Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 8
R Pýddar skáldsögur ÞJÓFURINN Göran Tunström Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Þessi áhrifamikla saga eftir höfund Jólaóratoríunnar fjallar um stuld á Silfurbiblíunni í Uppsölum, en þó einkum um furðulegt lífshlaup þrettánda barns Friðriks og ídu úr kumbaldanum í sænska bænum Sunne, afstyrmisins Jóhanns, og ást hans á Heiðveigu frænku sinni. Leikurinn berst frá örbirgðinni í Sunne á 6. áratugnum suður á Ítalíu á 6. öld þar sem Jóhann lendir í ótrúlegustu ævintýrum. 330 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2980 kr. ÓDAUÐLEIKINN Milan Kundera Þýðandi: Friðrik Rafnsson Splunkuný skáldsaga eftir höfund Óbærilegs léttleika tilverunnar. Bókin er byggð á mörgum ástar- þríhyrningum og valsað er fram og aftur um evrópska sögu. Sem fyrr er það aðalsmerki höfundar að tengja fjörlega frásögn við djúpar hugleiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann - mannlegt hlut- skipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. 315 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2980 kr. DREYRAHIMINN Herbjörg Wassmo Þýðandi: Hannes Sigfússon Sjálfstætt framhald bókanna Húsið með blindu glersvölunum og Þögla herbergið, síðasta bókin í sagna- bálkinum um Þóru sem færði höf- undinum bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987. Þóra er orðin unglingsstúlka og setur fyrri reynsla mark á hana, þótt allt sýnist með felldu á ytra borði. Brátt verður sálarstríðið henni um megn og uppátæki hennar gerast æ undarlegri. 215 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2980 kr. GRÍSKIR HARMLEIKIR Þýðandi: Helgi Hálfdanarson í þessari bók er að finna snilldar- þýðingar Helga Hálfdanarsonar á öllum forn-grískum harmleikjum sem varðveist hafa. Leikverk þeirra Æskilosar, Sófóklesar og Evripídesar eru klassísk, lesin enn og sett á svið um allan heim. Til- færðar eru helstu sagnir sem höf- undarnir byggðu á í eftirmála. Þar er jafnframt skrá yfir manna- og staðanöfn með stuttum skýringum. Stórbók, einnig fáanleg í öskju. 1198 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 4980 kr. í öskju: 5980 kr. KARAMAZOVBRÆÐURNIR I Fjodor Dostojevskí Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir Þetta er síðasta og mesta skáld- saga Dostojevskí og jafnframt eitt frægasta skáldverk allra tíma. Sagan spinnst í kringum gamla saurlífissegginn Fjodor Karamazov og syni hans þrjá. Mögnuð saga um afbrýði, hatur og morð, kærleika, bróðurþel og ást og í heild tekst verkið á við stærstu spurningar mannlegrar tilveru. Ingibjörg hefur fyrir löngu getið sér orð fyrir frábær- ar þýðingar sínar úr rússnesku. 358 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2980 kr. NINA BERBEROVA UNDIRLEIKARINN UNDIRLEIKARINN Nína Berberova Þýðandi: Árni Bergmann Aðalpersónan í þessari sögu, Sonja, er fædd utan hjónabands og flytur til Pétursborgar meö móður sinni á árum russnesku byltingarinnar. Hún fetar i fótspor móðurinnar og gerist píanóleikari og fer að leika undir hjá frægri söngkonu. Sonja lifir sig inn í einkalíf stjörnunnar og þráir að leika stærra hlutverk í lífinu en hún gerir - en allt kemur fyrir ekki. Bókin er í nýrri ritröð öndvegisbók- mennta í kiljubroti, Syrtlum. 85 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1880 kr. UTZ Bruce Chatwin Þyðendur: Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnusson Frægasta bók þessa sérstæða breska hofundar sem lést fyrir ald ur fram árið 1989 Aðalsmaðurinn Kaspar Utz byr ásamt þjónustu- stúlku í tveggja herbergja íbúð í Prag þar sem hann geymir líka safn sitt af Meissen-postulíni. Sögumaður kemur á fund hans og smátt og smátt tekst honum að rekja ótrúlegan æviferil hans. Bók- in er í nýrri ritröð öndvegisbók- mennta í kiljubroti, Syrtlum. 119 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1880 kr. HEIMUR FEIGRAR STÉTTAR Nadine Gordimer Þýðandi: Ólöf Eldjárn Sögusvið þessarar bókar er Suð- ur-Afríka i ólgu sjotta og sjounda áratugarins Sóguna segir Liz Van Den Sandt, hvít millistéttarkona. Fyrrum eiginmaður hennar, van- máttugur og ráðvilltur uppreisnar- maður, hefur fyrirfarið sér. Lis verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefn- unni. Bókin er í nýrri ritröð öndveg- isbókmennta í kiljubroti, Syrtlum. 128 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1880 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.