Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 6

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 6
 íslenskar skáldsögur TRYGGVI EMILSSON BLÁ AUGU OG BIKSVÖRT HEMPA Tryggvi Emilsson Örlagasaga einstaklinga og þjóðar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir renna saman í eina listræna heild. Sagan af prestinum sem missir hempuna vegna vinnustúlkunnar með bláu augun er heillandi og grípandi. Innsæi í mannlegar tilfinningar, breyskleika og styrk, skín af frá- sögninni. Frásagnarlist Tryggva er einstök, tungumálið fjölskrúðugt, gaman og alvara haldast ávallt í hendur. 240 blaðsíður. Stofn, dreiflng Vaka-Helgafell. Verð: 2480 kr. RAUÐIR DAGAR Einar Már Guðmundsson Ung stúlka flyst að heiman til að hefja sjálfstætt líf í Reykjavík. Sögusviðið er höfuðborgin um 1970 umflotin þeim ókyrru straum- um sem þá orkuðu á ungt fólk. Húsnæðisskortur, róttækni, upp- reisnargirni og ekki síst ástin ráða hér rikjum á tímum sem lítt hefur verið sinnt til þessa í bókmenntum. Einar snýr að okkur nýrri hlið í þessari skemmtilegu ástarsögu. 226 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2282 kr. Skáldsaga eftlr ÓSK.4R .4Ð.4LSTEIN STÚLKAN MÍN í FJÖRUMNI Sbáldsaga eftir ÞORVARÐ HELGASON MEFISTO Á MEÐAL VOR Auður Ingvars Furðuleg fjarstæðusaga um glæpi og spillingu á nútíma Fróni. Það er ótrúlegt að kynnast því, hvernig ís- land getur ummyndast fyrir óheftu hugmyndaflugi í spillingarbæli, ormagarð, hreinasta helvíti. - Fár- ánlegt munu menn segja, en höf- undurinn, sem hér kemur fram á svið í fyrsta sinn nemur þetta í næmi upp úr daglegum fréttum um svikamál, gjaldþrot, manndráp, íkveikjur, vændi, sifjaspell. Höf- undurinn þorði að skrifa það. Það þarf líka dirfsku til að lesa það. 176 blaðsíður. FjölviA/asa. Verð: 2280 kr. MJÖLL - STÚLKAN í FJÖRUNNI Óskar Aðalsteinn Náttúrunæm skáldsaga hins nátt- úruelska höfundar, sem forðum var vitavörður á ystu nöf í Galtar- vita. Hin hamslausu náttúruöfl eru að verki undir Víkurhyrnu með dynjandi snjóflóði, og hamslausar ástríður, þar sem sjúkleg fíkn setur allt í rúst. Þar fær ástin ein læknað og sigrað. Sagan af stúlkunni Mjöll í sjávarþorpinu. Víst elskum við hana. Besta og hnitmiðaðasta bók höfundar, lýsir harðri lífsbaráttu. Ósvikin sagnalist. 185 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 2280 kr. BLEIKFJÖRU-BLÚS Þorvarður Helgason íslensk nútímasaga með mögnuð- um sálrænum átökum. Fjallar um hjónalíf sem fléttast saman. Hefst í steikjandi hita á suðrænni sólar- strönd, þar sem hópur íslendinga ætlar að slappa af, en vandamálin fylgja með. Það er komið að vega- mótum og þegar snúið er heim til íslands, er gengið sitt í hvora átt- ina, til mannlegrar hamingju eða tortímingar. Miskunnarlaus en spennandi skáldsaga. í fyrra gaf Þorvarður út Svíöa sands augu. 208 blaðsíður. FjölviA/asa. Verð: 2280 kr. íslensku bókmenntaverðlaunin 1990 Ákveðið hefur verið að gera nokkrar breytingar á íslensku bókmennta- verðlaununum sem forseti Islands afhendir og veitt voru í fyrsta skipti í ársbyrjun 1990. í stað þess að veita aðeins ein verðlaun hafa stofnendur ákveðið að fyrir árið 1990 verði þau tvenn. Annars vegar verða veitt verðlaun fyrir hverskonar skáldverk, „fagurbókmenntir“, sem svo eru nefndar, hins vegar fyrir fræðirit, handbækur eða annarskonar bókmenntir. Heildarfjárhæð verðlaunanna verður hin sama og næstliðið ár, ein milljón, og koma þá 500 þúsund í hvorn hlut. Fyrirkomulag verður að öðru leyti svipað og síðast. Útgefendur til- nefna þær bækur sem þeir vilja að komi til álita. Dómnefndir velja úr þeim, sjö bækur í hvorum flokki, og verður tilkynnt um það val snemma í desember. Síðan velur lokadómnefnd tvær verðlaunabækur í janúar- febrúar og verður þá tilkynnt við hátíðlega athöfn hverjar hafa orðið hlutskarpastar. Eins og rækilega var tekið fram í stofnskrá verðlaunanna er til þeirra stofnað til að hvetja alla sem að sköpun og útgáfu vinna til þess að leggja sig fram um vandaðar bókmenntir. Þetta hafa menningarþjóðir gert um langan aldur og það er enginn vafi á að Islensku bókmennta- verðlaunin munu er tímar líða hafa þau áhrif sem til var stofnað og halda áfram að vekja athygli þjóðarinnar á því sem best er gert hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.