Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 31
Ævisögur og endurminningar
«*r» V'
MANNLÍF I' AÐALVÍK OG
FLEIRI MINNINGABROT
Gunnar Friðriksson
Gunnar man tímana tvenna. Hann
er fæddur og uppalinn í Aðalvík, í
harðneskjulegu umhverfi við ysta
haf, þar sem lífsbaráttan var hörð
og mannskæð, en ól á dugnaði,
þrautseigju og samheldni. Gunnar
lýsir þessu samfélagi á lifandi og
trúverðugan hátt en síðan þeim
harmsögulegu atburðum og þeirri
þróun sem olli því að Aðalvíkingar
urðu að hverfa á brott og ganga
frá eigum sínum og öllu sem þeim
var kært.
240 blaösíður.
Örn og Örlygur.
Verð:
ÉG HEF LIFAÐ MÉR TIL
GAMANS
Björn á Löngumýri segir frá
Gylfi Gröndal
Björn Pálsson á Löngumýri metur
enga eiginleika meira en gaman-
semi og frelsi. Hann lætur engan
kúga sig eða kúska, hvorki banka-
stjóra, sýslumenn né ráðherra.
Kímnin situr jafnan í fyrirrúmi og
frásagnargleðin er ósvikin, hvort
sem Björn segir frá bernsku sinni
og búskap, málaferlum eða störf-
um á alþingi. Saga hans er í senn
tæpitungulaus, ögrandi og ekki
síst gagnmerk heimild.
256 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 2780 kr.
FRAM FYRIR SKJÖLDU
Ævisaga Hermanns
Jónassonar
Indriði G. Þorsteinsson
Hermann Jónasson var einn dáð-
asti stjórnmálamaður sinnar tíðar,
og virtur langt út fyrir raðir flokks-
systkina sinna. í bók þessari segir
Indriði G. Þorsteinsson frá æsku
og uppvexti Hermanns og þroska-
ferli. Greint er frá átökum og uppá-
komum og stjórnmálaferillinn rak-
inn allt fram á stríðsárin. Bókina
prýðir fjöldi mynda.
Reykholt.
Verð: 3292
mmom
II blndl
BÆNDUR Á
HVUNNDAGSFÖTUM 2. BINDI
Helgi Bjarnason blaðamaður
Á síðasta ári kom út fyrra bindi
bókar með sama nafni. Hér er á
ferðinni opinská viðtalsbók við
bændur, sem segja frá fjölbreyttu
lífshlaupi sínu. Bókin er fróðleiks-
náma, prýdd miklum fjölda Ijós-
mynda. Þeir sem segja frá eru:
Einar E. Gíslason á Skörðugili í
Skagafirði, Benedikt Hjaltason á
Hrafnagili í Eyjafirði, Örn Einars-
son í Silfurtúni í Hrunamanna-
hreppi, Björn H. Karlsson á Smá-
hömrum í Steingrímsfirði og Guð-
mundur Lárusson í Stekkum í Flóa.
200 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
Þortell Jóhtmnessan ■ Bergsteitm Jónsson
TRYGGVI
GUNNARS SON
LÍFSSTRÍÐIÐ
Eiríkur Jónsson
Lífsstríðið fjallar um æviferil Mar-
grétar Róbertsdóttur frá Þriðja ríki
Hitlers til Þorlákshafnar. Margrét
upplifði ótrúlegar hörmungar á
stríðsárunum og var m.a. fangi
Rússa. Hún komst til íslands eftir
stríð og gerðist vinnukona á
sveitabæ í Fljótshlíðinni þar sem
enn mættu henni miklar þrenging-
ar. En að lokum tók líf hennar á sig
annan blæ, hamingja kom í stað
hörmunga.
Fróði hf.
Verð: 2180
LIFÐU
Mari Lornér
Mari Lornér var 37 ára og fjögurra
barna móðir þegar hún veiktist af
beinkrabba. í veikindunum varð
dagbókin hennar trúnaðarvinur.
Meðferðin gekk vel, en 3 árum síð-
ar tók krabbameinið sig upp og
enn hélt Mari dagbók. Dagbókar-
brotunum hefur nú verið safnað í
bókina Lifðu! Einlæg og opinská
frásögn, sem lætur engan ósnort-
inn.
76 blaðsíður.
Fíladelfía - Forlag.
Verð: 650 kr.
TRYGGVI GUNNARSSON IV.
Bergsteinn Jónsson
Fjórða bindi ritverksins um hinn
mikla athafnamann Tryggva
Gunnarsson, bankastjóra og al-
þingismann, sem kom óvenju víða
við í íslensku þjóðlífi, bæði at-
vinnu- og menningarlífi um sina
daga eða meira en hálfa öld
(1835-1917). Hér er m.a. sagt frá
starfsferli hans sem bankastjóra
Landsbankans og forystu um
verklegar framkvæmdir, s.s. smíði
Ölfusárbrúar. Lokabindi, tekið
saman að tilhlutan Landsbanka og
Seðlabanka.
560 blaðsíður.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Verð: 3900 kr.
TRYGGVI GUNNARSSON -
RITSAFNIÐ TRYGGVI
GUNNARSSON, ÆVI OG
STÖRF ATHAFNAMANNS
Þorkell Jóhannesson og
Bergsteinn Jónsson
Hér birtist ævisaga Tryggva Gunn-
arssonar í heild í 4 bindum í vand-
aðri gjafaöskju. Fyrsta og annað
bindi eru endurprentuð samhliða
útgáfu fjórða bindis. Glæsileg eign
í mjög takmörkuðu upplagi. Ævi-
ferill Tryggva er sem sjónarhóll,
þaðan sem gefur að líta óvenju vítt
og fjölbreytt svið íslensks þjóðfé-
lags og athafnalífs, stjórnmála og
menningar.
2297 blaðsíður.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Verð: 13500 kr. Ritsafnið.