Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 22

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 22
97 Barna- og unglingabækur ÆVINTÝRASNÆLDUR FYRIR BÖRN Sögumaður: Heiðdís Norðfjörð Ævintýri H.C. Andersen, m.a.: Ljóti andarunginn, Svínahirðirinn, Hans klaufi, Litla stúlkan með eld- spýturnar, Hafmeyjan litla. Ævin- týri úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, m.a. Búkolla, Grámann í Garðs- horni, Gilitrutt, Hlynur kóngsson. Einnig mörg fleiri sígild ævintýri, m.a. Ævintýri og sögur eftir Heið- dísi Norðfjörð. - Barnasögur á snældum njóta stöðugt meiri vin- sælda. Vandaður flutningur Heið- dísar Norðfjörð glæðir þær lífi og eykur þannig gildi þeirra. Hörpuútgáfan. SNJÓHJÓNIN SYNGJANDI Guðjón Sveinsson Guðjón Sveinsson er löngu þekkt- ur fyrir barna- og unglingabækur sínar. Nú kemur frá honum ævin- týri, sem pabbinn segir fjórum dætrum sínum síðustu dagana fyr- ir jól. Þetta er ævintýri með söngv- um eins og þau gerast best. Bókin skiptist í sjö kafla og hentar því vel til að róa óþolinmóðar sálir á jóla- föstunni. í bókinni eru myndskreyt- ingar eftir Pétur Behrens, sem auka á hugmyndaflugið. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 1500 kr. Margrét E. Jónsdóttir C DÝRIN í GARÐINUM DÝRIN í GARÐINUM Margrét E. Jónsdóttir Þessi saga fyrir yngstu lesendurna gerist í húsagarði í borginni og þar segir frá íbúum hans, starranum Trausta, hagamúsinni Silla og honum Depli litla, auðnutittlingn- um. Önnur dýr koma líka við sögu, kötturinn Bella, sem býr í næsta húsi, og svo páfagaukurinn Rósa- lind, og saman lenda þau í margs konar ævintýrum. Anna V. Gunn- arsdóttir myndskreytti. 124 blaðsíður. Selfjall (dreifing Mál og menn- ing). Verð: 1180 kr. Barnavinurínn gódi SICURBJORN SVEINSSONi GLÓKOLLUR Lítíð lærdómsævintýri GLÓKOLLUR Sigurbjörn Sveinsson Þetta ævintýri eftir hinn góðhjart- aða barnavin í Vestmannaeyjum er alþekkt. Það er sígild barnabók. Það segir frá bóndasyninum sem fór út í heim og lenti í ótal mörgum þrautum. Hann þurfti að berjast við víkinga og tígrisdýr, risa og mann- ýg naut. En alltaf hafði hann sigur, af því að hann kunni margföldun- artöfluna. Og síðast fékk hann meira að segja að eiga hana Fjólu kóngsdóttur af því að hann var svo menntaður. 32 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Kilja: 680 kr. KJARNÓ: I » KAFTEINNISLANDI Hvernlg Fúii Árnason rmré hat|a dagiini! KAFTEINN l'SLAND Kjarnó Kjartan Arnórsson Hér kemur ný íslensk þjóðhetja fram á sjónarsviðið. Hann er ofur- kappi (Súperman) sem kallast Kafteinn ísland og sá hefur nú krafta í kögglum. í raun og veru er hann þó aðeins réttur og sléttur Fúsi og mesti væskill og dusil- menni. En þegar ættjörðin er í hættu frá bófum og ófreskjum, koma hinir fornu Guðir (Óðinn og Þór) og skjóta eldingum svo Fúsi fær hugdirfsku og kraft. 32 blaðsíður. FjölviA/asa. Kilja: 680 kr. JÓNA AXFJÖRD: DOLLI DROPI á rambi í REYKJAVÍK DOLLI DROPI - Á RAMBI í REYKJAVÍK Jóna Axfjörð Dolli á heima í Skýjaborg og svífur hátt um himin, en þegar það gerir skúr, lætur hann sig rigna níður á jörðina og heimsækir krakka á hin- um ólíkustu stöðum jarðar. Hér kemur nú fyrsta Fjölvabókin um Dolla dropa. Auðvitað heimsækir hann fyrst höfuðborgina Reykja- vík, heilsar upp á börnin og end- urnar á Tjörninni, Alþingishúsið og barnaheimilin. 32 blaðsíður. FjölviA/asa. Kilja: 680 kr. LITLA FLUGAN Guðrún Kristín Magnúsdóttir íslensk myndskreytt bók fyrir yngstu börnin. Höfundurinn Guð- rún Kristín er fræg fyrir það, að hún fékk 1. verðlaunin hjá Borgar- leikhúsinu fyrir skrýtna leikritið sem öllum fannst svo skemmtilegt. Hún er ekki síður hugkvæm í barnabókum. í sögu litlu flugunnar er horft á heiminn og fólkið frá sjónarhóli lítillar húsflugu. Önnur bók í Bangsaflokknum heitir: - Hver er hann þessi Jakob? 28 blaðsíður. FjölviA/asa. Kilja: 580 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.