Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 22

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 22
97 Barna- og unglingabækur ÆVINTÝRASNÆLDUR FYRIR BÖRN Sögumaður: Heiðdís Norðfjörð Ævintýri H.C. Andersen, m.a.: Ljóti andarunginn, Svínahirðirinn, Hans klaufi, Litla stúlkan með eld- spýturnar, Hafmeyjan litla. Ævin- týri úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, m.a. Búkolla, Grámann í Garðs- horni, Gilitrutt, Hlynur kóngsson. Einnig mörg fleiri sígild ævintýri, m.a. Ævintýri og sögur eftir Heið- dísi Norðfjörð. - Barnasögur á snældum njóta stöðugt meiri vin- sælda. Vandaður flutningur Heið- dísar Norðfjörð glæðir þær lífi og eykur þannig gildi þeirra. Hörpuútgáfan. SNJÓHJÓNIN SYNGJANDI Guðjón Sveinsson Guðjón Sveinsson er löngu þekkt- ur fyrir barna- og unglingabækur sínar. Nú kemur frá honum ævin- týri, sem pabbinn segir fjórum dætrum sínum síðustu dagana fyr- ir jól. Þetta er ævintýri með söngv- um eins og þau gerast best. Bókin skiptist í sjö kafla og hentar því vel til að róa óþolinmóðar sálir á jóla- föstunni. í bókinni eru myndskreyt- ingar eftir Pétur Behrens, sem auka á hugmyndaflugið. Bókaforlag Odds Björnssonar. Verð: 1500 kr. Margrét E. Jónsdóttir C DÝRIN í GARÐINUM DÝRIN í GARÐINUM Margrét E. Jónsdóttir Þessi saga fyrir yngstu lesendurna gerist í húsagarði í borginni og þar segir frá íbúum hans, starranum Trausta, hagamúsinni Silla og honum Depli litla, auðnutittlingn- um. Önnur dýr koma líka við sögu, kötturinn Bella, sem býr í næsta húsi, og svo páfagaukurinn Rósa- lind, og saman lenda þau í margs konar ævintýrum. Anna V. Gunn- arsdóttir myndskreytti. 124 blaðsíður. Selfjall (dreifing Mál og menn- ing). Verð: 1180 kr. Barnavinurínn gódi SICURBJORN SVEINSSONi GLÓKOLLUR Lítíð lærdómsævintýri GLÓKOLLUR Sigurbjörn Sveinsson Þetta ævintýri eftir hinn góðhjart- aða barnavin í Vestmannaeyjum er alþekkt. Það er sígild barnabók. Það segir frá bóndasyninum sem fór út í heim og lenti í ótal mörgum þrautum. Hann þurfti að berjast við víkinga og tígrisdýr, risa og mann- ýg naut. En alltaf hafði hann sigur, af því að hann kunni margföldun- artöfluna. Og síðast fékk hann meira að segja að eiga hana Fjólu kóngsdóttur af því að hann var svo menntaður. 32 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Kilja: 680 kr. KJARNÓ: I » KAFTEINNISLANDI Hvernlg Fúii Árnason rmré hat|a dagiini! KAFTEINN l'SLAND Kjarnó Kjartan Arnórsson Hér kemur ný íslensk þjóðhetja fram á sjónarsviðið. Hann er ofur- kappi (Súperman) sem kallast Kafteinn ísland og sá hefur nú krafta í kögglum. í raun og veru er hann þó aðeins réttur og sléttur Fúsi og mesti væskill og dusil- menni. En þegar ættjörðin er í hættu frá bófum og ófreskjum, koma hinir fornu Guðir (Óðinn og Þór) og skjóta eldingum svo Fúsi fær hugdirfsku og kraft. 32 blaðsíður. FjölviA/asa. Kilja: 680 kr. JÓNA AXFJÖRD: DOLLI DROPI á rambi í REYKJAVÍK DOLLI DROPI - Á RAMBI í REYKJAVÍK Jóna Axfjörð Dolli á heima í Skýjaborg og svífur hátt um himin, en þegar það gerir skúr, lætur hann sig rigna níður á jörðina og heimsækir krakka á hin- um ólíkustu stöðum jarðar. Hér kemur nú fyrsta Fjölvabókin um Dolla dropa. Auðvitað heimsækir hann fyrst höfuðborgina Reykja- vík, heilsar upp á börnin og end- urnar á Tjörninni, Alþingishúsið og barnaheimilin. 32 blaðsíður. FjölviA/asa. Kilja: 680 kr. LITLA FLUGAN Guðrún Kristín Magnúsdóttir íslensk myndskreytt bók fyrir yngstu börnin. Höfundurinn Guð- rún Kristín er fræg fyrir það, að hún fékk 1. verðlaunin hjá Borgar- leikhúsinu fyrir skrýtna leikritið sem öllum fannst svo skemmtilegt. Hún er ekki síður hugkvæm í barnabókum. í sögu litlu flugunnar er horft á heiminn og fólkið frá sjónarhóli lítillar húsflugu. Önnur bók í Bangsaflokknum heitir: - Hver er hann þessi Jakob? 28 blaðsíður. FjölviA/asa. Kilja: 580 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.