Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 44

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 44
Fræðibækur ÁRAN - orkublik mannsins Birgit Stephensen Esther Vagnsdóttir þýddi en Úlfur Ragnarsson læknir veitti fræðilega ráðgjöf Sérhverri manneskju fylgir ára, orkublik. I blikinu birtast allir okkar persónulegu eðlisþættir og innri eiginleikar; orkublikið birtir okkar innri mann. Bókin sýnir hvernig hægt er að læra að skynja orku- blikið og um leið þroska eigið inn- sæi og treysta á leiðsögn þess. í bókinni eru litmyndir af orkublikinu og túlkanir á því. 169 blaðsíður. Örn og Örlygur PERLURí NÁTTÚRUÍSLANDS Guðmundur P. Ólafsson Aldrei hefur íslensku landslagi ver- ið lýst á prenti eins og gert er í þessari bók. í fyrri hluta hennar er yfirlit um jarðsöguna og kenningar um hvernig Island reis úr sæ, hvernig landslag verður til, mótast og eyðist. Síðari og stærri hluti verksins lýsir um 70 stöðum á landinu, frá fjöru til fjalla, bæði í tengslum við jarðfræði og náttúru- fræði og íslandssögu. Bókin er prýdd glæsilegum Ijósmyndum, skýringarmyndum og kortum. 410 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 11880 kr. „Dýrmæt blesGun" Normon Vlncent Peale EMANUEL SWEDENBORG OG EILÍFÐARTRÚIN MIN Hellen Keller Sveinn Ólafsson þýddi Hellen Keller var blind og heyrnar- laus en lifði samt í heimi kærleika, birtu og lita. Hvar fann hún styrk til að brjótast út úr sinni myrku og þöglu veröld og upgötva Ijósið? Hver var hinn innri bjargvættur trú- arinnar, sem hjálpaði henni til að yfirstíga takmarkanir síns efnislega líkama? Hellen Keller lýsir því and- lega ævintýri sem færði henni þá eilífðartrú þar sem hún greindi sannindi tilverunnar. 160 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 1790 kr. VATNS ER ÞÖRF Sigurjón Rist [ bókinni er fjallað um vatnafar ís- lands, þróunarsögu vatnamæl- inga, ár og vötn í einstökum lands- hlutum, vatnsnytjar o.fl. í formála segir Jakob Björnsson orkumála- stjóri, að bókin „eigi erindi við alla, lærða sem leika, sérfræðinga sem alþýðu manna því engum er vatnið óviðkomandi.“ Þetta er kjörið upp- flettirit um ár og vötn á fslandi, prýtt fjölda korta og litmynda. 248 blaðsíður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 4200 kr. HRAUNHELLAR Á ÍSLANDI Björn Hróarsson Hraunhellar eru náttúrugersemar sem fáir þekkja, þótt þá sé að finna víða um landið. Hér er sagt frá myndun, varðveislu, sögu og staðsetningu íslenskra hraunhella. Höfundurinn byggir á rituðum heimildum og eigin rannsóknum, sem hann hefur stundað um ára- bil. Bókin er prýdd fjölda bráðfal- legra Ijósmynda og kort fylgja af helstu hellum. 170 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3880 kr. Will Durant SIDASKIPTIN SIÐASKIPTIN II Will Durant Björn Jónsson skólastjóri þýddi Nýtt bindi úr hinu mikla ritverki Will Durant, sem hann kallar Sögu sið- menningar, og út kom í ellefu bind- um á árunum 1935-75. Þetta bindi fjallar um tímabilið 1300-1517, frá John Wyclif til Marteins Lúthers. Er það síðari hluti, en fyrri hluti kom út á sl. ári. Einnig hafa komið út í ísl. þýðingu Rómaveldi, Grikk- land hið forna og í Ijósi sögunnar. 215 blaðsíður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 2850 kr. LJÓSHÆRÐA VILLIDÝRIÐ Arthúr Björgvin Bollason í bókinni er fjallað um þær hug- myndir sem þýskir hugsuðir á 19. öld höfðu um íslendinga til forna og hvernig nasistar færðu sér þær í nyt. í þriðja ríkinu voru Þjóðverjar hvattir til að taka íslenska forn- kappa sér til fyrirmyndar og forn- norrænum menningararfi var gert hátt undir höfði. Um leið reyndu nasistar að fá til liðs við sig ís- lenska rithöfunda og listamenn. Frásögn höfundar er lífleg og fróð- leg í senn. 160 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2580 kr. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL OG NOREGUR Ivar Orgland Steindór Steindórsson þýddi í þessari bók er rakið ítarlega, hversu gagnger áhrif Noregsdvöl Stefáns frá Hvítadal hafði á Ijóð hans, einkum í fyrstu bókinni, Söngvum förumannsins. Hún markaði tímamót í íslenskri kvæðagerð og vakti almenna hrifningu á listrænu skáldi, sem skóp merkilega nýjung í máli og brag. Lýsir Ivar Orgland vinnu- brögðum Stefáns og sérstöðu. 360 blaðsíður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 2850 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.