Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 52

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 52
^7 Ýmsar bækur i— ÁSTIN OG STJÖRNUMERKIN ÁSTIN OG STJÖRNUMERKIN Jonathan Sternfield Stjörnuspekn er gömul fræðigrein sem á seinni árum hefur þróast með nútímalegum aðferðum. Þessi nýja bók hefur notið mikilla vinsælda alls staðar þar sem hún hefur verið gefin út. „Hverjir eru möguleikar þínir í ástamálum? Hverníg finnurðu þinn eina rétta - eða þína einu réttu? Úr hvaða stjörnumerki ættirðu að leita þér maka?“ Ástin og stjörnumerkin er bók sem svarar þessum spurning- um. 184 blaðsíður. Hörpuútgáfan Verð: 1390 kr. Kilja: 990 GUNNAR ‘BJARNASON -RÁDUNAUTUR GÆttbók öaga <rÍSEENZKAcHESTSINS 20. Ö15D ÆTTBÓK OG SAGA ÍSLENSKA HESTSINS Á 20. ÖLD, 6. BINDI Gunnar Bjarnason í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr. 1141 til 1174 og lýsing á hryssum frá nr. 4717 til 8072. Þar með hefur Gunnar unnið það afrek að koma í eina aðgengilega ritröð öllum hryssum sem hafa fengið dóma og ættbókarnúmer fyrir maí- lok 1990 og öllum stóðhestum sem hafa fengið dóma og ættbókar- númer fyrir júnílok 1990. Hvergi annars staðar geta hestamenn og áhugamenn um hrossarækt geng- ið að öllum þessum upplýsingum. Bókaforlag Odds Bjönssonar Verð: 4720 AFMÆLISDAGAR MEÐ STJÖRNUSPÁM Amy Engilberts Hér er á ferðinni ný íslensk bók. Höfundurinn, Amy Engilberts, er vel þekkt fyrir spádómsgáfu sína og dulskyggni. Bókin skiptist í 12 kafla og fær hvert stjörnumerki sérstaka umfjöllun. Greint er frá eiginleikum fólks, sem fætt er í hinum ýmsu stjörnumerkjum, og sérstakir reitir til þess að færa inn nöfn vina og minna þannig á af- mælisdaga þeirra. Einnig er sagt frá frægu fólki sem fætt er í við- komandi stjörnumerkjum. Hörpuútgáfan Verð: 1580 kr. SÖNGVAGLEÐI - ÓPERUHANDBÓK Þorsteinn Thorarensen Óperur eru voldugasta sjónarspil leiksviðsins og jafnframt sú tónlist, sem nýtur mestra vinsælda. Erfitt er að fá miða í óperumusterin Met- rópólítan, La Scala og Bayreuth, en íslendingar á ferð erlendis geta farið á margvíslegar óperusýning- ar. Þá er gott að hafa Söngvagleði Fjölva með í ferð, óperuhandbók sem rekur söguþráð í 300 óperum. Ómissandi handbók við hliðina á Tónagjöf frá því í fyrra. 240 blaðsíður Fjölva/Vasa Verð: 2280 kr. ÞÁ HLÓ ÞINGHEIMUR Árni Johnsen og Sigmund Hér er á ferðinni bók sem er engri annarri lík - skemmtiefni í máli og myndum, sem mun vafalítið kitla hláturtaugarnar og gleðja fólk á öllum aldri. Vísnagerðin og sagna- listin er sérstakur þáttur í þjóðlífinu og snar þáttur í vísnagarðinum hefur um árabil verið á hlaði Al- þingis, utan þess og innan. í bók- inni eru skopsögur, vísur og gam- anbragir um þingmenn, eftir þá og tengdir þeim á ýmsa vegu. 130 skopmyndir eftir Sigmund og sannkallað krydd í þessa tilveru. 200 blaðsíður Hörpuútgáfan Sjafnar* yndi i'nadur dstalifsins SJAFNARYNDI - UNAÐUR ÁSTALÍFSINS skýrður í máli og myndum Alex Comfort 2. endurbætt útgáfa með umfjöllun um eyðni og varnir gegn henni. Sjafnaryndi er þörf bók fyrir þrosk- að fólk. Hún fjailar í máli og mynd- um um hin ýmsu tilbrigði ásta- leikja. Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja gera gott kynlíf enn fjölbreytt- ara og unaðsríkara. Bókin er enn- fremur einkar skemmtileg aflestrar sökum sérstæðra efnistaka og kímnigáfu höfundanna. 256 blaðsíður Örn og Örlygur Verð: 2490 kr. ’ ÆvarR.Kvaran SONUR SÓLAR ritgerðir um dulræn efni Ævar R. Kvaran Þessi bók hefur að geyma nokkrar ritgerðir Ævars R. Kvaran um dul- ræn efni. Ævar segir hér frá fara- ónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sól- arguðinn og var langt á undan sinni samtíð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d. Sveppurinn helgi; Hafsteinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfsins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriða- son; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti í lífinu böl?; Him- nesk tónlist; Hefur þú lifað áður? 248 blaðsíður Skuggsjá ANNÁLAR ÍSLENSKRA FLUGMÁLA I '142 - 1943 ANNÁLARÍSLENSKRA FLUGMÁLA Arngrímur Sigurðsson Sjötta bindið í samnefndum bóka- flokki um sögu flugs á íslandi. Það tekur til áranna 1942-1945 en það var afar sögulegt tímabil í flugsögu þjóðarinnar. Bókin er í sama broti og fyrri bindi Annálanna, prýdd hundruðum Ijósmynda sem fæstar hafa birst áður. 224 blaðsíður. íslenska flugsögufélagið. Verð 3450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.