Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 34

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 34
34 Ævisögur og endurminningar ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG - lífssaga Þórarins Tyrfingssonar læknis Guðrún Guðlaugsdóttir skráði Þórarinn Tyrfingsson var á árum áður í hópi þekktustu handknatt- leiksmanna en hin síðari ár er Þór- arinn einkum kunnur fyrir störf sín á vegum SÁÁ. Hann hefur rétt mörgum illa stöddum drykkju- manni hjáiparhönd og veit af eigin raun hvert böl ofdrykkjan er þeim sem í klóm hennar lendir. Þórarinn kom til liðs við SÁÁ skömmu eftir að samtökin hófu rekstur sinnar fyrstu sjúkrastöðvar og hefur verið í fylkingarbrjósti þeirra síðan. 184 blaðsíður. Örn og Örlygur. FRIÐARHÖFÐINGI Dalai Lama Dalai Lama var aðeins 16 ára og nýkominn til ríkis, þegar innrás Kínverja í land hans Tíbet hófst. Þá reyndi strax á hugrekki og stjórnkænsku hins unga manns. Lengi reyndi hann að lifa í friði við hernámsliðið og leysa málin með sættum, þangað til kúgunin varð óbærileg. Þá varð hann að hverfa úr landi og stofna útlagastjórn í Indlandi. Hann er andvígur öllu of- beldi. í kenningu og I verki er hann sannkallaður Friðarhöfðingi. 176 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 1980 kr. HANNIBAL VALDIMARSSON og samtíö hans Þór Indriðason Afar vönduð bók, sem stjórnmála- fræðingurinn Þór Indriðason hefur ritað um Hannibal Valdimarsson, sem skilið hefur eftir sig óútmáan- leg spor í íslenskri sögu. Stór- skemmtileg og fróðleg bók, um mann sem aldrei var logn í kring- um. Líf og saga. Verð: 3490 kr. MINNINGAR ÚR MÝRDAL Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundur á Hvoli Þórður Tómasson safnvörður í Skógum bjó til prentunar. Eyjólfur lést 1954. Hann varð þjóðkunnur er bók hans Afi og amma kom út 1941. Á eftir fylgdu minningabæk- urnar Pabbi og mamma, Vöku- nætur og eigin ævisaga, Lengi man til lítilla stunda. Þessi nýja bók tekur upp þráðinn þar sem henni sleppir. Hér er sagt frá eftir- minnilegu fólki og margvíslegum örlögum. Þetta er hluti af þjóðar- sögu, hugþekk og eftirminnileg heimild. 166 blaðsíður. Örn og Örlygur. p TRYGGVI.. (jUNNARSSON ÆVI0G STÖRF ATHAFNAMANNS NÚ, UM LEIÐ og 4. og síðasta bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar, ritað af Bergsteini Jónssyni, kemur út hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, að tilhlutan Landsbanka íslands og Seðlabanka íslands, kemur jafnframt ritsafnið út í heild í eintaklega vandaðri gjafaöskju. Sagan er ekki einvörðungu litrík ævisaga þessa merka manns, hún er jafnframt sjónarhóll, þaðan sem gefur að líta óvenjulega vítt og fjölbreytt svið íslensks þjóðfélags, athafnalífs, stjórnmála og menningar um meira en hálfrar aldar skeið. í 4. og síðasta bindi ritsafnsins er íjöldi mynda af samtímamönnum Tryggva sem aldrei hafa birst áður. Af störfum Tryggva um dagana er augljóst að þar fór mikill athafnamaður sem lét sig flest skipta er þjóðinni gat orðið til framdráttar. Má þar t.a.m. nefna aðild hans að Hinu íslenska þjóðvinafélagi, Fiskifélaginu ogöðrum samtökum útvegsmanna, Dýraverndunarfélaginu, Skógræktarfélag- inu, Alþýðubókasafninu, Slippfélaginu í Reykjavík, íshúsfélaginu og síðast en ekki síst Gránufélaginu. AÐEINS 350 GJAFAÖSKJUR EN 650 EINTÖK AF 4. BINDI. Vert er að taka fram að einstök bindi ritsafnsins (1.-3.) eru ófáanleg. I tilefni af útkomu heildarsafnsins voru 1. og 2. bindi endurprentuð í aðeins 350 eintökum hvort. GJAFAASKJA KR. 13.500.- 4. BINDI KR. 3.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.