Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 20
?n
Barna- og unglingabækur
MARKÚS ÁRELÍUS
Helgi Guðmundsson
Markús Árelíus er heiðvirður heim-
ilisköttur, en stundum dálítið sein-
heppinn og lendir í aðstæðum sem
skapa honum hættu og yfirvofandi
lífsháska. Þetta er gamansöm,
spennandi saga um líf katta og
viðskipti þeirra við mennina sem
stundum koma spaugilega fyrir
sjónir, saga sem öll fjölskyldan
skemmtir sér við að lesa.
106 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 980 kr.
GEORG I' MANNHEIMUM
Jón Ármann Steinsson og Jón
Marinósson
Hér fjalla nýir höfundar um meng-
unarvandann og áhrif hans á nátt-
úru og dýralíf. Georg mörgæs býr í
ósnortnu umhverfi Snælandsins
þegar alls kyns óþverri fer að safn-
ast þar upp. Hann heldur til mann-
heima sem verður til þess að dýrin
sameinast og gera uppreisn gegn
ofríki mannsins. Bráðskemmtileg
teiknimyndasaga fyrir börn á öllum
aldri.
32 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1280 kr.
MANNDÓMUR
Andrés Indriðason
Stríðsárin á íslandi eru forvitnileg-
ur tími og lítt kunnur unglingum.
Andrés Indriðason hefur nú skrifað
unglingasögu sem gerist um það
leyti sem Bretar hernámu ísland.
Söguhetjan, Kalli, er fimmtán ára
og upplifir undarlegt ástand í þjóð-
félaginu, tíma sem breyttu gildis-
mati fólks og lífsháttum. Skemmti-
leg og eftirtektarverð þroska- og
átakasaga þar sem ástin er ekki
hið eina sem ræður úrslitum um
manndóminn.
ca. 190 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1580 kr.
ANDRÉS INDRIDASON
MUNDU MIG, ÉG MAN ÞIG
Andrés Indriðason
Smásögur um unglinga eru ekki
algengar á markaðnum. Þessi bók
inniheldur sex smásögur sem allar
fjalla um unglinga sem eru að upp-
götva nýjar hliðar á tilverunni.
Sögurnar eru í senn spennandi,
skemmtilegar og hugljúfar og þær
gerast allar í umhverfi sem lesend-
ur þekkja. Höfundurinn tekur á
málum sem koma öllum við á
skilningsríkan og gamansaman
hátt svo allir hafa gaman af að
lesa.
154 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 1580 kr.
STEFÁN JÚLtUSSON
Kárabækurnar
- síglldar sagnaperlur •
Afmællsútgáfa
KÁRABÆKURNAR
Stefán Júlíusson
Kárabækurnar þrjár, sígildar
sagnaperlur, hafa verið endurút-
gefnar í tilefni af 75 ára afmæli
höfundar. Þessar skemmtilegu
sögur, sagðar af íþrótt sögumanns
og nærfærnum skilningi á barns-
sálinni, eru verðugt framlag á ári
læsis. Þær hafa sannað gildi sitt
sem „tæki til að létta börnum lestr-
arnám“ eins og höfundur stefndi
að.
Æskan.
Kári litli og Lappi: 990 kr.
Kári litli í skólanum: 990 kr.
Kári litli í sveit-1000 kr
Kárabækurnar í öskju: 3480 kr.
HALTU MÉR
- SLEPPTU MÉR
Eðvarð Ingólfsson
Edda og Hemmi, 16 og 17 ára,
kynnast af tilviljun. Það verður ást
við fyrstu sýn - barn og sam-
búð . . . Lífið brosir við þeim - en
það er ekki alltaf dans á rósum.
Þegar á reynir kemur í Ijós hve
sambandið er sterkt. Það verður
ekki bæði sleppt og haldið. - Þetta
er 8. unglingabók metsöluhöfund-
arins. Hann hlaut verðlaun Skóla-
málaráðs Reykjavíkur fyrir bestu
frumsömdu barnabókina 1988,
Meiriháttar stefnumót.
. 197 blaðsíður.
Æskan.
Verð: 1390 kr.
IIÐUNN STEINSDOTTIRl
SKUGGARNIR
SKUGGARNIR í FJALLINU
Iðunn Steinsdóttir
Sjórekið góss, kamarseta, bakter-
íudrepandi snúss, hrekkjusvín og
dularfullur tréfótur er meðal þess
sem Iðunn Steinsdóttir fjallar um í
þessari skemmtilegu barnasögu.
Sögusviðið er lítið þorp úti á landi
á fimmta áratugnum og aðalpers-
ónurnar eru Una og Sara og tví-
burarnir Binni og Þórir. Bókin lýsir
einu sumri í lífi þeirra. Hver nýr
dagur felur í sér ævintýri sem efla
og þroska þannig að í bókarlok líta
þær stöllur skuggana í fjallinu öðr-
um augum en fyrr.
161 blaðsíða.
Almenna bókafélaglð.
Verð: 982 kr.
Á BAÐKARI TIL BETLEHEM
Sigurður G. Valgeirsson og
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Á baðkari til Betlehem segir frá
tveimur krökkum sem heita Hafliði
og Stína. Það eru að koma jól og í
upphafi sögunnar eru þau að
koma úr barnamessu. Þar hefur
verið talað um að jólin væru af-
mælishátíð Jesúbarnsins. Þau
hafa bæði fengið biblíumynd í
messunni og á henni er engill sem
Stína segir að sé konan sem er
nýflutt inní íbúðina á móti og þau
ákveða að biðja hana að fljúga
með sig til Betlehem svo þau geti
gefið Jesúbarninu jólagjöf.
Almenna bókafélaglð.
Verð: 982 kr.