöfðingjar undir hrikalega lokaorrustu um yfirráðin í Ashton. Mögnuð atburðarás, sem veitir innsýn í hið dulda. 422 blaðsíður. Fíladelfía - Forlag. Verð: 2680 kr. ÁSTIN KEMUR Janette Oke Marta er nítján ára, nýgift og lífs- glöð. Hún flyst ásamt manni sínum á landnemaslóðir. Á einum degi hrynja allir draumarnir, hún verður ekkja og er knúin til að giftast ein- stæðum föður. í hrjúfu umhverfi villta vestursins gerist rómantísk og heillandi saga, sem heldur óskiptri athygli lesandans. 204 blaðsíður. Fíladelfía - Forlag. Kilja: 1290 kr. PELLI SIGURSÆLI II - Unglingsár Martin Andersen Nexo í öðru bindi hins mikla skáldverks síns um Pella sigursæla segir höf- undurinn frá unglingsárum drengs- ins. Pelli hefur hleypt heimdragan- um, er floginn úr hreiðrinu hjá Lassapabba í fjósinu á stórbýlinu Steinagerði. Heimurinn er ekki auðsigraður. Pelli fer í skósmíða- nám og kemst að raun um að skepnuskapur mannanna bitnar á mörgum og ekki síst saklausum sveitadreng. 246 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2790 kr. HERSVEIT HINNA FORDÆMDU Sven Hassel Þetta er frægasta bók Sven Hass- el. Hún fjallar um þýska hermenn sem teknir voru úr fangelsum í Þýskalandi og sendir til bardaga- svæðanna og beint í fremstu víg- línu. Öllum var sama um þá. En þrátt fyrir að þeir hefðu ekki verið til fyrirmyndar á friðartímum þá höfðu þeir sál og þeir höfðu lang- anir. Þeir ætluðu ekki að drepast án þess að berjast til síðasta blóð- dropa. 280 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1890 kr. VÖKULT ER VARGSAUGAÐ Mary Higgins Clark Mary Higgins Clark er ótvírætt einn helstu spennusagnahöfundur nútímans. Hún velur sér að yrkis- efni þá afþrigðilegu. Útkoman er ógnvekjandi, ritsnilldin slík að les- andanum er haldið föngnum allt til síðasta orðs. Allar bækur höfund- arins hafa orðið metsölubækur. 194 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1890 kr. DAUÐINN Á PRESTSSETRINU Höfundur sem á 500 milljónir aðdáenda DAUÐINN Á PRESTSSETRINU Agata Christie Höfuðsmaðurinn var dauður. Á því lék enginn vafi. Þarna var hann í öllu sínu veldi. Hann lá þvert yfir skrifborðið í andstyggilega óeðli- legri stellingu. Ég herti upp hug- ann og gekk til hans. Ég lyfti upp ískaldri hendi hans, hún féll mátt- laus niður. Stóra vandamálið var, að fáeinum stundum áður hafði ég sagt. „Sá sem drepur höfuðs- manninn, gerir heiminum stóran greiða.“ Einhver hafði gert það - á skrifstofunni minni. 240 blaðsíður. Skjaidborg hf. Verð: 1890 kr. BLÓÐBRÚÐKAUP Yann Queffélec Spennandi og tilfinningaþrungið listaverk um ungan dreng - óvel- komið líf sem kviknar í kviði þrett- án ára móður. Fyrstu ár ævinnar er hann geymdur uppi á háalofti svo ekki falli blettur á heiður fjöl- skyldunnar. Síðan hefst hraksaga hans um heiminn - saga um bar- áttu barns gegn fordómum og fá- fræði. Sagan hefur hlotið frægustu bókmenntaverðlaun Frakka - Gon- court-verðlaunin. Guðrún Finnboga- dóttir þýddi. 302 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1980 kr. Kilja: 990 kr. MARTA QUEST Doris Lessing Ein frægasta skáldsaga Doris Lessing og fyrsta bókin í sagna- bálki hennar um Mörtu, uppreisn- argjarna sveitastúlku af breskum ættum í Afríku. Hún tvístígur á mörkum bernsku og þroska og á sér drauma um réttlátara samfélag og frelsi hinnar fullorðnu konu. Mögnuð þroskasaga sem byggir að miklu leyti á lífi skáldkonunnar - þetta er saga nútímakonu í átök- um við samvisku sína og samtíð. Birgir Sigurðsson þýddi. 352 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1980 kr. Kilja: 990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.