Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 36

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 36
SAMTIÐ M Nyláiieg uppflettibók um málefrii líðandi slundar B Fjölbreylt íslenskt alfneðiefhi í um 500 elnisþáltum B Lifandi myndskreyltur frettaannáll frá árinu 1990 M Hundruð Ijósmynda, korla og skýringarmynda i' lilum ÍSLENSK SAMTÍÐ 1991 Vilhelm G. Kristinsson íslensk samtíö 1991 er nýstárleg alfræðiárbók um málefni líðandi stundar hér á landi. Hluti hennar er fréttaannáll en meginuppistað- an er um 300 efnisþættir, ótrúlega fjölþættir, settir fram í stíl nútíma- legra alfræðibóka, flokkaðir eftir uþpsláttarorðum í stafrófsröð. ís- lensk samtíð er handhæg og nota- drjúg bók með hundruðum Ijós- mynda, korta og skýringarmynda. Þetta er bók allra landsmanna. 300 blaðsíður. Vaka-Helgafell. SAGNAKVER, ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Skúli Gíslason Skúli Gíslason er án efa einn allra fremsti þjóðsagnaritari íslendinga. í Sagnakveri hans er að finna þær sögur sem hvað vinsælastar hafa orðið með þjóðinni og mótað vit- und hennar um þann mérka arf sem íslenskar þjóðsögur eru. í heild er kverið yfir að líta sem úr- val íslenskra þjóðsagna. Halldór Pétursson myndskreytti bókina af stakri snilld. Hér er um endurút- gáfu Sagnakversins að ræða. Vaka-Helgafell. Verð: 1984 kr. YFIR ÍSLANDI Björn Rúriksson Allar myndir í bókinni eru í lit og teknar úr lofti. Þetta er fyrsta bók um ísland þar sem landið allt er skoðað frá þessu sjónarhorni. Texti bókarinnar fjallar á forvitni- legan hátt um tilurð landsins. Auk íslensku kemur bókin út í fjórum öðrum útgáfum; á dönsku, ensku, frönsku og þýsku. Erlendu útgáf- unum fylgir askja til póstsending- ar. Jarðsýn - útgáfudeild. Verð: 4460 kr. GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON FRÁ LUNDI HORFNIR STARFSHÆTTIR OG LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ÖLDUM HORFNIR STARFSHÆTTIR OG LEIFTUR FRÁ LIÐNUM ÖLDUM Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi Önnur útgáfa, aukin og mynd- skreytt. Bókin kom fyrst út árið 1975 og seldist þá strax upp. Hún er einstætt fræðirit eftir alþýðu- mann á sviði þjóðhátta og hefur að geyma nákvæmar og lifandi lýs- ingar á vinnubrögðum, verkfærum og löngu liðnu mannlífi sem höf- undur gjörþekkti. í hinni nýju út- gáfu eru hátt á annað hundrað myndir er sýna horfna starfshætti. 248 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 3900 BERNSKAN - líf, leikir og störf íslenskra barna fyrr og nú Símon Jón Jóhannsson og Bryndís Sverrisdóttir í þessari bók er atlæti, leikjum og störfum íslenskra barna lýst á lif- andi hátt í máli og myndum, allt frá því að Ijósmyndin kom til sögunnar á síðustu öld og raunar lengra. Oft hafa börn mátt þola vinnuhörku og harðar refsingar en samt hefur jafnan verið grunnt á glens og leiki. Bókin er prýdd hátt á annað hundrað gömlum myndum. Myndaritstjóri er [var Gissurarson. 200 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 3900 MANNRAUNIR Slghvatur Blöndahl Sannar íslenskar frásagnir um mannraunir. í bókinni eru m.a. frá- sögn um björgun tveggja breskra flugmanna er brotlentu flugvél sinni á Eiríksjökli, af björgun manns sem féll í jökulsprungu á Vatnajökli og sagt er frá eftirminni- legri ferð yfir Kjöl og mannraunum íslenskra fjallgöngumanna er klifu Eigertind í Sviss og Mount McKin- ley í Bandaríkjunum. Samtals eru í bókinni 9 kaflar um eftirminnilega atburði. 167 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 2180 kr. I D U N N Þorsteinn frá Hamri Hallgrímur smali og húsfreyjan á Bjargi HALLGRÍMUR SMALI OG HÚSFREYJAN Á BJARGI Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn frá Hamri hefur skráð hér söguþátt úr Borgarfirði frá öld- inni sem leið af næmum skilningi og fyllstu nákvæmni. Hér eru rakin örlög feðginanna Hallgríms Högna- sonar og Kristrúnar dóttur hans. Sagt var að Hallgrímur hefði ungur ratað í „nokkur viðskipti við huldu- manneskjur", en Kristrún varð snemma fyrir barðinu á óblíðri lífs- reynslu. Áhrifarík frásögn frá horf- inni öld sem virðist fjarlæg, en stendur okkur þó býsna nær. 133 blaðsíður. Iðunn. Verð: 2480 kr. í S L E N S K T Vættatal Á r n i B j ö r n s s o n ÍSLENSKT VÆTTATAL Árni Björnsson Þessi bók hefur að geyma fróðleik um þá íbúa huliðsheima sem birst hafa alþýðu manna hér á landi í aldanna rás. Taldar eru í stafrófs- röð allar helstu nafngreindar vættir sem fyrir koma í íslenskum alþýðu- sögum og munnmælum, draugar, huldufólk, tröll og aðrar kynjaverur og getið ættar þeirra, heimkynna og helstu afreka. í bókinni er fjöldi mynda og einnig kort. 190 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3480 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.