Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 47

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 47
Ymsar bækur IU)RG HINNA TAIANDI STEINA JERÚSALEM - talandi steinar Sr. Rögnvaldur Finnbogason Feröabók íslendings langt út í lönd- in, til landsins helga og hinnar fornu Jerúsalem. Þar eru helgustu vé Kristinna, Gyðinga og Múslíma. Þar er hin dýrmæta Klettamoska. Rögn- valdur lýsir helgistöðunum en verð- ur fljótt var við sorgleg átök. Allt er á suðupunkti eftir fjöldamorð. Rögn- valdur fer í heimsókn á sjúkrahúsið, sundurskotnir menn. Hann ræðir við forustumenn kristinna safnaða um ástandið. Það er sárara en tár- um taki. 208 blaðsíður. FjölviA/asa. Verð: 2280 kr. ÞEIR MÁLUÐU BÆINN RAUÐAN Bókin um Norðfjörð Helgi Guðmundsson Hér er rakin saga vinstrihreyfing- arinnar á Norðfirði frá því í upphafi aldarinnar og fram á síðustu ár. Sagt er frá því hvernig sósíalistar komust fyrst til áhrifa í bæjarstjórn og í ýmsum fyrirtækjum staðarins. Stuðst er við margskonar heimild- ir, þar á meðal lífleg og skemmti- leg viðtöl við þá Jóhannes Stef- ánsson og Lúðvík Jósepsson, sem mikinn þátt áttu í velgengni sósíal- ista á Norðfirði. ca. 280 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3480 kr. VAN GOGH OG LIST HANS Hans Bronkhorst Vincent van Gogh er án efa einn stórfenglegasti listmálari sögunn- ar. í þessari glæstu bók, sem gefin er út í tilefni eitt hundrað ára ártíð- ar hans, kynnumst við honum í lífi og list. Frábærar litmyndir af heill- andi og áhrifamiklum listaverkum Van Goghs tala sínu máli og sendibréf hans veita einstæða inn- sýn í hugmyndaheim listamanns- ins. Einstaklega falleg og aðgengi- leg bók um þann listmálara sem hefur haft hvað mest áhrif á listsýn nútímamannsins. 200 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3760 kr. MINNISSTÆÐAR MYNDIR - Islandssaga 20. aldar í Ijósmyndum Inga Lára Baldvinsdóttir Bókin segir íslandssögu fyrstu átta áratuga þessarar aldar í 239 Ijós- myndum. Þær lýsa jafnt merkum viðburðum sem mannlífi, verkhátt- um og aldarfarinu almennt. í bók- inni er einnig annáll þar sem stikl- að er á stóru í því sem fréttnæm- ast þótti hérlendis árin 1901-1980. Myndaalbúm þjóðarinnar. 140 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3880 kr. ÖLDIN OKKAR ERLENDIS, minnisverð tíðindi áranna 1950-60 Aldirnar er óþarfi að kynna fyrir ís- lendingum, en hér erfyrsta bindið í nýjum flokki þessara vinsælu bóka, Öldin okkar erlendis. Sagt er frá stóratburðum og spaugilegum atvikum, mönnum og málefnum um heim allan í máli og myndum. í þessu bindi greinir m.a. frá Kóreu- stríðinu og kalda stríðinu, rokk- plágunni og húla-hopp-æðinu, Spútnikum og kjarnorkusprenging- um, íþróttaafrekum og listviðburð- um, hjúskaparvandræðum kónga- fólks og ótal öðrum viðburðum. Iðunn. Verð: 3580 kr. SÉRSTÆÐ SAKAMÁL íslensk og norræn Jóhanna S. Sigþórsdóttir Hér er að finna frásagnir af all- mörgum athyglisverðum sakamál- um sem hafa komið upp, annað- hvort á íslandi eða hinum Norður- löndunum. íslenski hlutinn er unninn upp úr opinberum gögnum, viðtölum við menn sem og dag- blöðum. Nöfn nokkurra mála ættu að gefa góða hugmynd: Þýskur bankaræningi í Breiðholtinu, Kóka- ínsalarnir í Hveragerði, Gullránin í miðbænum, Geislunarmælingarn- ar, Svikapresturinn. 185 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2182 kr. ÆVISAGA HUGMYNDA Matthías Johannessen í bók Matthíasar Johannessen rit- stjóra fer hvergi milli mála að skáld heldur á penna. Þar er enginn hörgull á skoðunum og stundum er reitt hátt til höggs og kveðið fast að orði. Hér birtast hugleiðingar skáldsins undir heitinu Ævisaga hugmynda og hvort sem lesendur fallast á skoðanir höfundarins eða ekki geta þeir fagnað því að hafa í höndum bók sem hægt er að fræðast af, gleðjast við, reiðast við, en umfram allt nota til að aga hugsun, mál og mennsku. 174 blaðsíður. Iðunn. Verð: 2480 kr. MEIRA SKÓLASKOP Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson Öll sitjum við á skólabekk lengur eða skemur og öll eigum við minn- ingar tengdar skólavistinni um fyndnar uppákomur í hinu daglega stríði og striti kennara og nem- enda. í þessari bók er að finna gamansögur af nemendum og lærimeisturum á öllum skólastig- um og fá þar allir sinn skammt. Fljótfær dýrafræðikennari komst eitt sinn svo að orði: „Það er auð- séð á svip Ijónsins að það hefur ekki góðan mann að geyma.“ 105 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 1382 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.