Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 26

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 26
2r& barna- og unglingabækur HVAÐ ER KLUKKAN? VILTU VERA MEÐ MÉR? íslenskur texti: Stefán Júlíusson Þetta eru harðspjaldabækur í bókaflokknum „LEIKUR AÐ ORÐ- UM“ með framúrskarandi litríkum og skemmtilegum teikníngum. Bók sem lítil böm, uppalendur og fóstr- ur hafa bæði gagn og gaman af. Letrið á bókunum er skýrt og greinargott. svo auðvelt er að lesa það. Setberg. Verð: 590 kr. hvor bók. KOMUM FINNUM FJÁRSJÓÐ Janosch Litla tígrisdýrið og litli björninn eru perluvinir. Þá dreymir um heimsins mestu hamingju - að verða ríkir. Þeir leita því víða að fjársjóði. Eftir mikil ævintýr komast þeir að raun um að fjársjóðurinn er hvorki fólg- inn í jörðu eða djúpt á hafsbotni, heldur í vináttu þeirra tveggja. Þetta er falleg saga sögð í máli og myndum. Á íslensku hefur áður komið út eftir Janosch bókin Ferð- in til Panama. Bókaútgáfan Bjartur. Verð: 880 kr. ARI LÆRIR AÐ SYNDA GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR íslenskur texti: Stefán Júlíusson I þessum bókum, sem eru í bóka- flokknum: VILTU LESA MEÐ MÉR eru sums staðar myndir I stað orða. Þær eru af persónum, stöð- um og hlutum sem koma fyrir I sögunni. Sá sem les fyrir bamið lætur það skoða myndirnar og segja hvað þær tákna. Þegar sag- an er lesin og kemur að mynd í stað orðs er stansað og barnið lát- ið benda á myndina og segja orðið sem hún táknar. Börnin læra þetta fljótt. Það skerpir athyglina. Setberg. Verð: 590 kr. hvor bók. STEFÁN BRAGI FER í FLUGVÉL Hope Millington Saga um lítinn strák, Stefán Braga, sem fer í flugferð með for- eldrum sínum. Margt skemmtilegt og nýstárlegt ber fyrir augu um borð í flugvélinní og Stefán Bragi lendir í ýmsum uppákomum. Hann fær meðal annars að heimsækja flugmennina í stjórnklefa vélarinn- ar. Þeir taka vel á móti honum og kynna honum leyndardóma flugs- ins. Gunnlaugur Johnson mynd- skreytti bókina. Fróði hf. Verð: 380 kr. ÆVINTÝRABÓKIN Þýðing: Rúna Gisladóttir Áhugaverð og óvenjuleg harð- spjaldabók með stuttum sögum og litríkum myndum. í henni eru end- ursögð ævintýrin: Stígvéla-köttur- inn, Hans og Gréta, Frú Hulda, Hugrakki skraddarinn, Dvergurinn, Froska kóngurinn, Litlu systkinin, Kiðlingarnir sjö, Rauðhetta. Setberg. Verð: 690 kr. í upphafi SAGNABIBLÍAN Penny Frank, Tony Morris og John Haysom myndskreyttu Sagnabiblían heitir nýr mynda- bókaflokkur fyrir 5-8 ára börn. Fyrstu fjórar bækurnar heita í upp- hafi, Nói og flóðið, Drengurinn Jó- hannes og Bernska Jesú. Sögurn- ar gefa góða mynd af Biblíunni og er hver bók sjálfstæður hluti þeirr- ar „sögu" sem Biblían inniheldur. 24 blaðsíður. Fíladelfía - Forlag. Heft: 250 kr. BABAR FER I FERÐALAG BABAR FER Á FÆTUR Þýðing: Þrándur Thoroddsen Áratugum saman hefur fíllinn BABAR verið í uppáhaldi hjá börn- um víða um heim. Bækurnar tvær eru harðspjaldabækur, litprentað- ar. Allt næsta ár verða vikulegir þættir um BABAR og félaga I ís- lenska ríkissjónvarpinu. Fíllinn BABAR er skemmtilegur og ómissandi félagi - litríkur í orðsins fyllstu merkingu. Setberg. Verð: 490 kr. hvor bók. KALLI - ÞRAMMI - MARGOT - DÁTI James Driscoll Fyrstu fjórar bækurnar I bóka- flokknum um skófólkið. Þetta eru einstakar barnabækur þar sem gamlir skór fá líf og verða að ógleymanlegum persónum. Þau búa í skóborg og þar gerast ýmsir hlutir sem svipar til atburða er ger- ast I venjulegum borgum. Skófólk- ið hefur að undanförnu komið fram á Stöð tvö í þáttum barnanna og vakið mikla hrifningu. 24 blaðsíður hvor bók. Skjaldborg hf. Kilja: 250 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.