Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 8
R
Pýddar skáldsögur
ÞJÓFURINN
Göran Tunström
Þýðandi: Þórarinn Eldjárn
Þessi áhrifamikla saga eftir höfund
Jólaóratoríunnar fjallar um stuld á
Silfurbiblíunni í Uppsölum, en þó
einkum um furðulegt lífshlaup
þrettánda barns Friðriks og ídu úr
kumbaldanum í sænska bænum
Sunne, afstyrmisins Jóhanns, og
ást hans á Heiðveigu frænku sinni.
Leikurinn berst frá örbirgðinni í
Sunne á 6. áratugnum suður á
Ítalíu á 6. öld þar sem Jóhann
lendir í ótrúlegustu ævintýrum.
330 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2980 kr.
ÓDAUÐLEIKINN
Milan Kundera
Þýðandi: Friðrik Rafnsson
Splunkuný skáldsaga eftir höfund
Óbærilegs léttleika tilverunnar.
Bókin er byggð á mörgum ástar-
þríhyrningum og valsað er fram og
aftur um evrópska sögu. Sem fyrr
er það aðalsmerki höfundar að
tengja fjörlega frásögn við djúpar
hugleiðingar um ástina, dauðann
og ódauðleikann - mannlegt hlut-
skipti sem hann sér oft speglast í
óvæntum hlutum.
315 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2980 kr.
DREYRAHIMINN
Herbjörg Wassmo
Þýðandi: Hannes Sigfússon
Sjálfstætt framhald bókanna Húsið
með blindu glersvölunum og Þögla
herbergið, síðasta bókin í sagna-
bálkinum um Þóru sem færði höf-
undinum bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1987. Þóra
er orðin unglingsstúlka og setur
fyrri reynsla mark á hana, þótt allt
sýnist með felldu á ytra borði.
Brátt verður sálarstríðið henni um
megn og uppátæki hennar gerast
æ undarlegri.
215 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2980 kr.
GRÍSKIR HARMLEIKIR
Þýðandi: Helgi Hálfdanarson
í þessari bók er að finna snilldar-
þýðingar Helga Hálfdanarsonar á
öllum forn-grískum harmleikjum
sem varðveist hafa. Leikverk
þeirra Æskilosar, Sófóklesar og
Evripídesar eru klassísk, lesin enn
og sett á svið um allan heim. Til-
færðar eru helstu sagnir sem höf-
undarnir byggðu á í eftirmála. Þar
er jafnframt skrá yfir manna- og
staðanöfn með stuttum skýringum.
Stórbók, einnig fáanleg í öskju.
1198 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 4980 kr.
í öskju: 5980 kr.
KARAMAZOVBRÆÐURNIR I
Fjodor Dostojevskí
Þýðandi: Ingibjörg
Haraldsdóttir
Þetta er síðasta og mesta skáld-
saga Dostojevskí og jafnframt eitt
frægasta skáldverk allra tíma.
Sagan spinnst í kringum gamla
saurlífissegginn Fjodor Karamazov
og syni hans þrjá. Mögnuð saga um
afbrýði, hatur og morð, kærleika,
bróðurþel og ást og í heild tekst
verkið á við stærstu spurningar
mannlegrar tilveru. Ingibjörg hefur
fyrir löngu getið sér orð fyrir frábær-
ar þýðingar sínar úr rússnesku.
358 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2980 kr.
NINA BERBEROVA
UNDIRLEIKARINN
UNDIRLEIKARINN
Nína Berberova
Þýðandi: Árni Bergmann
Aðalpersónan í þessari sögu,
Sonja, er fædd utan hjónabands
og flytur til Pétursborgar meö
móður sinni á árum russnesku
byltingarinnar. Hún fetar i fótspor
móðurinnar og gerist píanóleikari
og fer að leika undir hjá frægri
söngkonu. Sonja lifir sig inn í
einkalíf stjörnunnar og þráir að
leika stærra hlutverk í lífinu en hún
gerir - en allt kemur fyrir ekki.
Bókin er í nýrri ritröð öndvegisbók-
mennta í kiljubroti, Syrtlum.
85 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1880 kr.
UTZ
Bruce Chatwin
Þyðendur: Unnur Jökulsdóttir
og Þorbjörn Magnusson
Frægasta bók þessa sérstæða
breska hofundar sem lést fyrir ald
ur fram árið 1989 Aðalsmaðurinn
Kaspar Utz byr ásamt þjónustu-
stúlku í tveggja herbergja íbúð í
Prag þar sem hann geymir líka
safn sitt af Meissen-postulíni.
Sögumaður kemur á fund hans og
smátt og smátt tekst honum að
rekja ótrúlegan æviferil hans. Bók-
in er í nýrri ritröð öndvegisbók-
mennta í kiljubroti, Syrtlum.
119 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1880 kr.
HEIMUR FEIGRAR STÉTTAR
Nadine Gordimer
Þýðandi: Ólöf Eldjárn
Sögusvið þessarar bókar er Suð-
ur-Afríka i ólgu sjotta og sjounda
áratugarins Sóguna segir Liz Van
Den Sandt, hvít millistéttarkona.
Fyrrum eiginmaður hennar, van-
máttugur og ráðvilltur uppreisnar-
maður, hefur fyrirfarið sér. Lis
verður hugsað til lífs þeirra saman
og baráttu gegn aðskilnaðarstefn-
unni. Bókin er í nýrri ritröð öndveg-
isbókmennta í kiljubroti, Syrtlum.
128 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1880 kr.