Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 23
Þýddar barna- og unglingabækur
HEIÐA
Johanna Spyri
Sagan um Heiðu er sígild barna-
saga sem á erindi við böm á öllum
aldri. Hún fjallar á hugljúfan hátt
um munaðarlausa stúlku sem flyst
til afa síns í svissnesku Ölpunum.
Þar kynnist hún heillandi umhverfi
sem hún nýtur um sinn uns hún
verður að flytja nauðug til fjarlægr-
ar borgar. Þrátt fyrir að Heiða læri
þar margt saknar hún afa síns,
fjallanna og frelsisins. Sagan er
fallega myndskreytt. Guðni Kol-
beinsson þýddi.
93 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Verð: 978 kr.
KÓBRAÁRÁSIN
Anders Bodelsen
Þrír þrettán ára danskir strákar,
Dan, Friðrik og Arim verða einn
daginn varir við sitthvað undarlegt.
Leigubíll sem þeir sjá reynist ekki
vera leigubíll, maður með veski
úttroðið af stórum peningaseðlum
kaupir dúkku og grímu í leikfanga-
búð o.s.frv. Enginn vill hlusta á þá
þegar þeir segja frá þessu, en fyrr
en varir er einn strákanna tekinn
sem gísl og ráðherra og fleiri eru í
Iffshættu. Bókin hefur verið notuð
hér við dönskukennslu.
126 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 1490 kr.
TÓMSTUNDABÓKIN FRÁ
DISNEY
Frábær tómstundabók með þraut-
um, leikjum, kollgátum og
skemmtilegum verkefnum fyrir
hressa krakka. Engum leiðist sem
hefur þessa bók við höndina því
hún er endalaus uppspretta gleði
og athafna. Og uppáhaldspersón-
ur krakkanna frá Disney spretta af
hverri síðu bókarinnar og gefa
henni Irf.
192 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Kilja: 380 kr.
Olavur Michehen
Hrossin í Skorrodol
HROSSIN í SKORRADAL
Ólavur Michelsen
Erik Hjort Nielsen myndskreytti
Hjörtur Pálsson þýddi
Sagan gerist i Færeyjum og Bret-
landi. Höfundur lýsir örlögum
rauðs fola sem er handsamaður
og fluttur til Skotlands eftir að hafa
notið frelsis í fjallasal með öðrum
stóðhestum sem hann fór fyrir
heima í Færeyjum. í sögunni er
teflt fram skörpum andstæðum;
frelsi og fegurð annars vegar og
ómildri meðferð manna á þarfasta
þjóninum hins vegar. Myndskreyt-
ing bókarinnar er einstök.
32 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 790 kr.
MarcusPtettr
Hundalíf Lubba
HUNDALÍF LUBBA
Marcus Pfister
Helga Einarsdóttir bókavörður
þýddi
Fjörieg saga með litskrúðugum og
skemmtilegum myndum. Lubbi er
kátur, loðinn og lubbalegur hundur
sem á heima á ruslahaugum. Þar
hittir Lubbi kisu og þó að hundar
og kettir séu ekki miklir vinir gera
þau með sér félag um að hrekja
burt rottumar sem éta matinn hans
Lubba og striða honum. Það tekst
vel og Lubbi kemst að því hve það
er mikils virði að eiga sér vin og fé-
laga.
32 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 790 kr.
Róbínson
Krúsó
RÓBINSON KRÚSÓ
Daniel Defoe
Einar Georg Einarsson þýddi
Hin sígilda saga Defoes um Rób-
inson Krúsó sem verður skipreika
á eyðieyju og má þar þola súrt og
sætt árum saman og lærir að
bjarga sér af landsins gæðum.
Bókin er glæsilega myndskreytt.
180 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 1490 kr.
ðn.oeOHjwrhf BERNADETTE
VARENKA
Bernadette
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi
Það geisar strið. Fólkið flýr en Var-
enka er kyrr til að hlynna að veg-
móðum flóttamönnum og fæða
dýrin og fuglana þegar vetur geng-
ur í garð. Dynur fallbyssanna fær-
ist sífellt nær og Varenka skelfist
og biður Guð að reisa garð í kring-
um húsið sitt, svo háan að grimmu
hermennimir sjái það ekki. En læt-
ur Guð gerast kraftaverk? Einstak-
lega hugljúft og spennandi, rússn-
eskt ævintýri, með listavel gerðum
myndum.
32 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 790 kr.
RÁÐGÁTAN í VÍKINNI
Enid Blyton
Ráðgátubækurnar hafa náð mikl-
um vinsældum meðal íslenskra
krakka og þessi er ekki síður
spennandi og skemmtileg en hinar
fyrri. Það þarf ekki að bíða lengi
eftir dularfullum atburðum þegar
Snúður, Reynir og Dóra fara í fri
og dvelja á gistihúsinu „Þrir í bal-
anum“ ásamt Matthíasi galdra-
manni, Jónasi prófessor, ungfrú
Bíbí og söngkonunni írisi næturdís
- og svo kemur Bjami vinur krakk-
anna með apann Míröndu. Áður
en varir hafa þau dregist inn í æsi-
spennandi ævintýri. . .
189 blaðsíður.
Iðunn. Verð: 1148 kr.