Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 33

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 33
Ævisögur og endurminningar BLOÐ UGUR BLLKKINGA YFIRFORINGI LÖGREGLUNNAR ION MIH H BLÓÐUGUR BLEKKINGALEIKUR lon Mihaíl Pacepa Ólafur B. Guðnason íslenskaði Höfundur bókarinnar var um árabil einn nánasti aðstoðarmaður Nicolae Ceausescus, hins fallna einræðis- herra í Rúmeníu. Hér leysir Pacepa frá skjóðunni svo um munar og greinir frá baktjaldamakki Ceau- sescus og þjóna hans, hvernig þeir skipulögðu morð og ofbeldisverk á rúmenskum andófsmönnum, studdu dyggilega við bakið á ýmsum hryðjuverkasamtökum og stunduðu skipulagðar og víðtækar njósnir. 201 blaðsíða. Almenna bókafélagið. Verð: 2406 kr. VÆRINGINN MIKLI ævi og örlög Einars Benediktssonar Gils Guðmundsson Hér er komin bók sem margir munu fagna, lifandi svipmyndir af einum merkilegasta og stórbrotn- asta manni sem fæðst hefur á þessu landi, Einari skáldi Bene- diktssyni. Gils Guðmundsson rek- ur hér á listilegan hátt æviferil og veitir innsýn í Ijóð hans og verk og óvenjulega athafnasemi. Ýmis for- vitnilegur fróðleikur um hinn mikla væringja íslensku þjóðarinnar lítur hér dagsins Ijós í fyrsta sinn. 419 blaðsíður. Iðunn. Verð: 3480 kr. KRISTJÁN Garðar Sverrisson Mynd af einum mesta listamanni sem íslenska þjóðin hefur eignast; járnsmiðnum frá Akureyri sem fórnar öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar þar sem honum tekst með fágætum vilja- styrk að komast í fremstu röð í heiminum. Kristján rekur hér af einstakri hreinskilni og hispurs- leysi æsku sína og uppvöxt, segir frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan, frá ástriðu og sorgum, Ijóma sviðsljósanna og dökkum skugga öfundar og umtals. Iðunn. Verð: 2680 kr. ÆVIMIX.MXGAR Erlings Þorsteinssonar læknis ÆVIMINNINGAR ERLINGS ÞORSTEINSSONAR LÆKNIS Erlingur Þorsteinsson læknir segir frá ýmsu því sem við hefur borið á langri leið. Frásögnin er krydduð glettni og gamansemi, og manna og málefna minnst af hreinskilni og einurð. Hann dregur upp pers- ónulega mynd af föður sínum sem hann missti á unga aldri, Þorsteini Erlingssyni skáldi. En úr skjóli for- eldrahúsanna liggur leiðin til náms og starfa, og eftir sérnám í háls-, nef- og eyrnalækningum á stríðs- árunum í Danmörku snýr hann heim reynslunni ríkari. 264 blaðsíður. Iðunn. Verð: 2980 kr. Á BAK VIÐ ÆVINTÝRIÐ Jón Óttar Ragnarsson Jón Óttar sviptir hér hulunni af þeim ótrúlega fjármálavef sem spunninn hefur verið um stöðina, en hann segir einnig frá fólkinu sem tók þátt í þessu ævintýri og frá hryggðar- og gleðistundum bak við tjöldin . . . Hin ótrúlega saga af stofnun, uppbyggingu og lífróðri Stöðvar 2 er sagan af einu stór- brotnasta viðskiptaævintýri í ís- lensku samfélagi, mögnuðu og flóknu sjónarspili sem átti sér margar og óvæntar hliðar. Við þá sögu hafa margir komið. Iðunn. Verð: 2680 kr. HALLDÓR HALLDÓR LAXNESS LAXNESS Itúninu heima -Sobelsskáldió HALLDÓR ] “Nóbclsskiklið' HALLDÓR LAXNESS LAXNESS í TÚNINU HEIMA, SJÖMEISTARASAGAN, ÚNGUR EG VAR, GRIKKLANDSÁRIÐ Halldór Laxness Halldór Laxness ritaði æskuminn- ingar sínar í fjórum bindum. Sögu- formið er lauslegur minningaþráð- ur, en gerð frásagnarinnar sver sig í ætt við hreina skáldsögu. Minn- ingasögur Halldórs fjalla ekki að- eins um ævi rithöfundarins unga, þær eru um leið þjóðmenningar- saga og heimsmenningarsaga, skrifaðar af framúrskarandi öryggi, þar sem tónninn er ýmist grafal- varlegur eða þrunginn ísmeygilegri gamansemi. Endurútgáfa. Vaka-Helgafell. Verð: 2191 - 2521 kr. hver bók. BARÁTTUSAGA GUÐMUNDAR J. GUÐMUNDSSONAR Ómar Valdimarsson í Baráttusögu Guðmundar tvinnast saman hressilegt og hreinskilið uppgjör við menn og málefni og einstök sagnalist, blandin notalegri kímni. Hann gengur til fullnaðar- uppgjörs við ýmsa þætti ævi sinn- ar, viðskilnaðinn við Alþýðubanda- lagið, hremmingar í Hafskipsmál- inu, uppákomur á Alþingi og málefni verkalýðshreyfingarinnar. Svipmikill og litríkur foringi leggur spilin á borðið í þessari skemmti- legu bók. 228 blaðsíöur. Vaka-Helgafell. Verð: 2680 kr. MARGRÉT ÞÓRHILDUR DANADROTTNING SEGIR FRÁ LÍFI SÍNU Anne Wolden-Ræthinge Þuríður J. Kristjánsdóttir þýddi Ævisaga Margrétar Danadrottn- ingar kom út fyrir jólin 1989 í Dan- mörku og vakti strax mikla athygli um allan hinn vestræna heim fyrir það hversu opinská og einlæg drottningin var um einkamál sín. Bókin hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Hún er prýdd fjölda mjög persónulegra Ijós- mynda. 180 blaðsíður. Örn og Örlygur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.