Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 21
Barna- og unglingabækur
77
TÁR, BROS OG TAKKASKÓR
Þorgrímur Þráinsson
Bók Þorgríms Þráinssonar „Með
fiðring í tánum“ varð metsölubók í
fyrra og fékk einkar góða dóma.
Þessi bók er sjálfstætt framhald
hennar. Knattspyrnan er aðal-
áhugamál Kidda en einnig er hann
farinn að „spá í“ stelpurnar. En síð-
an gerist skelfilegur atburður sem
víkur öllu öðru til hliðar og Kiddi
bregður sér í hlutverk leynilög-
reglumannsins. Spennandi og
skemmtileg bók þar sem skilning-
ur höfundar á hugsunum og þrám
unglinganna kemur vel fram.
Fróði hf.
Verð: 1290 kr.
ÓFRÍSK AF HANS VÖLDUM
Bjarni Dagsson
Þessi bók fjallar um Gumma, sex-
tán ára strák með hljómsveitar-
dellu á háu stigi. Þegar svartnættið
eitt er framundan kynnist hann
Eddu, Ijóshærðri fegurðardís og
þá fara hlutirnir að gerast. Þetta er
fyrsta unglingabók hins þrítuga
höfundar. Hans störf hafa einkum
verið á meðal unglinga og hann
þekkir því reynsluheim þeirra.
Þetta er rammíslensk unglingabók.
76 blaðsíður.
Skjaldborg.
Verð: 1380 kr.
STÓRA BARNABÓKIN
Jóhanna Thorsteinsson valdi
efnið
Þriðja útgáfa þessarar sívinsælu
íslensku barnabókar. í bókinni er
að finna ýmsar perlur sem íslensk
börn hafa kunnað vel að meta
gegnum tíðina. í bókinni eru gátur,
sögur, ævintýri, Ijóð, barnagælur,
leikir og föndur. Jóhanna Thor-
steinsson fóstra valdi efnið en
myndskreytingar gerði Haukur
Halldórsson myndlistarmaður.
96 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 850 kr.
ÉG ELSKA ÞIG
- frásagnir af æskuástum
Ýmsir höfundar
Sögur um æsku og ástir. Sögur
eftir níu þjóðkunna íslenska höf-
unda. Sögur sem ylja unglingum á
öllum aldri um hjartarætur, kveikja
drauma, vekja Ijúfsárar minningar
- og fá jafnvel suma til að roðna.
Þær lýsa fyrsta fálmi unga fólksins
á ástarbrautinni, augnaráðum,
kossum, boðum og bönnum. Sum-
ar sögurnar bera blæ endurminn-
ingarinnar og allar eru þær ein-
lægar og ástríðufullar.
152 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 1580 kr.
ÞEGAR STÓRT ER SPURT
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Þegar stórt er sþurt verður oft lítið
um svör, segir máltækið, og víst er
að hjá tveimur 11 ára drengjum
vakna ýmsar sþUrningar um lífið
og tilveruna sem ekki er alltaf jafn
auðvelt að svara. Afi og amma í
sveitinni eiga svör við flestum lífs-
ins gátum og vinirnir Tommi og
Árni koma þroskaðri heim eftir við-
burðaríka sveitadvöl. Þegar stórt
er sþurt. . . er sjálfstætt framhald
af Þið hefðuð átt að trúa mér! sem
kom út í fyrra og segir frá sumar-
ævintýrum Tomma og Árna.
150 blaðsíður.
ísafold.
Verð: 1090 kr.
AXLABÖND OG
BLÁBERJASAFT
Sigrún Eldjárn
Ný saga um Bétvo og Áka litla vin
hans. Dag einn þegar Áki er úti að
leika sér heyrir hann skrýtið suð
og ofan úr geimnum kemur bleikt
farartæki. Bétveir er kominn til að
bjóða Áka í heimsókn á stjörnuna
til sín. Og þeir félagarnir halda rak-
leiðis út í geiminn á vit ævintýr-
anna. Sögur Sigrúnar Eldjárn
sameina leiftrandi frásagnargleði
og fjörlegar myndir þessa snjalla
myndlistarmanns. Stórar litmyndir
á hverri blaðsíðu.
36 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 980 kr.
HÆNSNIN Á HÓLI
Texti: Atli Vigfússon
Teikningar: Hólmfríður
Bjartmarsdóttir
í fyrra fóru húsdýrin á flakk. Nú eru
hænsnin orðin óróleg og vilja
skoða heiminn. Haninn sem er
eins og flestir hanar stoltur og þyk-
ist fær í flestan sjó. Fer með hæn-
urnar í kirkju í bænum svo þau geti
farið í kirkjuturninn og horft yfir
bæinn og hann hreykt sér. En hátt
hreykir heimskur sér. . .
48 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 988 kr.
ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR
Sumar á
Sólheimum
SUMAR Á SÓLHEIMUM
Ágústa Ágústsdóttir
í þessari bók lýsir söngkonan og
prestfrúin í Holti í Önundarfirði,
Ágústa Ágústsdóttir, viðburðaríku
sumri krakkanna í dalnum sem er
á mörkum sveitar og þorps við
vestfirskan fjörð. Hugnæm og sér-
lega skemmtileg bók fyrir alla ald-
ursflokka. Bókina prýðir fjöldi
teikninga eftir Sigrúnu Sætran.
120 blaðsíður.
Hildur.
Verð: 1780 kr.