Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 50

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 50
Ýmsar bækur SÓL í NORÐURMÝRI - Píslarsaga úr Austurbæ Þórunn Valdimarsdóttir - Megas Reykjavíkurskáldið Megas og sagnfræðingurinn Þórunn Valdi- marsdóttir hafa lagt bernskuminn- ingar sínar, drauma og ímyndunar- afl að veði í ævintýralegri og töfr- andi bók um litla písl sem ólst upp í Norðurmýri í Reykjavík rétt eftir síðari heimstyrjöld. í sögunni mun margur kannast við sjálfan sig, því hún er sannferðug úttekt á lífi ís- lenskra barna. Rabbsódía um Reykjavík - umhverfi og atvik. 236 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2680 kr. HALLDÓR PÉTURSSON, MYNDIR Indriði G. Þorsteinsson Fyrir 10 árum gaf Prenthúsið út úr- val mynda Halldórs Péturssonar, hins kunna listamanns. Bókin hef- ur verið ófáanleg um margra ára bil, en er nú endurútgefin. Þarna gefst unnendum góðrar myndlistar tækifæri til að endurnýja kunnings- skap sinn við verk Halldórs. Höf- undurtexta er Indriði G. Þorsteins- son. 207 blaðsíður. Prenthúsið. Verð: 3990 kr. ÞJÓÐARSÁTTIN Sigmund Sigmund hefur löngu áunnið sér titilinn meistari íslenskra skop- teiknara með frábærum og hnittn- um teikningum sínum í Morgun- blaðinu. Þetta er í níunda sinn sem Prenthúsið gefur út bók með myndum eftir Sigmund. 154 blaðsíður. Prenthúsið. Verð: 2392 kr. t I ÍSLAND 199° Acvumuiirttir og tnenmiig ÍSLAND 1990 - Atvinnuhættir og menning Ýmsir höfundar Fyrsta bindi í ritröðinni „ísland 1990 - atvinnuhættir og menning". Samtíðarsaga, þar sem^sfiman er kominn fróðleikur um íálénskt at- vinnulíf og menningu, sem hvergi annarsstaðar er til á einum stað. Annað bindi: Reykjavík. Þriðja bindi: Suður- og Suðvestur- land. 280 blaðsíður. Líf og saga. Verð: 7490 kr. VIÐ ERUM ALDREI ALEIN Margit Sandemo í þessari bók fjallar höfundur bók- anna um ísfólkið um verndara úr öðrum heimi sem fylgja mannver- um í gegnum vist þeirra á jörðinni. Höfundur segir frá eigin reynslu, auk þess sem hún birtir frásagnir fjölda annara. Bók um brennandi mál eftir höfund sem nær alltaf til lesenda sinna. Prenthúsið. Verð: 1760 kr. AM ntMtSH CUOMUNOSXKmKEINN MACNOSSON HlN HUO ÍSIANDS IHE OTHER Ia« OF ICEIANO ISIANDS ZWEITES GESICHT ‘t HIN HLIÐ ÍSLANDS Hreinn Magnússon / Ari Trausti Guðmundsson Bókin sem vantaði, fyrir erlenda vini eða viðskiptavini, brottflutta ís- lendinga o.fl. Bókin er á þremur tungumálum og hefur því einstætt notagildi. Afar vönduð, listræn og fögur bók. 90 blaðsíður. Líf og saga. Verð: 3890 kr. Sigfús Halldórsson ‘Kveðja mín tií 'Keylgairíjur SIGFÚS HALLDÓRSSON - Kveðja mín til Reykjavíkur Jónas Jónasson útvarpsmaður Listaverkabók með litprentuðum myndum af um 50 málverkum tón- skáldsins og listmálarans Sigfúsar Halldórssonar. Jónas Jónasson ritar um ævi Sigfúsar, persónu og list. Bókinni fylgir 14 laga hljóm- plata með ýmsum lögum Sigfúsar í flutningi ýmissa af þekktustu tón- listarmönnum landsins. 46 blaðsíður og hljómplata. Reykholt. Á FERÐ UM HRINGVEGINN Ari Trausti Guðmundsson Stórglæsileg bók í öskju, full af lit- myndum, teikningum og fróðleik, þar sem sagt er á lifandi hátt frá athyglisverðum stöðum, sem ber fyrir augu á ferð um hringveginn. Fyrst og fremst skemmtileg og að- gengileg bók. 256 blaðsíður. Líf og saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.