Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 27

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 27
Pýddar barna- og unglingabækur 27 Lykke Nielsen Fríða Framhleypna BÓKAÚIGÁFAN SKJALDBORG SOGUR UR SVEITINNI I lcather Amer>- og Stephen Cartwright tJÍ.M.IIARRIE PETIIRPM OGVANDA Ævintýrið um hina undursamlegu kartönu ANDERS SORENSEN FRÍÐA FRAMHLEYPNA SVEI . . . FRÍÐA FRAMHLEYPNA FRÍÐA FRAMHLEYPNA í FRÍI Hún er ekkert venjuleg hún Fríða framhleypna, hún á tuttugu og þrjá kærasta og stefnir að því að eign- ast þrjátíu. Hún er hress hún er allt að því baldin en hún er frábærlega skemmtileg. Hún segir og gerir það sem henni dettur í hug, en fullorðna fólkið er ekki alveg sátt við það, afhverju skyldi hún þurfa að hafa fléttur, það er vont. Og ef garðklippur eru til, afhverju þá ekki að nota þær. . . 96 - 102 - 96 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 890 kr. hver bók. PRINSESSAN Á BAUNINNI - MJALLHVÍT OG DVERGARNIR SJÖ - NÝJU FÖTIN KEISARANS Ævintýri barnanna er bókaflokkur sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal yngstu barnanna. Hér eru sögð sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Ævintýrin eru endursögð við hæfi yngstu barnanna og myndskreytt af nokkrum þekktustu listamönnum Spánverja. Hver bók er eitt ævintýri og áður eru út komnar sex bækur í sama flokki. Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi. 27 blaðsíður. Forlagið. Verð: 385 kr. hver bók. SÖGUR ÚR SVEITINNI Heather Amery og Stephen Cartwright ( þessari aðgengilegu barnabók eru fjögur ævintýri. Grísinn sem gat ekki losað sig - Óþekka kindin - Hlaðan brennur og Traktorinn sem týndist. Allt sögur úr sveitinni sem alltaf heilla börnin. Bókin er skreytt fjölda teikninga sem gera hana læsilegri fyrir börnin. 64 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 880 kr. RÁÐGÁTAN Susan Cooper Fyrsta bókin í margverðlaunuðum, spennandi, bandarískum bóka- flokki, sem á íslensku hefur hlotið nafnið „ÓGN MYRKURSINS". Þegar þrír krakkar í sumarleyfi finna ævafornt fjársjóðskort, fer að hitna í kolunum. Bók fyrir ungt fólk frá tíu til tíræðs. 220 blaðsíður. Líf og saga. Verð: 1790 kr. PÉTUR PAN OG VANDA J. M. Barrie, þýtt hefur Vilborg Dagbjartsdóttir Hér er á ferðinni einstök bók. Allar síðurnar eru hreint listaverk og kalla á lesandann. Hann svífur með söguhetjunum í gegnum him- ingeiminn í leit að ævintýrum. Pét- ur Pan og Vanda eru með þekkt- ustu ævintýrum sem um getur og hafa þó aldrei verið jafn vinsæl og nú. Þýðingin er í höndum Vilborgar Dagbjartsdóttur rithöfundar. En hún er þekkt fyrir að þýða barna- efni af alúð. 96 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1198 kr. SÖGUSNÆLDUR FYRIR BÖRN Sögumaður: Heiðdís Norðfjörð. Tónlist: Gunnar Gunnarsson JÓLASÖGUR, sex gullfallegar jólasögur: Hvers vegna hringdu klukkurnar? Sonur hjarðmannsins. Dóttir gestgjafans. Smalaflautan. Hjá egypska ræningjanum. Jóla- guðspjallið. SÖGUR FYRIR SVEFNINN, ævintýri og kvöld- bænir fyrir sjö daga vikunnar: Pét- ur ánægði og Pétur önugi. Býflug- an vitra. Sonur fiskimannsins. Eig- ingjarni risinn. Óskabrunnurinn. Mennirnir tólf í skóginum. Ævintýr- ið um ópalinn. Nýjar snældur: JÓLASVEINAPRAKKARAR og SÖGUR FYRIR SVEFNINN nr. 2. Hörpuútgáfan. ÆVINTÝRIÐ UM HINA UNDURSAMLEGU KARTÖFLU Anders Sorensen Ævintýrið hefst hjá Inkum í Suður- Ameríku. Við höldum síðan til Evr- ópu og alla leið til íslands. Hér er einstaklega vel gerð bók sem bæði skemmtir lesandanum og fræðir. Vilborg Dagbjartsdóttir, rit- höfundur hefur þýtt og staðfært efni bókarinnar og auk þess skrif- að sérstaklega um áhrif kartöfl- unnar á mannlíf hér á landi í gegn- um tíðina. 64 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 988 kr. KATA LITLA OG BRÚÐUVAGNINN Jens Sigsgaard Sagan af Kötu eftir danska barna- bókahöfundinn Jens Sigsgaard kemur nú út í 3. útgáfu hér á landi. Höfundurinn er kunnur víða um heim fyrir bók sína Palli var einn í heiminum, sem komið hefur út í 37 þjóðlöndum og nýtur hvarvetna fá- dæma vinsælda. Arne Ungermann teiknaði litmyndir, eins og í bókina um Palla. Bókin segir frá ævintýr- um Kötu með Eiríki vini sínum, er þau fóru að skoða bæinn og gleymdu fallega brúðuvagninum. 24 blaðsíður. Bókaútgáfan Björk. Kilja: 180 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.