Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 18
1R
Barna- og unglíngabækur
TJÚLLI
- lán í óláni
Ingi Hans Jónsson. Haraldur
Sigurðarson myndskreytti
Hér segir frá fyrstu ævintýrum
Tjúlla eftir að hann verður heimilis-
köttur hjá Siggu gömlu. Hvað áður
hafði hent þennan rófubrotna ræfil
veit enginn. Sögurnar um Tjúlla
eru fullar af spennu og gleði. Þær
eru raunverulegar og gætu vissu-
lega hafa gerst og hafa jafnvel
gerst. Sérstök frásagnargleði hvet-
ur og gleður lesendur á öllum
aldri.
48 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 990 kr.
GUÐMUNDUR ÓIAFSSON
EMIL, SKUNDI OG GÚSTI
Guðmundur Ólafsson
Emil, Skundi og Gústi er sjálfstætt
framhald hinnar geysivinsælu bók-
ar um Emil og Skunda. Gústi er
nýr vinur þeirra félaga og saman
lenda þeir í ýmsum skemmtilegum
ævintýrum. Þeir njóta lífsins uns í
Ijós kemur að Gústi býr yfir hræði-
legum leyndardómi sem enginn
nema Emil fær vitneskju um. Sag-
an er fjörleg og hlý og sýnir les-
andanum jafnframt inn í dapurlegri
heim á áhrifamikinn hátt.
103 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Kilja: 998 kr.
BARNAGÆLUR
- amma yrkir fyrir drenginn
sinn
Jóhanna Á. Steingrímsdóttir.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
myndskreytti
Lítið hefur verið gefið út af Ijóðum
fyrir börn undanfarin ár. Það er því
mikið gleðiefni að fá hér nýja bók
barnaljóða Amma yrkir fyrir dreng-
inn sinn, og hér eru Ijóðin hennar
komin á bók með myndum Hólm-
fríðar. Saman gera þær listaverk,
þar sem mál og myndir tengja
saman gamalt og nýtt og menn-
ingararfur flyst milli kynslóða.
32 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 990 kr.
LEITIN AÐ DEMANTINUM EINA
Heiður Baldursdóttir
Leitin að demantinum eina er heill-
andi og grípandi saga. Krúsa villist
inn í ævintýraveröld sem er öðrum
hulin og þar hittir hún ýmsar kynja-
verur sem flestar eru góðar og vin-
gjarnlegar. En þarna eru einnig ill-
ar vættir og yfir ævintýraheiminum
vofir ógn sem gæti tortímt honum.
Á spennandi og áhrifaríkan hátt
fjallar sagan um baráttu góðs og
ills. Hún er sjálfstætt framhald
verðlaunabókarinnar Álagadalsins
sem kom út í fyrra.
144 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Kilja: 998 kr.
DAGBÓK
- í fullum trúnaði
Kolbrún Aðalsteinsdóttir
Fyrsta bók höfundar, Dagbók - i
hreinskilni sagt, sem kom út í
fyrra, náði miklum vinsældum
meðal unglinga. Hér fylgjumst við
áfram með Kötu, aðalpersónu
þeirrar bókar, í gleði og sorg. Hún
þarf enn að kljást við stjúpföður
sinn, pabbinn nýfundni kemur við
sögu, svo er Spánarferð og ást -
en líka undirferli og vonbrigði. í
bókarlok eru Kata og Rebekka,
vinkona hennar, á leið á vit nýrra
ævintýra.
140 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 1690 kr.
VEÐRIÐ
Páll Bergþórsson þýddi og
staðfærði
Af hverju er himininn blár? Hvað
eru klósigar? Hvað eru hitaskil?
Hvað veldur þrumuveðri? Hvers
vegna snjóar? Hvernig myndast
ský? Öllum þessum spurningum
og ótal fleiri svarar Páll Bergþórs-
son veðurstofustjóri á afar að-
gengilegan hátt með auðskiljan-
legum texta, skýringarmyndum,
Ijósmyndum og teikningum. Öll
helstu undirstöðuatriði veðurfræö-
innar sett fram fyrir börn og ungl-
inga.
Vaka-Helgafell.
Verð: 980 kr.
GEGNUM FJALLIÐ
Ármann Kr. Einarsson
Ný bók eftir einn allra vinsælasta
höfund barna- og unglingabóka
hér á landi, Ármann Kr. Einarsson.
Þetta er lifandi saga úr samtíman-
um um hressa krakka. Ármanni
tekst enn einu sinni að krydda líf-
legan söguþráð með óvæntum og
skemmtilegum uppákomum.
128 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Verð: 1340 kr.
í POKAHORNINU
Karl Helgason
í pokahorninu hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin síðastliðið
vor. Sagan fjallar um hann Didda.
Hann er heldur væskilslegur og er
strítt í skólanum. í draumum sínum
er hann hins vegar hetja. En hon-
um nægja ekki dagdraumarnir,
hann vill að þeir rætist í raunveru-
leikanum. Diddi tekur á öllu sem
hann á og í Ijós kemur að þessi
drengur á sitthvað í pokahorninu
sem kemur á óvart.
127 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
Kilja: 998 kr.